Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR13. MARS1997 9 Karlmenn eru I krísu og gera ekkert til að losa sig úr henni. Svanbjörg H. Einarsdóttir kemst að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir aðgerðarleysinu sé einhæf sjálfsmynd karlmanna í bland við kjarkleysi og hugmyndaleysi... Kjaridausir karimenn mönnum aftur á móti veikleiki, því þeir eru gjarnari á að taka ákvörðun fljótt og án mikilla vangaveltna. Það að vera snöggur að taka ákvörðun og standa við hana þykir bera vott um góða stjórnunarhæfi- leika. Þetta viðhorf er í sjálfu sér karlmannlegt en konurnar hafa reynt að laga sig að því. Karlmenn þurfa kannski ekki endilega að fara þessa rót- tæku leið kvennanna — að breyta sér — því það kann ef til vill ekki góðri lukku að stýra. En þeir mega velta því fyrir sér hvort það sé ekki rétt að samþykkja það að leið kvenna er líka leið sem getur leitt ýmislegt gott af sér. Geta feður uppfyllt þarfir barnsins? Karlmaðurinn hefur misst hlutverk sitt sem verndari konunnar og það spilar eflaust inn í óöryggi hans gagnvart henni. En til að fá verndunar- þörf sinni fullnægt gætu karlar til að mynda snúið sér að því í auknum mæli að vernda börnin sín. Það undarlega er að karlmenn hafa aftur á móti dregið sig út úr störfum sem tengjast upp- eldi. Af hverju flýja þeir sem fætur toga úr kennarastarf- inu, sem áð- ur var karla- starf? Þrír karlanna sem rætt var við eru þeirrar skoðunar að fyrir barnið sé bráðnauð- synlegt að hafa móður sína hjá sér fyrstu mánuðina; Auðvitað er það rétt að lítið barn á að hafa móður sína hjá sér. En kannski spilar inn í það hve mikil ofur- áhersla hefur verið lögð á að mæður séu hjá börnum sínum að þetta er tímabil sem engin móðir vill missa af og á þessu tímabili stendur henni oft nokk á sama um föðurinn! Tak- ið eftir því! Þetta eru stórkost- legir mánuðir sem þær vilja ekki láta af hendi og á vissan hátt hafa þær í eins konar eig- ingirni haldið þessum tíma fyr- ir sig. Og karlmenn taka því þegjandi og hljóðalaust að fá ekki að vera með! Sannleikur- inn er nefnilega sá að karl- menn geta í sjálfu sér séð um allar þarfir lítils barns. Það að karlmenn skuli ekki hafa velt þessum málum fyrir sér af neinni alvöru ber með sér eins konar sambland af hugmyndaleysi, kjarkleysi og leti. Væntanlega finnst fáum karlmönnum það eftirsóknar- verðir kostir. Ójafnræði leiðir til sam- keppni því ekki geta báðir aðil- ar haft yfirhöndina og verða því eðli málsins samkvæmt andstæðingar. Barátta milli kynjanna er svo sannarlega ekki lausnin. Karlmenn skilgreina sig út frá starfi sínu og sjálfsmynd þeirra byggist á því. Eg er læknir, lögfræðingur, verka- maður, skáld... En er þetta ekki heldur fallvölt sjálfs- mynd, því hver sem er getur misst starfið í dag eða á morg- un? Enda hefur komið í ljós í öllu atvinnuleysisfárinu að karlmenn sem missa atvinn- una fara verr út úr slíkri lífs- reynslu en konur. Líklega spil- ar þar inn í sú staðreynd að konur leggja áherslu á margt annað en starfið, t.d. skiptir þær miklu máli að eiga fallegt heimili, það eru þær sem eru virkar í foreldrafélögum skól- anna og virkari í uppeldinu, það eru