Vísir


Vísir - 07.04.1971, Qupperneq 2

Vísir - 07.04.1971, Qupperneq 2
Uncanfarin 3 ár hefur lögregl- an í San Francisco reynt að hafa uppi á sálsjúkum morðingja, sem kallar sjálfan — g „Zodiac“. Mað- ur þessi hóf morðferii sinn 1938 er hann myrti elskendur, pör, sem lagt höfðu bíium sínum á eins konar Ástarbraut. Síðan það var hefur vitfirringur þessi stöðugt sent lögreglunni pg reyndar fleiri bréf og í þeim gortað af því sem hann hefur „afrekað“. Hann hefur einnig verið svo djarfur að senda lögreglunni rifrildi af klæöum fórnarlambs síns eins og voru þau föt ötuð blóði og sönnuðu sekt hans. Freegastur varð þessi morðingi er hann tók sig til og hringdi beint í sjónvarpsþátt, er útvarpað var beint. Meðal þátttakenda í þessum viðræöuþætti var sá frægi lögfræðingur Melvin Belli, sá er varði Jack Ruby, er hann var sóttur til saka fyrir morðið á Lee Harvey Oswald. Bein lína var tengd inn til þátttakenda í viðræðuþættinum og var ætlazt til að hlustendur er eittíhvað hefðu til málanna að leggja létu í sér heyra. Enginn bjóst hins vegar við hringingu frá morð- ingjanum, sfem kallaður " er „Zodiac“. Mannix gegn „Zodiac“ Pessj símhringing frá „Zodiac“ varð svo kveikjan að einum af lög regWþáttum þeim sem „Mannix“ „Við óttumst afleiðingarnar“ af Manix-þætti, sem fjallar um raunverulega atburði er aðalhetjan i. Taka framleiðend- ur til meðferðar einn glæp morð- ingjans brjálaða, sem hefst með símhringingu i sjónvarpsþátt. Sem fyrr er það Mike Connors, sem leikur kappann Mannix og morðingjann leikur gamalkunnur leikari, Jay Robinson. Framleiðendur Mannix-þátt- anna, svo og leikararnir, hafa látið í ljós áihyggjur um að þeir hafi gert mikla kórvillu með því að stæla raunverulegan glæp þessa sálsjúka morðingja, „Mann- ix“ segir að greinilegt sé að þessi „Zodiac“ sé þyrstur í eftir- tekt. Hann vilji hræða fólk og jafnvel auglýsa kænsku sína og koma fólki í skilning um að ekkert, ekki einu sinni San Francisco-lögreglan geti verndað það ef honum dytti í hug að rnyrða það. „Þessi þáttur“, segir „Mannix“/Mike Connors gæti verkað sem hvatning á manninn. Við erum núna ekki að fást við skáldsagnapérsónii' heldur t raun- * Vérulegán"' mó'nírngja — ’eh'eitt gæti þátturinn leitt af sér: Hann gæti fengið morðingjann til að koma fram úr fylgsni sínu, enn einu sinni, og þannig getur lög- reglan hugsanlega fengið færi á honum og jafnvel handsamað hann. Samt verður þetta vist aldrei svona einfalt. Við eigum við vitfirring að eiga og maður getur aldrei vitað hvað hann gerir næst — guð varöveiti okkur, ef hann rýkur til eftir að þættinum hefur verið sjónvarpað og drepur einhvem". „Overkill“ Myndin, eða þátturinn, sem Mike Connors og félagar senda frá sér um þennan morðingja „Zodiac“ ber titilinn „Overkill", og er það nafnið á morðingjan- um vitfirrta I þættinum. Lögreglumenn og lögfræðingar í San Francisco hafa ekkert vilj- aö um Mannix-þátt þennan segja, þeir segja að moröinginn sé gjör- samlega óútreiknanlegur. Hann hafi til að byrja með leikið sér að því að drepa fólk þar sém það var eitt síns liðs á ferli og síðan hafi hann gortað af glæpum sínum í bréfum til lög-' reglunnar — og í fyrrgreindri símhringingu í sjónvarpsþátt. Upp á síðkastið hefur hann eitt- Ávað stillzt og aöallega skemmt sér við að senda lögreglunni hót- unarbréf: Um að hann ætli að drepa þennan eða hinn á ákveðn- um títna. Úr þessum hótunum hefur hins vegar ekkert orðið. „Mannix“, Mike Connors (t.v.) og Ray Robinson, er leikur hinn sálsjúka morðingja. Þeir slást þarna um handsprengju sem morð inginn er með i þætti þeim, er byggður er á raunveruiegu morði. GOÐKAUP í SMJÖRI stóra stykkið kostar kr 65.- minna stykkið kostar kr 32.50

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.