Vísir - 16.02.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 16.02.1971, Blaðsíða 7
V 1 S I R . Þriðjudagur 16. febrúar 1971. cTVlenningarmál 7 { * * ! ! ! í ! ! * Fanný Jónmundsdóttir skrifar um ballett: Beztur þeirra allra að er haft eftir einurn fræg- asta ballettmeistara heims- ins, Jerome Robbins, að Heigi Tómasson sé „beztur þeirra al‘lra“, ,,glæsilegasti listdansari heimsins í dag“. Þetta hafa marg ir hér talið sig vita, m.a. undir rituð alveg frá því ég var sam- tímis honum í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Stúlkurnar í skólanum voru ekki í neinum vafa um að Helgi var stjarna, þegar eftir að hann dansaði Pét- ur prins í Dimmalimm, sem Bidsted færði hér upp. Undan- farin 13 ár höfum við aðeins getað fylgzt með ferli hans af blaðafrásögnum, sem staðfestu að vonir 'þær, sem voru við Helga bundnar höfðu rætzt. En ánægjan af að fá það staðfest í raun að við íslendingar eigum svona glæsilegan listamann á þessu sviði fölnaði ekki, þó að við miklu væri búizt fyrir- fram. Víst er, að aldrei fyrr hef ur verið stiginn jafnfrábær dans á fjölum Þjóðleikhússins og þeg- ar Helgi dansaði þar ásamt mót dansara sínum, Elizabeth Carr- oll, á föstudaginn. Helgi og Carroll hrifu þjóð- Ieikhúsgesti með sér, þegar þau svifu um sviðið. Klappið, sem þau hlutu nægir til að standa undir þeirri fullyrðingu. Að lýsa dansi þeirra er hinsvegar vanda samt. Einfaldasta leiðin er senni lega að tína saman öll sterkustu lýsingarorð tungunnar í efsta stígi og raða þeim síðan saman í eitthvert samhengi. Óhætt er þó að segja, að dansstítl Helga er einstakur. Helgi er glæsilegur en jafnframt látlaus og ótrúlega vandvirkur. Við höfum ástæðu til að vera honum þakklát fyrir að koma hér í fríi sinu og sýna okkur, hve langt hann hefur náð á þessari ertfiðu listbraut. Elizabeth Carroll hefur sérstak an sviðssjarma, þokkafull og mjög örugg. |7n var Helgi ekki einnig kom mn til að upphefja og hvetja íslenzka listdansara? Sá sem vaidi efnið hefur ekki gætt nægjanlega að leyfa nemendum beMettskólans að njóta sín. Nem endumir eru látnir dansa til skiptis við Helga og Carroll, svo að samanburðurinn hiaut aö verða þeim erfiður. Hefði ekki verið unnt að setja upp efnis- skrá, þar sem nemendur hefðu dansað með stjörnunum, mynd að bakgrunn fvrir dans Helga og Carroli? Þá hefði ekki reynt eins mikið á nemendur og út- koman orðið betri fyrir þá. Og hvers vegna var hæfileikafólk. sem hér er fyrir hendi, ekki betur notað, eins og t.d. Ingi- björg Björnsdóttir, Guðbjörg Björgvinsdóttir, og gaman hefði verið að sjá Aðalheiði Nönnu Ólp/sdóttur. Framlag „innfæddra" var ekki eins gott og sýning Fé- lags ísl. listdansara í vetur gaf ástæöu til að vænta. Ballettinn „Dauðinn og unga stúlkan“, er þá var sýndur var ekki nærri eins vel fluttur og þá. Þar bætti ekki úr skák, að sinfóníuhljóm sveitin, sem lék undir, vann hreint ekkert afrek. Það kann að vera erfitt að leika Schuberl niðri f gryíiu í hita og svækju. A.m.k. tókst fiðlaranum ekki að ná hæstu tónunum f einleiknum. sem gerði sitt með fleiru til að eyðileggja heildarsvip verksins Þarna má raunar kannski skjóta því inn, að Þjóðleikhúsið er ekki heppilegt húsnæði fyrir sýninp ar á borð við þessar. Brakandi ljalimar eru t.d. löngu famar %ð hrópa á endurbætur. Ur því er unnt að bæta. Aftur er vand séð, hvernig unnt væri að hala hljómsveitina upp úr gröfinni. Yiö eigum margt gott listafólk sem hefur gert góða hluti. Vetrardraumur Aðalheiðar Nönnu Ólafsdóttur, saminn við tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, verk sem þarna var sýnt í fvrsta sinn, sannaði það. Ég vildi óska að því hefði verið valinn annar staður seinna. Það féll í skugga fyrir Helga Tómassyni og Eliza beth Carroll. Hugmyndin að verkinu var snotur og samdi sig vel að hljómlist Atla Heimis sem var mjög skemmtiieg. En dansararnir gerðu því ekki eins góð skil og efni stóðu til. Dans þeirra einkenndist af tauga- óstyrk og öryggisleysi (engin furða). Þó voru nokkur glimt í þessu, Frostrósirnar þær Krist in Bjö.rnsdöttir og Lína Þórðar- dóttir dönsuðu vel saman á köflum en notuðu of mikla mim ik, sem fór á tvist og bast, þeg ar þær gerðu mistök. Einnig hefðu stúlkurnar , allar mátt vera mun betur f takt við mús- íkina. En vonandi fáum við að sjá þetta