Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 14
14 r RMMTUDAGUR13. MARS1997 Margar konur eiga erfitt með að átta sig á þessu. Þess vegna tók HP saman 10 óbrigðul atriði sem segja til um hvort maðurinn er brjálaður í þig — eða ekki Þú ert æst í hann, en er hann æstur í þig? Svarið er ekki að finna í blómvöndum, kon- fektkössum og alls kyns tækifærisgjöfum frá honum. Þú hefur verið að leita staðfest- ingar á röngum stöð- um. Hugulsömum gjöfum sem þessum á að taka með varúð, þær eru jú ekkert nema sætar og seið- andi eins og hann er að reyna að vera. Hvernig á þá að fara að því að sjá hvort hann er vitstola af ást og hrifningu? Til að gefa konum betri möguleika á að átta sig á karl- peningnum og svara spuming- unni fékk HP nokkra karlmenn með reynslu til að segja hvað þeir gerðu og gerðu ekki ef þeir væru að deyja úr ást til einhverrar konu. Á grundvelli þessarar vísindalegu rann- sóknar fara hér á eftir 10 pottþétt ráð til að sjá hvort hann sé „dáinn úr ást þótt hjartað dæli blóði“ — eða ekki. OHann hríngir án nokkurrar ástæðu Þetta gerist oftast þegar a)þú ert í vinnunni eða b)þegar hann telur sig vita að þú sért heima. Yfirleitt segir hann eitthvað jafn- innihaldslaust og: „Ég veit ekki almenni- lega af hverju ég hringdi. Ætli ég hafi ekki bara þráð að heyra í þér röddina." (Bónusstig fyrir smávegis stam og hikst.) „Það er tóm þvæla að karlmönnum sé illa við að nota síma,“ segir Valli, 26 ára ráðgjafi. „Ég nota símann mjög mikið í vinnunni og flestir nútímamenn kunna vel á þetta tæki. Hafi maður áhuga þá hringir maður í stelpuna. Þetta er nú ekkert flóknara en það. Maður getur talað við þær tímunum saman ef maður er heillaður af þeim og það þarf mikið til að slíta mann frá tólinu." Skilji hann hins vegar eftir skilaboð á sím- svaranum þínum á mánudegi í hádeg- inu, þegar það er nær öruggt að þú ert ekki heima, þá er næsta víst að hann hefur ekki mikinn áhuga á að hafa samband. Þetta er aðferðin sem er notuð á rukkara og annað leiðinlegt fólk. OHann lýsir þér hátt og lágt fyrír vinum sínum Hann lýsir ekki bara útliti þínu og hmm persónulegum anstöltum heldur einnig: a)bílnum þínum, b)fjölskyldu, c)vinnunni, d)launaseðli og e)íbúð. Steini, 26 ára bakari: „Sjáðu til, það er þegar stelpan verður forsenda allrar við- miðunar. Allt sem maður sér, heyrir og gerir minnir mann á einhvern hátt á hana. Það er sama hvað er verið að ræða; einhvern veginn tekst manni að koma henni að. Eins og þegar félagi manns segist hafa fengið símtal frá Höfn, þá minnir það mann á þegar hún milli- lenti þar á leiðinni til Egilsstaða. ©Hann er vinsamlegur við alla vini þína - jafnvel þá sem þú fyrirlítur innst inni. Þú verður að muna að sama á hverju dynur þá er hann ekki ein af stelpunum. Vinkonurnar ættu að koma fram við hann eins og skiptinema eða gestafyrirlesara, með hæfilegum áhuga til skemmri tíma. Ástæða þess að hann kemur með í heimsóknir til vinkvenna þinna er tvíþætt a)annars vegar til að gleðja þig og b)til að geta verið nálægt þér öllum stundum. Arnar, 23 ára sjó- maður, sagði að það væri kvöl og pína að fara í heimsóknir til leiðinlegustu vin- kvenna kærustunnar. „En maður lætur sig hafa það fyrir hana. Sumar vinkonur kærustunnar minnar eru svo leiðinlegar og vitlausar að þær tala helst ekki um annað en hárið á sér. Þú getur rétt ímyndað þér hversu gaman það er og ef þær tala ekki um hárið á sér þá tala þær um Melrose. Þannig að það er augljóst að ef maður fer með þeim í heimsóknir þá er maður hrifinn.