gjarnan þær sem sjá sér að vera heimavinn- andi ef makinn gæti séð fyrir þeim. Ef þetta á við um marga karl- menn, sem getur vel verið, hvernig stendur þá á því að þeir berjast ekki hatrammri baráttu fyrir því að laun kvenna hækki? Ef þeir vilja í auknum mæli vera heima hjá börnum sínum þá er óskiljan- legt af hverju þeir nýta ekki betur sveigjanlegan vinnu- tíma, sem þeir eiga reyndar jafnréttisbaráttu kvenna að þakka. Karlmenn ættu að vera himinlifandi yfir að geta brugðið sér í fleiri hlutverk en að vera bara „skaffarar", sem. eftir allt saman — hvað sem efnahagslegu valdi lfður — er kannski ekki sérlega gjöfult svona eitt og sér. Af hverju eru kröfur þeirra um fæðingar- orlof sér til handa ekki hávær- ari? Af hverju berjast karl- mennirnir ekki fyrir því að strákar séu búnir undir það hlutverk að vera feður? Ef karlmenn langar til að vera heimavinnandi eða hafa meiri tíma fyrir sjálfa sig og fjöl- skylduna ættu þeir að minnsta kosti að sjá sóma sinn í því að berjast fyrir breyttum viðhorf- um svo synir þeirra fái að njóta þess sem þeir fóru á mis við. Konur og karlar ekki andstæour Þorgrímur Þráinsson minnist á að sér finnist ákveðin tilhneiging í þá átt að karlmenn eigi að líkjast konum og er alveg örugglega ekki einn um að finnast þetta. Undanfarið hafa reyndar bæk- ur sem útskýra muninn á hugsanagangi og tilfinningalífi karla og kvenna notið vin- sælda, sbr. bókina Karlar frá Mars — konur frá Venus. Aftur á móti er það staðreynd að það lesa miklu fleiri konur þessar bækur en karlmenn! Er ekki einmitt ástæðan fyrir því hve karlar eru „forvirraðir" á lífinu og tilverunni og konum einfaldlega sú að þeir hafa ekki endurskoðað eigin hlut- verki í breyttu sam- félagi?! Ástæðan fyr- ir karlmenn að endur- skoða hlut- verk sitt verður alltaf rík- ari. Lítum á aðra hlið á þessu máli. Hér áður fyrr var litið á karla og konur sem andstæð- ur. Konur voru veikar og því þurftu karlmenn að vera sterk- ir. Hlutverkaskipting var skýr og karlmenn gerðu hluti sem konur komu ekki nálægt og öf- ugt. Þróunin hefur aftur á móti orðið sú að það er fátt eitt eft- ir sem karlmenn einir gera. Það eina sem þeir hafa fengið að hafa fyrir sig nokkurn veg- inn óáreittir eru glæpir á borð við nauðganir, morð og kyn- ferðislega áreitni við börn. Konur gera aftur á móti flest annað. Konur stunda íþróttir, fara á kappleiki, þær hafa sýnt það og sannað að þær geta sinnt starfi bifvélavirkja, flug- manna, rútubílstjóra, for- stjóra, — og þær hafa frum- kvæði að kynlífi. Þetta hefur ekki gerst átakalaust og konur hafa lagt ýmislegt á sig til að komast inn í þennan áður lok- aða karlmannaheim. Konur sem starfa með karlmönnum hafa á margan hátt tileinkað sér viðhorf og hugsanahátt karlmanna. T.d. hafa konur meiri tilhneigingu til að ræða málin áður en þær taka ákvörðun. Slíkt þykir karl- Meðvitaðir karlmenn Hvernig myndu þeir kynna sig og hvernig svara þeir fyrir sig? um að rækta vináttuböndin og ráða því jafnvel hverjir skipa vinahópinn, þær eru duglegar að sækja námskeið o.fl. Þeirra áhugasvið er yfirhöfuð miklu víðfeðmara en karlmanna. Auðvitað getur verið að karl- menn séu bara þannig