Vísir - 07.04.1971, Page 4

Vísir - 07.04.1971, Page 4
VISIR . Miðvikudagur 7. apríl 1971. Að prófa sjálfan si Hver maður prófi sjálfan sig og eti svo af brauðinu og drekki af kaleiknum. Ég held það ekki óþarft að ávarpa yður með þessum orðum postulans, elskanlegir, í því þér gangið fram í helgidóminn til að falla fram fyrir Guði. Ég held það ekki óþarft að rifja upp fyr ir yður þessa áminning, i því þér eruð í tilbúningi til að neyta holds og blóðs frelsarans, því að mér hefur oft borið það fyr ir augu á þessum stað, sem ég mætti ráða af, að annaðhvort væri þessi áminning gleymd eða menn væru hættir að skeyta um hana, Eða á ég að ætla, að þeir, sem varla geta varðveitt útvort is siðsemj í þv“i þeir feta hihgað heldur ryðjast hver um annan með ys og usla eins og að ver ajdlegum sýslunum hafi svo til- reitt sinn innra mann að hann sé hæfur til að veita viðtöku frelsaranum og að vera bústaður hans heilaga anda. Hvemig á ég að sannfærast um, að þeir sem ganga hingað svo alvörul. beri í hjartanu þá auðmýkt sem fyrir Guðj gildir, að þeir séu niður- beygðir af byrði synda sinna og þrá eftir að fá af fööur misk- unnarinnar þá uppgjöf sem ekki verður fengin nema með tárum og iðrun. Með einu orði: Hvern ig á ég að sannfærast um að þeir hafi prófaö sjálfa sig? Þeir eru margir, einnig meðal yðar, sem ganga til guðs borðs ár eftir ár án þess nokkru sinni að gera sér ljóst hvaða tilgang þeir hafi með því — án þess að spyrja sjálfa sig í einlægni hvað til þess heyri að njóta kvöldmáltíðar- innar verðuglega, Það er orðið fyrir þeim að marklausri venju að ganga hingað ár eftir ár af því að þeir sjá aðra gera það eða þeir láta í villu leiðast af þeim hjátrúarfulla hugarburði, að maðurinn helgist af nautn kvöldmáltíðarinnar þó að hann ekki til þess stuðli. Þeir ætla. að sú friðþæging, sem sken er fyr ir Jesúm Krist komi þeim að haldi, þó þeir leitist ekkj við að tileinka sér hana með iðrandi og trúuðu hjarta. Þeir nálægj- ast Drottin með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá hon- um .... Vitið það, að yðar kirkju- • ganga, yöar altarisganga er and styggð fyrir Guði, nema þér kom ið hingað af innblæstri hjarta yðar. Ti] hvers komið þér fram fyrir Guð, ef þér finnið ekki nauðsyn á að játa og gráta synd yðar fyrir hans augliti? Að hverju leitið þér á þessum stað ef þér leitið ekkj hans misk- unnar? Hvaða erindis eruð þér komnir, ef þér kappkostið ekki með heilögum áformum að fara réttlátari heim til húss yðar? Hvað á það að þýða, að þessi dagur kemur yfir yður ár eftir Helgiblær og alvara Mér er það í minni, hve mikill helgiblær og alvara ríkti yfir heimili foreldra minna þann morgun, sem þau og allt þeirra fólk ætlaði aö ganga til altaris. Riðu þá allir karlmenn berhöfðaðir úr hlaði og lásu ferðabæn í hljóði. Eina konu, sem átti heima á kirkjustaö, sá ég ganga fyrir allt heimilisfólkiö áður en hún gekk til altaris, kvaddi hún það með kossi og baö hvern einn fyrir- gefningar á því, sem hún hafði misgjört viö þaö á árinu. .... Áöur en samhringt var til messu, þegar altaris- ganga var, fór prestur í kirkju með öllum altarisgestum, aðrir máttu ekki þar koma. Flutti hann þar hina svo- kölluðu skriftaræðu og söng sálm fyrir og eftir. Aö öðru leyti var sömu reglum fylgt í því efni, sem nú á dögum.... Aldrei sá ég skrautlausa konu, sem nokkurs var megandi, ganga til altaris í ungdæmi mínu. Voru marg- ar konur í svo dýrum búningum, að nú á dögum mundi slíkt kallast ofmikill íburöur. Silfurbelti og marga silfurhnappa, sem voru hin mesta völundarsmíði, báru þær á samfellum sínum viö altarisgöngu, auk margs annars skrauts, sem aldrei var hreyft nema við þau tækifæri, sem hátíölegust voru í lífi þeirra. (Ofanritaö er úr greininni Kirkjur og kirkjusiðir eftir Kristleif á Kroppi.) ár? Ó, það er í því skyn; að þér ár eftir ár skuluð vera kallaðir til iðranar, að yður ár eftir ár skuli veitast tækifæri og uþp- hvatning til að ánýja sáttmála góðrar samvizku við Guð. Hvað hefur þaö að þýða ef þér ár eftir ár metið að öngu og meðtakið með köldu og tilfinningarlausú hjarta þennan velgeming Guðs ef þér ár eftir ár daufheyrist viö þessari raustinni. Það þýðir það að þér etið og drekkið sjálfum yður dóm, ef þér etið og drekkið óverðugir og gerið ekk; greinar- mun á líkama Drottins. En Guði séu þakkir, að þeir eru margir, sem hjartanlega hef ur langað eftir að smakka þessa kvöldmáltíö. Og það gleður mig að ég hef þá