Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 24
13. MARS 1997 10. TBL. 4. ARG. VERÐ 250 KR. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, tók upp hanskann fyrir spill- inguna á borgarstjórnarfundi I síðustu viku þegar til umræðu var frétt HP um hagsmunatengsl ístaks og formanns byggingarnefndar, Gunnars L. Giss- urarsonar. Vilhjálmur sagðist sannfærður um að ágætismaðurinn Gunnar hefði ekki haft neina ann- arlega hagsmuni í huga þegar ístak fékk byggingarleyfi fyrir fjöl- býlishúsi sem ekki stenst kröfur um hljóðvist... Fbrsetaframboð Péturs Kr. Hafstein hafði samband við lög- fræðistofur sl. vor og bað um framlag i kosningasjóð. Lög- fræðingur tjáöi HP aö framboðið hefði farið fram á 60 þúsund króna framlag hjá einni stofunni... Guðbergur Bergsson rithöfundur er að slá í gegn í útlandinu. Frönsk útgáfa af Svaninum fær afbragðsviðtökur í Frakklandi. Stórstirni í bók- menntaheiminum eins og Milan Kundera lofa verkið og það þýðir aö fleiri fá áhuga. 1 vor verður bókin gefin út í Bretlandi og spænskar og þýskar útgáfur eru í pípunum... Dómur Hæstaréttar yfir VTfilfelli hf. þar sem gosdrykkjaframleið- andanum var gert að greiða Gjaldheimtunni rúmlega 200 milljónir króna kemur illa við fjárhag fyrirtækisins. Aöalfram- leiðsluvaran, kókakóla, hækkaði um 4 prósent nokkrum dögum eftir að dómurinn var kveðinn upp... Afélagsfundi Kvennalistans í Reykjavík var nýlega til umræðu „plebba-menningin" í borginni. Konunum ofbýður uppgangur næturklúbba þar sem stúlkur bera sig og sömuleiðis á símakyn- lífsþjónusta, sem m.a. Stöð 2 og DV bjóöa upp á, ekki upp á pall- borðið hjá Kvennalistakonum. Kvennalistinn boöar til fundar þann 20. mars til að ræða aðgerðir gegn kláminu... Pétur Kr. Hafstein og stuðningsmenn hans hafa í umræðunni um vanhæfi Péturs sem hæstaréttardómara lagt á það rika áherslu að greina á milli framboðsins og einstak- lingsins Péturs Kr. er hafi ekki haft aðgang að upp- lýsingum um fjárframlög í kosningasjóðinn. í sam- eiginlegu erindi talsmanna forsetaframbjóðendanna til fjárlaganefndar Alþingis í haust stendur þetta: „Allir forsetaframbjóðendurnir geta lagt fram endur- skoðuð gögn um kostnað við framboð sín.“ Sam- kvæmt orðanna hljóðan hefur Pétur Kr. Hafstein aðgang að upp- lýsingum um þá sem studdu hann fjárhagslega... Fyrir skemmstu birti HP litla fregn um að til stæði að setja á svið söngleikinn Evítu í leikstjórn Andrésar Sigurvinssonar. Þessar sögusagnir hafa nú fengið byr undir báða vængi og nokkur nöfn verið nefnd í hlutverk Evu Peron. Það er að skapast álíka spenna um það hver hlýtur hlutverkiö hér og var þegar myndin Evita var í bí- gerð. Eins og allir vita fékk Madonna hlutverkið og þykir standa sig prýði- lega, en hún átti í hatrammri baráttu við nokkrar aðrar söng- og leikkonur. Þær íslensku Evítur sem þykja koma til greina eru allar landsþekktar söng- og/eða leikkonur. Andrea Gyifadóttir er ein þeirra sem hefur verið minnst á í hlutverkið en einnig þykja koma til álita leikkonurnar Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Að auki hefur heyrst að Ragnhildur Gísladóttir, tónmenntakenn- ari, söngkona, bumbubankari og utanríkisþjónustu- frú, komi sterklega til greina sem forsetafrúin argentínska... Heyrst hefur aö