gerðir að þeir vilji einbeita sér að einhverju einu en þó er alveg eins líklegt að þetta sé afleið- ing þessa einhæfa hlutverks sem þeir hafa sinnt í gegnum tíðina. Það kemur auðvitað ekki í ljós nema þeir velti þessum málum fyrir sér. Það er helst að karlmenn hafi lagst í sjálfskoðun og end- urmat á lífinu og tilverunni við það að fara í áfengismeðferð. Og hvað gerist þá? Viðkom- andi maður kynnir sig ætíð sem alkóhólista og fíknin verð- ur oft á tíðum aðalmálið í lífi viðkomandi! Af hverju berjast þeir ekki fyrir... Færið nú augun til á síð- unni og lesið sem snöggv- ast svör mannanna fjög- urra. Allir segjast þeir vel geta hugsað < heiti Ellert tramog er Reykvíking- ur og á hér stóra fjölskyldu og er umvafinn vinum og vanda- mönnum. Svo bæti ég við: þú hlýtur að þekkja mig.“ Efþú misstir vinnuna, „Égjieiti Þorgrímur Þrainsson og hef starfað sem blaðamaður til margra ára en nú er ég í nýju starfi sem tekur á ýmsum ólíkum pólum. Mitt helsta áhugamál er skriftir og ég vildi gjarnan verja meiri tíma í þær.“ Efþú misstir vinnuna, gœt- irðu þá hugsað þér að vera heimavinn- andi? „Ég er nú hræddur um það og það væri _________ raunar efst á lista. Ég myndi telja það forréttindi að vera heimavinnandi og hugsa um bæði börnin mín. Þess á milli myndi ég skrifa, sem er það sem mig langar mest af öllu til að gera. Ef ég gæti sameinað uppeldi, heimil- isstörf og skrif væri það draumastaðan. Afstaða til þeirra sem eru heimavinnandi hefur breyst og það er ekki lengur tabú fyrir konur að vera heimavinnandi." Hve stóran þátt í sjálfs- mynd þinni skipar atvinn- an? „Mér finnst hún ekki skipta neinu hvað varðar sjálfsmynd- ina. Atvinna mín er til að lifa af fjárhagslega, að minnsta kosti meðan ég lifi ekki á ritstörfun- um. Þó held ég að öll störf sem maður vinnur og það hvernig maður leysir jjau af hendi endurspegli persónu- leikann og kannski þar með talið sjálfsmyndina." Geta karlmenn uppfyllt allar þarfir barnsins? „í fljótu bragði myndi ég segja nei. Tíminn meðan barn- ið er á brjósti er gríðarlega mikilvægur og ég gæti að sjálf- sögðu ekki uppfyllt það hlut- verk. Hins vegar geta karl- menn veitt ástúð, snertingu og tilfinningar alveg jafn vel og móðirin. Að vel hugsuðu máli held ég að karlmaður geti uppfyllt allar þarfir barns — fyrir utan að hafa það á brjósti." Eru karlar andstœður kvenna? „Að vissu leyti tel ég það, því karlar eru á an hátt ólíkir konum. ur verið ákveðin krafa í þátt átt að karlmenn eigi að vera eins og konur, þ.e. tilfinninga- lega. En ég held að það þurfi að gæla miklu meira við konur en karlmenn, þær þurfa meira hrós og meiri snertingu." „Ég heiti Árni Sigfús- SÖn og er fjögurra barna fað- ir. Ég er framkvæmdastjóri og svo segði ég þér líklega eitt- hvað frá uppruna mínum og æsku. Það er aftur á móti líklegt að margir fyrst t.d. „ég spila auðvitað inn í viðteknar venjur. Annars er nú reyndar freistandi að svara bara með „ég er“.“ Efþú misstir vinnuna, gœtirðu hugsað þér að verða heimavinnandi? „Já og þyrfti ekki að missa vinnuna til að geta hugsað mér það.