“ Hann hlustar af einlægum áhuga Þegar þú talar við hann hlustar hann opinmynntur, hvort sem um er að ræða tómstundagaman þitt, fjölskylduna eða að eitthvað annað ber á góma. Hann starir ekki á stelpuna í Latex-gallanum sem var að koma inn. „Ég reyni að láta áhuga minn í ljós án orða,“ segir Gísli, 25 ára starfsmaður fjölmiðlafyrirtækis. „Stelpa sem ég hafði tekið eftir á vinnustaðnum heillaði mig og ég náði at- hygli hennar með að stara stíft á hana og blikka annað slagið. Ég bauð henni út og reyndi að koma skilaboðunum til skila án orða. Ég hallaði mér fram og brosti einlæglega og hlustaði á hennar skoðanir um heima og geima. Allt frá . gæðum gervinaglategunda til andstöðu hennar við dauðarefsingar.“ Gísli vill leggja áherslu á að þegar maður lygnir aftur augunum þá hafi hann áhuga. Geisp er hins vegar ekki góð hugmynd, ekki heldur sem vísbend- ing um að „maður sé hálfsybbinn — hvort ekki sé kominn tími á að halda í háttinn“. ©Hann mætir tímanlega á stefnumót... ... en kemur aldrei of snemma. Það væri öruggt merki þess að viðkomandi væri njörður. Sé hann virkilega hrifinn af þér þarf hann á hverri mínútu að halda til að æfa sig. Máta réttu fötin og fara yf- ir heppilega brandara í huganum (sem hann gerir áreiðanlega undir eggjandi söngvum frá „sítt að aftan“- tímabilinu — jafnvel einhverju með Hebba). „Þeir sem koma of snemma eru undir- málsmenn, svona hvolpatýpur. Slefandi með hundsaugu og taka það sem að þeim er rétt,“ segir Davíð, 26 ára auglýs- ingateiknari. „Að auki er það tillitsleysi og hreint og beint dónalegt að gefa konu ekki tilskilinn tíma til að hafa sig til. Það er ekki til nein afsökun fyrir að koma of seint nema að hafa ekki nægan áhuga. Hafi gæinn áhuga þá kemur hann á um- sömdum tíma án þess að vera með dramatískar afsakanir, svo einfalt er þetta.“ OHann gerir ekki lítið úr áhugamálum þínum „Það er mikiil misskilningur að ég hafi gaman af því að fara í Kolaportið eld- snemma á laugardögum. En hún hefur mjög gaman af að valsa um milli skítugra og mismerkilegra sölubása þannig að ég fer með henni. Ég er svo hrifinn af henni að ég hef gaman af að vera með henni hvert sem hún fer. Ég verð að viður- kenna að mér finnst gaman þegar Sara spyr mig hvort mér finnist hitt eða þetta fallegt," segir Óli Már, 25 ára viðskipta- fræðingur. Óli sagðist samþykkja að fara með henni í þessa leiðangra en taldi hæpið að hann fylgdi stúlku á námskeið í leir- mótun eða jóga. „Þar dreg ég mörkin, það væri ekki ást heldur geðveiki.'1 OHann minnist ekki á fyrrí sambönd Að minnsta kosti ekki í neinum mæli. Það er viðunandi ef hann segir: „Skemmtileg tilviljun, ég var einu sinni með konu frá Hnífsdal. Hún var með mjólkuróþol og með öll einkenni tíða- hvarfa, við vorum ekki lengi saman." Þetta er allt í lagi vegna þess að hann talar um hana eins og dauðan hlut, eitt- hvað sem skiptir engu máli. Óviðunandi: Ef upp úr honum koma lágar, slitróttar og samhengislausar setningar um stelp- una sem hvarf úr lífi hans. Treystið okk- ur, sé þetta tilfellið þá er maðurinn ekki að trúa þér fyrir leyndarmálum. Þetta er

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.