ágæta verk aftur, bet- ur uppfært. Lokaatriði sýningarinnar Pas De Deux (dans tveggja) úr Don Quixote var hreinasta afbragö. Samdans þeirra Helga og frk. Carroll var hrífandi samrýmdur. Sólódans beggja var einnig hrifandi og sannaði betur yfir hvflikum dansstfl þau búa. Á- horfendur klöppuðu óspart Helgi tók margsinnis „tvöfaldan snún ing“ f loftinu og ávallt. f takt við músíkina. Elizabeth er töfr andi sólódansmær, hún hefur Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Þrjú nef5 níu Kennaraskóli íslands: Jakob eða Uppeldiö eftir Eugéne Ionesco Þýðing: Karl Guðmunds- S'on. Leikstjórn: Einar Þor- bergsson ^reiðanlega eru ýms nútíma- verk, stuttir leikir, einatt einfaldir að ytra formi, haganleg viðfangsefni á skólasýningum. En einn angi hins almenna leik listaráhuga sem hér er i landi er miki'l og vaxandi leiklistar- iðkun í skólunum og eru nú á hverjum vetri nokkrar skólasýn- ingar á boðstólum auk hinnar hefðbundnu Herranætur Mennta skólans. Auðvitað eru þessar sýningar einkum og sér í lagi ætlaðar nemendum sjá'lfum og vandamönnum þeirra og ef til viíl nemendum annarra skóla. En aðrir áhorfendur eru iafnan velkomnir i hópinn, og þvi er ekki «ið neita aö þegar bezt tekst til geta slíkar sýningar orð ið skemmtileg aukageta á leik listarmarkaðnum. Nemendur Kennaraskólans VSko sirm skólaleik f Lindarbæ á sunnudagskvöld, og skilst mér að fleiri sýningar séu fyrirhug aðar þar á næstunni. Og það sýndi sig að nútímaverk, absúrd ismi hentar nemendum ekki síð ur en klassískir gleðileikir sem oft þykja vel gefast á slikum sýningum. Reyndar er leikur lonescos um Jakob, hin skringi lega og neyðarlega lýsing „ungr ar uppreisnar" gegn borgara- legri siðafestu, þegar vegna efn- isins harla vel viðeigandi á nem endasýningu, og það ekki sízt sýningu kennaranema.. Eins og í öðrum beztu leikritum sínum leikur lonesco í Jakob að inn antómu formi máls og bugsun ar, mannaer\'ingar hans eru inni lokaðir í heimi dauðrar venju þaðan sem engin útgönguleið er. Uppreisnarmaðúr hans er neitar að fallast á að kartöflur séu góð ar með hvði. lífsreglur fiölskyld unnar, þykir kærustuefni sitt ekki nóp.u hailærislegt þótt hún hafi þrjú nef og nfu fingur i einni hendi, er leiddur á kvn- hvötinni á sinn fvrirhimaða bðs í samfélaginu. Með hlutverk hinna ungu elskenda fóru þau Rúnar Björgvinsson og Sigrún Magnúsdóttir furðu skemmti- lega og áheyrilega á sýningu Kennaraskölans, hið fáránlega leikljóð Ionescos um ástina. — — Miður tókst að víkja sibylju fras / anna í fyrri hluta leiks, háð og \ spott og útúrsnúning daglegs í málfars og hugsunarvenju. En I hnyttileg var sú hugmynd leik ; stjórans, Einars Þorbergssonar \ sem vera mun frumkvöðull leik listarstarfs í skólanum, að færa t leikinn í snið brúðuleiks. Hún / er reyndar komin frá Ionesco 1 sjálfum sem kemst einhvers ^ staðar svo að orði að leikhúsið 1 eigi líka að sýna strengina sem ? manngervingar þess dansa í á * sviðinu. ? Karl Guðmundsson hefur þýtt 1 leikinn, og var hin lipra og orð 1 haga þýðing hans áður leikin í / Grímu fyrir nokkrum árum. Á- 1 reiðanlega á margvíslegur orða \ leikur og kringilyrði textans vel fj við smekk bæði leikenda og á-1 horfenda ekki síður en önn- / ur fáránleg tiltæki leiksins. f jar \ stæðufvndnin sem er líftaug k hans. Enda var sýningunni prýði ( lega vel tekiö af áhorfendunum / f Lindarbæ. ) sérkennilegt yfirbragð sem venst svo vel að hún heillaði alla. ýhorfendur báðu um meira en þá steig upp á svið Guð- laugur Rósinkranz, færði þlóm og hélt ,,ræðu“ í 20 mín. yfir Helga og frk. Carroll sem stóö í sömu steliingum allan tímann. En minnisverðast var er Erik Bidsted fékkst Ioks tfl að koma upp á svið. Hann gekk með út- breiddan faðminn til Helga og föðmuðust þeir heitt og inni- lega. Bidsted þurfti ekkert að segja. Ekki var laust við að mað ur fyndi til viðkvæmni að sjá Bidsted aft.ur á sviöi og .-neö honum nemanda hans sem náð hefur svo langt. En það ,yar Bid sted sem mótaði fvrstu dansspor Helga, þau eru mikilsverðust og að þeim býr Helgi nú. ) (. ( i ......................... "" Zetu gardínubrautir. Ódýrasta og vinsælasta gardínu- I uppsetningin á markaönum. meö og án kappa fjölbreytt litaúrval ZETA s.f. Skúlagötu 61 Símar: 25440 25441

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.