“ Hve miklu máli skiptir at- vinnan fyrir sjálfsmynd þína? „Þungamiðjan í lífi hvers einstaklings getur verið mjög ólík. Starf og starfsferill geta vegið þyngst eða peningar, vinir og óvinir eða heimilið. Ég hef ekki þá trú að starf sé aðal- atriði þótt maður geti gleymt sér í umrótinu. Það eru önnur gildi sem skipta meira máli.“ Geta karlar uppfyllt allar þarfir barnsins? „Ég tel að þeir eigi erfitt með það fyrstu mánuði barnsins. Eins og ég lærði í uppeldis- fræðinni þá hefur kvenleg um- hyggja, rödd móður og snert- ing hennar mikil áhrif á fyrstu mánuðum barns og erfitt fyrir einhvern að líkja eftir eða reyna að koma í staðinn. En þegar barnið öðlast þroska held ég að hin andlega vænt- umþykja föðurins þurfi ekki að vera síðri en móðurinnar." Eru konur andstœður karlmanna? „Nei. Þó að horm- ónastarfsemi sé öðruvísi er ekki hægt að tala um andstæður.“ gœtirðu hugsað þér að vera heimavinnandi? „Já, ég gæti vel hugsað mér það ef ég ætti maka sem væri með nógu há laun til að sjá fyrir mér.“ Hve stóran þátt í sjálfs- mynd þinni skipar atvinna þín? „Stærstan hluta ævinnar hefur atvinnan skipt miklu máli og það að afla sér tekna, koma sér áfram og verða eitt- hvað. Þetta er bæði spurning um tekjur, frama og hégóma. Þeg- ar maður eldist kemur maður í auknum mæli auga á önnur gildi, en ég væri óheiðarlegur ef ég héldi því fram að atvinna og frami skiptu ekki máli.“ Geta karlar uppfyllt allar þarfir barnsins? „Já, þeir geta það alveg, en það er samt spurning um að tileinka sér rétta hugsunar- háttinn til að gera það. Aftur á móti kemur ekkert í staðinn fyrir móðurástina. En í stórum dráttum geta þeir alveg sinnt þörfum barnsins ef þeir hafa tíma til þess.“ Eru karlar andstœð- ur kvenna? „Kynin þurfa hvort á öðru að halda, en ég myndi ekki kalla það andstæður. Besta sam- setningin er félagsskapur karls og konu og þá er ekki hægt að tala um andstæður. Karlar hafa beitt konur ofríki, en þó held ég að það sé ekki meðvit- að.“ pífur V. íslason. Ef ég væri að kynna mig í alvöru myndi ég þessu næst upp- lýsa þig um hvað ég væri gamall, að ég væri í sambúð og ætti börn, hvaða menntun ég hefði og svo hvað ég starfaði." Efþú misstir vinn- una, gœtirðu hugsað þér að vera heimavinn- andi? „Ef konan mín drægi það vel í búið þá kæmi það alveg til greina. Aftur á móti tel ég að það henti bæði körlum og kon- um að sinna hvoru tveggja, heimili og starfi. Þegar ég og mín fjölskylda bjuggum í Sví- þjóð vorum við bæði, konan mín og ég, í fimmtíu prósent starfi og þannig nýttumst við til fulls í starfi og á heimavíg- stöðum.“ Hve miklu máli skiptir starfið fyrir sjálfsmynd þína? „Starfið skipar óneitanlega stóran sess, en þegar upp er staðið skiptir fjölskyldan meira máli.“ Geta karlar uppfyllt allar þarfir barnsins? „Já, þeir ráða við allt annað en það hafa barnið á brjósti.“ Eru karlar andstœður kvenna? „Nei. Það gildir um bæði kynin að það sem einkennir þau er fjölbreytileikinn og í öll- um býr það sem við getum kallað kvenlegir og karlmann- legir eiginleikar. Stóra fram- faraskrefið er að það hefur orðið breikkun í hlutverka- skiptum, sérstaklega hjá kon- um. Eitt af stóru verkefnunum er að breikka hlutverkaval karlmanna."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.