Vísir - 16.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 16.02.1971, Blaðsíða 3
V 1 S I R . Þriðjudagnr 16. febrúar 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND PÓlska sfjórnin lætur undan kröfum almennings Pólska ríkisstjómin ákvað í gær að afturkalla verð- hækkanimar, sem urðu á matvælum í haust og or- sökuðu blóðug átök í Norð ur-PólIandi. Pjotr Jaros- zewicz forsætisráðherra skýrði frá þessu í sjón- varpi, og kom það á óvart. Verðlagið verður nú hið sama og var 1. marz í fyrra. Niðurgreiðsilur fyrir þær fjöl- S'kyldur, sem harðast urðu úti, munu hafðar áfram og sama gildir um lækkun á veröi iðnaðarvara, sem gerð var samtímis hækkuninni á matvörum í fyrra. Verð á mat hafði verið hækkað um 20 af hundr aði í fyrra. Pólska stjórnin segist geta létt 'byrðum af almenningi vegna mik- ite stuðnings frá Sovétríkjunum, sem hafa veití Póiliandi lán. Auk þess er búizt við, að kjötframieiðsl- an vaxi seinni hluta þessa árs og næsta ár. 1 tiikynningu frá stjóminni segir, að ekki verði veittar meiri kaup- hækkanir en þær, sem þegar eru komnar til framkvæmda. Meiri kauphækkanir mundu stofna efna- hagnum f voða og gera ástandiö í landinu verra. Verkamenn hófu margir hverjir vinnu að nýju í gær í borginni Lodz, og urðu þeir við beiðni for- ingja kommúnistaflokksins um að hætta verkfaMi. Enn var þó verk- fal'l í ýmsum fyrirtækjum í borg- inni. HeimiMir í Lodz segja, að fram- ieiðsla vefnaðarvöru í sjö verk- smiðjum hafi stöðvazt í lok fyrri vi'ku. Um 10 þúsund verkamenn og Liðþjálfa rænt - og sleppt konur hafi verið í verkfalli, en tal- an var breytileg. Einn h’ópurinn lagði niður vinnu, þegar annar hópur kom aftur til vinnu. Engin ókyrrð eða uppþot hafa orðið á götum úti. Það voru aö miklu leyti konum- ar, sem stóðu I verkföllunum, en átta af hverjum tíu starfsmönnum í vefnaöarverksmiðjunum í Lodz em konur. Bresnjev Iánaði Pólverjum. Hvað er þetta Matvöruhækkanir afturkallaðar Umsjón: Haukur Helgason: Lögregla í Reggio Calabria beitir táragasi I átökum við kröfu- göngumenn. Ibúar Reggio töpuðu — H'órð áfók i borginni i gærkveldi Héraðsráðið í Calabríu ákvað í morgun eftir rifriidi í alla nðtt, að Catanzaro skuli vera stjórnarsetur fyrir héraðið. IVTfkil átök hafa verið í marga mánuði í borginni Reggio í Calabríu, en borgarbúar vilja ekki sætta sig við, að Catanzaro verði stjórnarsetur. Reggiomenn hafa þó ekki haft sitt fram í málinu. Héraðsstjómin samþvkkti Catan- zaro með 21 atkv. gegn 12. Þessir 12 greiddu atkvæði með málamiðl- unartil'lögu vinstri flokkanna þess efnis, að Catanzaro skyldi veröa stjórnarsetur, en þingið, sem kjör- ið er í almennum kosningum, skyldi sitja f Reggio og skiptast á að hafa fundi í borgunum tveimur. Héraðs- ráðið gerði samþykkt sína, eftir aö hörð átök höfðu orðið í gærkvöldi milli lögreglu og kröfugöngumanna. Miklar sprengingar urðu f borginni í gær fjórum sinnum. Margir voru sárir eftir átökin. Fyrsti gervi- hnöttur Japana • Fyrsti gervihnöttur Japans sendi snemma f morgun til jarðar fyrstu hljóðmerkin og var tekið á móti f geimferðastöð í Unchinura í Suður-Japan. Þetta var f fyrsta sinn, að Japönum tekst að skjóta á loft gervihnetti en margar fyrri tilraunir höfðu mistekizt. Japan varð annars „félagi í geimferðaklúbbnum‘, fyrir einu ári, þegar fremsta hluta fjögurra þrepa eldflaugar var skotið á braut um jörðu. Skotið í gær er undirbúnings- tilraun fyrir eldflauga- og gervi- hnattatækni Japans. en eftir ár ætla þeir að senda á loft gervi- hnött til vísinda'legra rann- sókna. • Tyrkneska lögreglan leitaði i morgun ákaft að mönnum, sem í gær rændu bandarískum lið- þjálfa í herbúöum í Ankara. Lið- þjálfanum var sleppt seint i gærkvöldi, og var hann í nótt yfirheyrður af yfirmönnum í hernum. • Talið er, að það hafi verið fé- lagar i skæruliðasamtökum vinstri sinnaðra öfgamanna, sem áð þessu ráni stóðu. Þessi sam- tök hafa að undanfömu staðið að uppþotum meðal stúdenta og róttækra verkamanna. mikið í raunveru- legum peningum? Þannig spurðu margir Bretar í gær að sögn brezka útvarpsins, þegar nýtt kerfi gekk í gildi. Nú eru 100 pence í einu pundi og shillingurinn er úr sögunni. Brezk stjórnvöld höfðu mikinn áróð- ur í frammi og hvöttu menn til að „hugsa samkvæmt tugakerf- inu“. Þessi mynd fjallar að vísu ekki um gjaldmiðil, en er úr bunka auglýsinganna fyrir tugakerfinu. Menn eiga að venja sig við aö hugsa um stúlkuna sína samkvæmt tugakerfinu og ef marka má myndina reikna málin í millimetrum. Egyptar samþykktu EGYPTAR féllust í gær á tillögur Gunnars Jarrings sáttasemjara um friðsam- lega lausn á deilunum í Mið-Austurlöndum, að því er Salah Gohar aðstoðar- utanríkisráðherra sagði í gærkvöldi. — Gohar kvað stjórnina hafa sent svar sitt ambassador sínum hjá Sameinuðu þjóðunum Mo- hammed Hassan El-Za-y- yat, og muni hann afhenda Jarring það. „Svar Egypta er jákvætt, og þeir fagna viðle;tni Jarrings til að fram kvæma ályktun Sameinuðu þjóð- anna um þessi má'l.“ Öryggisráö Sameinuðu þjóðanna gerði 22. nóv- ember 1967 álvktun um deilur ísra- els og Arabaríkja, og er enn miðað við þessa ályktun f friðarumræð- um. Ekki hefur verið skýrt opinber- lega frá öllum atriðum í tillögum Jarrings. Sagt er, að gert sé ráð fyrir, að ísraelsmenn kalli her sinn ti! gömlu landamæranna og yfirgefi herteknu svæðin og hersveitir frá Sameinuðu þióðunum taki sér stööu við Sharm E'l Sheik og gæti friðar við Súezskurð. Utanríkisráðherra Israels Abba Eban hvatti Egypta í gærkvöldi til þess að undirrita friðarsamninga viö ísraelsmenn og opna með því dvrnar fyrir árangursrfka samn- inga. ísraelsmenn munu standa fast á kröfunni um friðarsamninga og Eg- yptar viðurkenni Israelsríki jafn- framt sem sjálfstætt rfki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.