fullvissu að í þess arj tölu eru margir af þeim, sem ég á tal við ‘i dag. Fagniö þér og verið glaðir, angraðar sál ir, sem finnið unun yðar í Drottni, því að þetta er sá dag urinn, þá hann mettar yður og drykkjar með líkama sínum og blóði til fulivissu um fyrirgefn ingu synda yðar. Þetta er sá dagurinn þá hann perir sáttmála við yður að þér séuð hans fólk og hann sé yöar Guð. Guös borð er endurnæringarstaöur þeirra sem örmagna eru orðnir á ferð li'fsins. Komiö til hans sem eruð erfiði og þunga þjáðir, því hann vill endurnæra yður. Kom ið til hans, sem beriö sundur- kraminn anda, því að þér skul- uð hvíld finna sálum yðar ... Svo sælurík er kvöldmáltíðin þar sem hennar er neytt verðug lega. Þessa ávexti hefur nautn hennar fyrir hinn guðhrædda til að efia iðranina, friða hjartað styrkja trúna, kveikja vonina, upptendra elskuna. Þess vegna þá prófið sjálfa yður, prófið hug arfar yðar og hjartaiag meö hreinskilnj fyrir augliti Drott- ins svo að þér fáið þekkt hvort þér heldur komið fram fyrir hann verðugir eöa óverðugir. Því aö þá eruð þér verðugir, „ef þér komið með áuðmýkt og iör an, ef þér þráið að meðtaka frelsarann í hjörtu yðar. — Þeg ar þér styrkizt í því áformi við nautn kvöldmált'iðarinnar að ganga fram eins og heilögum hæfir og leitið aðstoðar til aö efna það hjá honum, sem i breyskleikanum er máttugur, þá sikal dagurinn yðar altarisgöngu í dag vera yður sælu- og frelsis- dagur. 'Éf að vér dæmum oss sjálfir, bræður, þá verðum vér ekki dæmdir. — Þaö er þessi dóms- dagurinn, sem yður ber að halda í dag svo að þér dragiö ekkj sjálfa yöur á tálar. Lærið f dág aö fá viðbjóð á þeim verk unum, sem olla fyrirdæmingar á degi dómsins, svo að þér fyrir farizt ekki með heiminum, Flý ið til hans, sem ríkur er af náð og valdið hefur til að fyrirgefa syndirnar til þess þér leitið frelsunarinnar á meöan dagur hjálpræðisins stendur. Og þegar þér nú sjálfir hafið prófað sjálfa yður og þessi sjálfsprófun hef- ur vakið hiá vður þá tryggðina sem verkar afturhvarf til sálu hjálpar, sem engan iðrar. — þá etið af brauðinu og drekkið af kaleiknum og þessi nautnin skal verða yður affarasæl og blessuð. Þar til virðist Guð að gefa yður náð sína í Jesú nafni. Skriftir á Breiðabólstað Á Kirkjusíðu kyrruvikunnar, sem birtist í blaðinu í dag er brugðið upp smámynd úr kirkju lífi öndverðrar síðustu aldar: Altarisganga á Breiðabólstað í Fljótshlíð. — Þetta er eitt feg ursta prestssetur á landinu og kallið eitt af þeim tekjumestu og eftirsóknarverðustu. Og presturinn, sem þjónar við þessa altarisgöngu er sr. Tómas Sæmundsson, Fjölnismaðurinn, vakningamaðurinn, eldhuginn og umbótamaðurinn, sem lézt 17. ma'i árið 1841, aðeins 33 ára að aldri eftir einungis 6 ára prests þjónustu. Öllum er kunnugt um ritgerð ir hans í Fjölni, sem hann skrif aöi til aö vekja landa sína af svefnmóki og doða og brýna þá til framtaks og dáða. Hins vegar eru það eflausf fáir sem þekkja prédikanir hans. Enda ekki ann að prentað af þeim en dálítið úr val af tækifærisræðum, sem komu út í Viðey 1841 skömmu eftir lát sr. Tómasar. Hafði hann sjálfur valið þær, entist ekki aldur til að skrifa að þeim for- mála, en tileinkaði þær vini sínum og velunnara Steingrími biskupi. — Dr. Jón biskup Helgason seg ir í ævisögu afa síns, áð allar hans prédikanir séu byggðar á grundvelli ákveðinnar kristilegr ar trúar og það sé fjarlægt hon- um að halda fram nokkru, sem brjóti í bága við evangelisk játn ingarrit. Grunntónn vitnisburð arins er: Syndin og náðin og hjálpræðið í Jesú Kristi og hon um einum. Dr. Jón telur prédik anir sr. Tómasar „hverri annarri snjallarj og andríkari, bornar fram af hrífandi mælsku og að framsetningunni til sumar meist araverk“. Og nágrannaprestur sr. Tómasar Sæmundssonar. Jón Halldórsson, segir að allar ræö ur hans hafj verið góðar, sumar gull. Sjálfur segir T.S. um ræðu gerð sína að hann hafi „litla gáfu til þessháttar, því ég geri það næstum alltaf invita Min- erva og hefi sérstaklega mikiö fyrir.“ Ræða sú, sem hér er birt að mestu, er ein af þremur skrifta ræðum úr hinu prentaða safni. Er vert aö vekja athyglj á þvi hve sterk áherzla er þar lögð á að þessj helgivenja er með öllu tilgangslaus ef hún ber ekki ávexti sannrar iðrunar í lífi mannsins og breytni. — Ef þessi gamla skriftaræða verður til þess að vekja þá hugsun hjá alt arisgestum í dag, — þá er hún ekki til einskis endurprentuð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.