það sé ekki eingöngu Andrés Sigurvinsson sem stendur aö baki uppsetningunni á Evítu því bróðir hans, fótboltahetjan Ásgeir Sigurvinsson, mun einnig leggja hönd á plóginn. Kannski væri réttara að segja fót á plóginn, því Ásgeir mun ætla að legga til fé í sýninguna og hann vann sér inn sína pen- inga meö fótunum. Það þykja skemmtileg og óvænt tíðindi í listaheiminum að fé til listastarf- semi komi úr íþróttaheiminum... Jeppamenn komust heilu og höldnu fram og til baka yfir Sprengisand um helgina. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar gerðu ferðalaginu töluverö skil en ekki eru þó allir á einu máli um ágæti tiltækis á borð við þetta. Hjá Landvernd hafa menn t.d. verið að setja saman dálítið óvenjulega tölfræöi um feröina. Þar hafa menn reiknað út að í þessari ferð hafi jepparnir eytt ríflega 40 þúsund ITtrum af bensíni að andvirði rúmlega þriggja milljóna króna. Við brennslu bensíns myndast koltvíoxíö en samkvæmt út- tilboð pó SÆKIR Þú kaupir pizzu og stóran skammt af hvítlauksbrauði - sækir pizzuna, þá færðu aðra Þú kaupir Stóra pizzu með 3 óleggsteg. 2 Itr. Pepsi á aðeim kr. 1A99+ 1.999.- Tilboð Þú kaupir Fjölskyldu pizzu með 3 óleggsteg. 2 Itr. Pepsi á aðeins kr. Tilboð Þú kaupir 2 pastarétti, stóran skammt af hvítlauksbrauði* og 2 Itr. Pepsi r aðeins kr. u: 1M9■ I * Ef þú v!lt ost ó hvítlauksbrauðið kostar tilboðið kr. 1.600.- reikningum sem gerðir voru af nemendum við Garðyrkjuskóla ríkisins í fyrra lætur nærri aö eitt tré þurfi til að vega upp á móti mengunaráhrifum eins bensínlítra. Ef jeppamenn hefðu viljaö skila andrúmsloftinu í svipuðu ástandi eftir ferðina hefðu þeir sem sagt þurft að gróðursetja 40 þús- und tré á leiðinni... Hugbúnaðarfyrirtækið Oz fékk nýlega umfjöllun á heilli opnu hjá einu sérblaða breska dag- blaðsins The Daily Telegraph. Oz er kynnt sem flottasti útflutningur íslendinga síðan Björk kom fram á sjónarsviðið. Blaðið fjallar um sýndarveru- leikaforrit þeirra Oz-manna sem þeir kynntu New York-búum fyrir skemmstu þegar þeir útbjuggu með hjálp forritsins laugardagskvöld á 21. öldinni. Blaðamaður má vart vatni halda af hrifningu og dáist mjög að frumlegri hugsun við gerð, útfærslu og kynningu þeirra á hug- búnaðinum. Athyglinni er beint að ungum aldri Oz-forkólfanna, þeirra Guðjóns Más Guðjónssonar og Skúla Mogen- sen, og getum leitt að því að þeir séu orðnir margfaldir milljónerar. Hæfileikar þeirra þykja með ólík- indum, því fyrir utan frábært við- skiptavit búi þeir yfir miklum tón- listarhæfileikum og séu yfirhöfuð „cool“. Guðjón lýsir í viðtali ævin- týralegum ferli þeirra félaganna sem hófst þegar þeir voru kornungir. í greininni er einnig eytt tölu- verðu púðri í sýndarveruleikadans Mou þ.e. henn- ar Móeiðar okkar Júníusdóttur, sem Daily Tele- graph-menn spá miklum frama í Bretlandi sem og Ijöllistahópnum GusGus... Dagsbrún og Framsókn hyggjast boða allsherj- arverkfall þann 23. mars, eða á pálmasunnu- dag. Þessi dagsetning þykir sumum ekki alls kostar heppileg. Ræstingafólk sem gerir hreint T skólum sértil dæmis fram á að verkfallið muni eiginlega alls ekki hafa nein áhrif fýrstu tvær vik- urnar þar eð skólarnir eru lokaðir í páskafriinu hvort eö er...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.