Vísir - 16.02.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 16.02.1971, Blaðsíða 8
8 V1 S I R . Þriðjudagur 16. febrúar 1971, VÍSIR atgefandi: Reykjaprent bf. 'ramkvæmdastjdri: Sveinn R. EyjöifssoB Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjðri: Jðn Birgir Péturssoo Ritstjðraarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannessoa ^uglýsingar: BrðttugOtu 3b Slmar 15610 11660 \fgreiOsla Brðttugötu 3b Sími 11660 Ritstjðri • Laugavegi 178 Simi 11660 <8 linur) 4skriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlandn I lausasöíu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðia Vtsis — Edda hf. I ............ Hvorf er verra? Portúgal, Spánn, Grikkland, Suður-Afríka og önnur slík ríki vestan jámtjalds hafa á vissan hátt ýtt Sovét- ríkjunum og fylgiríkjum þeirra til híðar í siðferðileg- um og stjórnmálalegum umræðum Vesturlanda um óhugnanleg og fordæmanleg stjómarkerfi. Líklega stafar þetta að nokkru leyti af vantrú manna á, að lýðræðislegra stjómarkerfi komist á í ríkjum eins og Sovétríkjunum, og af trú manna á, að unnt sé að knýja slíkt stjómarkerfi fram í framan- greindum ríkjum vestan tjalds. Altént stafar þetta ekki af því, að ríki eins og Suður-Afríka séu ólýðræð- islegri en Sovétríkin, eins og sjá má af eftirfarandi dæmum. Líldega hefur Suður-Afríka vinninginn í mismun- un og stéttaskiptingu. Þar kúgar hinn hvíti minnihluti hinn svarta meirihluta. í Sovétríkjunum em Gyðing- ar, Volgu-Þjóðverjar og Krímskaga-Tartarar ofsóttir, en það eru minnihlutahópar. Þar er hins vegar skörp mismunun milli flokksmanna og óflokksbundinna. í báðum ríkjunum er virk og athafnasöm leynilög- regla, sem hefur mikil völd. í báðum ríkjum er unnt að fangelsa menn og halda þeim inni áh dóms. En þar með em líka upptalin þau atriði, ,sem gera þessi ,v ríki sambærileg. I Suður-Afríku er trúarbragðafrelsi, en í Sovét- ríkjunum er reynt að sauma að trímrbrögðum eins og hægt er. í Suður-Afríku hafa hvítir menn algert ferðafrelsi og sömuleiðis svartir menn á sjálfsstjóm- arsvæðum sínum, en vegabréfsskylda hvílir á svört- um mönnum á svæðum hvítra manna. t Sovétríkjun- um er mun strangara aðhald með ferðum manna inn- anlands. Enn skýrari verður munurínn, þegar um er að ræða brottflutning til útlanda. í Suður-Afríku telst bað til undantekninga, að menn fái ekki að flytjast brott, en í Sovétríkjunum telst hitt til undantekninga, að menn fúi að fly‘?ast brott. Þar er b^nilínis harðlega refsivert að reync "" úr iandi. Pólitískir fangar í Suður-Afríku eru taldir vera um 2000, en hins vegar er áætlað, að þeir séu um ein milljón í Sovétríkjunum. Dómstólar í Suður-Afríku eru heiðarlegir og sjálfstæðir, þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að kúga dómsvaldið. I Sovétríkjunum ráða flokkurinn og ríkið dómsvaldinu algerlega, enda er aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds þar talinn vera borgaraleg bábilja. í Suður-Afríku njóta hvítir menn stjómmálafrels- is, en svartir menn aðeins á sjálfsstjómarsvæðum sín- Jtn. í Sovétríkjunum er ekki til neitt stjómmálafrelsi Jtan kommúnistaflokksins. 1 Suður-Afríku era fjöl- niðlamir frjálsir og gagnrýnir, þótt stundum hafi skorizt 1 odda með þeim og stjóminni, en í Sovét- -íkiunum er öll fjölmiðlun á valdi flokks og ríkis. Stjórnarkerfið í Suður-Afríku er vissulega ólýð- •æðislegt og forkastanlegt En það er þó, eins og iæmin sýna, snöggtum skárra en í Sovétrfkjunum. ! / ) Umsjón: Baukur Helgason: Yerður olíuhækkuninni mætt með lækkun neyzluskatta? — Riki, er hafa oliulindir, fá 20°fo hækkun verðs — Aukin hagkvæmni kjarnorku OLÍU- OG BENSÍNVERÐ mun nú hækka um allan heim eftir samnlnga milli ríkja, sem hafa olíulindir, og olíufélaganna. f skeyti frá fréttastofunni NTB f gær segir, að enn sé ekki fullvitað, hversu mikil hækkunin verður til dæmis á bensíni. Hugsanlegt sé að ríkisstjórnir ákveði að lækka söluskatta og aöra bensínskatta tii þess að draga úr hækkunaráhrifum þessara samninga, að minnst kosti fyrst um sinn. Bifreiðaeigendur ð fslandi mega sennilega búast við enn einni bensínhækkuninni, en væntanlega ekki veruJegri fyrr en á miðju sumri. Hótuðu þjóðnýtingu og sölubanni Hækkun þess verös, sem olíu- félögin greiða olíuríkjunum er víöa um tuttugu af hundraði. Ríkin við Persaflóa fá nú til dæmis 35 sentum meira fyrir