Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR13. MARS1997 15 v i^bi ekki einlægni af hæstu gráðu. Hann er enn að hugsa um þá gömlu. OEftir samlíf koma samræður Hann veltir sér ekki dæsandi á hliðina og sofnar. Þykist ekki drepast. Hann vill vita hvernig þér líður, hvernig honum hafi tek- ist upp og hvað þú hyggst gera um helg- ina. „Framkoma mín eftir kynlíf gefur sterka vísbendingu um hvaða hug ég ber til konunnar,“ segir Torfi, 25 ára veitinga- maður, og bætir við: „Ef mér líður ekki vel f návist hennar eftir sexið þá vil ég ekki ræða mikið við hana, því síður að hún dvelji hjá mér alla nóttina. Ef ég er að spiia á útivelli þá þarf ég að mæta á sund- æfingu eldsnemma og þarf að fara upp í Borgarfjörð til að ná í sunddótið." Hafi hann ekki boðið þér að gista 15 mínútum eftir hræringarnar þá eru skilaboðin skýr: Láttu þig hverfa — herfa. Hafir þú boðið honum til þín þá ætti honum að líða ágætlega, en þó er hann ekki of hagvanur. Níu af þeim tíu karl- mönnum sem HP hafði sam- band við sóru að þeir myndu aldrei vappa um íbúðina hennar á hand- klæði og í svört- um sokkum ein- um fata, burst- andi í sér tenn- urnar með tann- burstanum hennar, það er að segja ef þeir væru raunverulega hrifnir af henni. OHann kemur á stefnu- móti Ástæðan er ekki flókin: Hann er hrifinn af þér — mjög hrifinn — þannig að hann verður að fá að vita hvenær fundum ykkar ber saman aftur. Það dugir ekkert hálfkák. Ekkert „Við sjáumst kannski á röltinu" eða „Ég hringi í þig við tækifæri“. Jafnvel þótt prinsinn sé störfum hlaðinn og hafi allar heimsins áhyggjur á sínum herð um mun hann finna sér tíma til að hitta þig ef hann virkilega vill. Ergó: Hann spyr þig hvort þú getir hitt sig á laugardaginn klukkan 21:00 og þið takið vídeó og kaupið snakk og svo framvegis. Hann segir þér það berum orðum „Ég er vitlaus í þig“ og álíka setningar hrökkva upp úr hon- um við ólíklegustu tækifæri. Hafi hann ekki sagt annað eins við þig eftir 7-8 stefnu- mót eða þú kannast ekki við þig eða hann í atriðum 1-9 þá skaltu segja honum upp — og finna ein- hvern betri. - um þig og allt sem þér viðkemur. Þessi upptalning gæti allt eins verið leiðsögn fyr- ir konur sem velkjast í vafa um hvort gæ- inn sé hrifinn eða ekki. Hafi þærfundið fyrir einhvetju skrýtnu í fari stráksins án þess að hann hafi sagt eitthvað berum orðum ættu þær að bera hegðan hans saman við þennan lista. 1. Hann kallar þig alltaf fullu nafni Heitirðu Elín Eirný Sigurðardóttir þá kallar hann þig alltai Elínu Eirnýju, en aldrei gælunafninu, Ellu, eins og þú vilt Iáta kalla þig. 2. Hann lýkur símtalinu við þig - um leið og þú ferð að tala um hve illa þér líði, hve þreytt þú sért og svo framvegis. 3. Hann borðar alla góðu molana úr öskjunni sem hann gaf þér - en nartar einungis í hina sem eftir eru, kemst að því að þeir eru vondir og skilur eftir hálfétna mola handa þér. 4. Hann frestar samverustundum með þér á laugardegi - til að geta farið og horft á pílu- kastskeppni íÖlveri. 5. Þið farið á djammið saman - og hann segir að þið eigið að hittast í bílnum ef þið farist á mis — en ger- ir enga tilraun til að hafa uppi á þér fyrr en kemur að heimferð. 6. Hann hleypir þér ekki inn í íbúðina sína - komirðu í óvænta heimsókn. 7. Hann virðist alltaf hafa „gleyrnt" veskinu - hvenær sem borga þarf fyrir ís og annað smálegt. 8. Hann fer aldrei í sturtu né rakar sig fyrir stefnumót með þér - en myndi aldrei mæta þannig í vinnuna. 9. Hann segist vilja hætta með þér - en heldur áfram að sofa hjá þér. 10. Hann biður þig að hafa sig afsakaðan, fer á klósettið og kemur aldrei aftur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.