olíutunnu. sem áður kostaði milli 1,60 og 1,80 dollara í olíu- höfn, en þetta er um 20 prósent hækkun. Samningurir.n mun færa þessum ríkjum um 120 miUjarða íslenzkra kröna meira í rfkiskassann á bverju ári. Þessar tekjur munu smám sam- an verða auknar upp í 300 mill- jarða tekjuauka árið 1975. Með samkomulaginu var bægt frá hættunni á oKustríði, það er að segja að framleiðslurikin heföu sett bann á sölu til olíu- félaganna. Með því hefði orðið að taka upp skömmtun á olíu og bensíni f öllum vestrænum ríkjum. Mikið bar á milli í kröf- um og tilboöum. Stjómir olfu- ríkjanna hafa einnig gefið f skyn að þær mundu ef til vill þjóð- nýta olíulindirnar, ef samningar færu I strand. Neytendur borga brúsann Samningamir eru gerðir til fimm ára. Neytendur verða að borga brúsann f einu formi eða öðru, að sögn John Collins, for- mælanda olíufélaganna. „Þetta var hins vegar eina leiðin til þess að olfufélögin gætu haldið áfram framleiðslu f Mið-Austur- löndum," sagði hann. Fjármálaráðherra írans, Am- ouzgar, sagði á fundi með blaðamönnum, að „gengið hefði verið að ölltnn kröfum olíuríkj- anna til síðasta eyris". Þó segir stjómin f Libíu, að hún sætti sig við samkomulagið, en samn- ingurinn er fyrst og fremst millí írans, Irafcs, Saudi-Arabíu, Kuwait, og smárikjanna Abu Dhabi og Qatar annars vegar og olíufélaganna hins vegar. Samningurinn við þessi helztu O'líurfki mun síðan væntanlega hafa snögg áhrif á verðlag ann- ars staðar. Sérstakir samningar standa yfir við olíuríkin Libíu og Alsír. Stjóm byltingarmanna í Libíu gerir meiri kröfur en aðrir. Einnig er ósamið við Nígeríu, sem er stðr framleiðandi, þar sem framleiðslan fer vaxandi eftir að Bfafrastrfðinu lauk. Olíufélögin segiast vera á- nægð með niðurstöðuna þrátt fyrir hinar miklu hækkanir. Það voru 23 olfu„risar‘‘, sem stóðu að samningunum nú. Verðbólguáhrifin Efst á baugi er spumingin, hve mikil verður hækkun þess verðs, er neytendur greiða, til dæmis milljðnir bifreiðaeigenda um heim allan. Ríkisstjómir vestrænna ríkja munu hugsa með skelfingu um verðbólgu- áhrif þessarar hækkunar. Það er ekkert leyndarmál, að rfkis- stjðmir vestrænna rikja hafa staðið á bak við olíufélögin í samningunum. Það er eðlilegt, þar sem hér er um meginatriði að ræða. stöðugan straum olfu til iðnfyrirtækja Vesturlanda. Ef ríkisstjómin Vesturianda taka á sig hluta hækkunarinnar til dæmis með lækkun sölu- skatts á bensfni, mun það að sjálfsögðu koma fram f hækkuð- um sköttum á öðrum sviðum Þess vegna hlýtur almenningur að borga. 4000 kr. á hvem íbúa Iranskeisari hefur verið fremst f flokki fulltrúa olíuríkjanna, enda var fundurinn haldinn í Teheran, höfuðborg írans. Rfk- issjóður írans fékk fyrir samn- ingana um 100 milljarða króna á ári fyrir olíuna, svo að þetta voru um fjögur þúsund krónur á hvem af hinum 28 milljónum íbúa landsins. íbúamir eru snauðir flestir og munar um minna en 20% hækkun á þessu. Olíurfkin gengu hart fram í kröfugerð. Á fundinum voru lagðar fram skýrslur. er sýndu. að olíufundir f Alaska og annars staðar að undanfömu (þar á meðal við Noregsstrendur) munu litlu breyta næstu áratugina um mikilvægi gömlu olfurfki- anna. Talið er, að eftirspum í heiminum, annarra en kommún- istaríkja, muni vaxa um 60 af hundraði næstu fimm árin og um 110% fram til 1980. Ein niðurstaða verðhækkunar- innar mun lfklega verða aukin nýting annarra orkugjafa ekki sfzt kjarnorku ng þá 1 etnRverj- um mæli rafmagns. Kjamorku- ver em ekki byggð á einni nóttu, og væntanlega breytist fátt f þessum efnum næsta ára- tuginn. ! Lítií áhrit á ís- j j landi fyrst um sinn j J — segir Önundur Ásgeirsson forstjóri Oliuverzlunar Islands „Það er ekki hægt að segja íyrir á þessu stigi, hversu 1 ; mikil áhrif verðhækkunin á olíu mun hafa hér á landi I Við miðum okkar verð við hreinsaða olíu frá Venezú- ela, og verð olíu frá Sovétríkjunum breytist á hverjum ! tíma með heimsmarkaðsverði. Væntanlega mun þessi I hækkun hafa lítil áhrif hér og þá ekki fyrr en á miðju sumri. Þótt verö hráolíu hafi hækkað um 20%, er ekki þar með sagt að endanlegt verð muni hækka sem því nemur“. Þetta sagði Önundur Ásgeirsson, forstjóri Olfuverzl- unar íslands hf., BP, þegar blaðið spurði hann í gær um áhrif olíusamninganna f Teheran á olíu- og bensfn verð á íslandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.