Vísir - 07.04.1971, Síða 7

Vísir - 07.04.1971, Síða 7
V I S I R . Miðvikudagur 7. apríl 1971. 7 cTMenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Hár í Glaumbæ Leikfélag Kópavogs: Ameriski söngieikurinn Hár Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir Þýðing: Kristján Árnason Söngstjóri: Sigurður Rúnar Jónsson Leikmynd: Jón Þórisson Búningar: Messíana Tómasdótt- ir, Ása Ólafsdóttir Lýsing: Kristinn Daníelsson \ meríski söngleikurinn Hár ^ kemur hingað til lands i humáttina eftir miklu umtali og frægðarorði sem af honum hefur farið. Allmargir hafa ef- laust séð sýningar leiksins í ýmsum stööum erlendis undan- farin ár, og enn fleiri kannast núorðið við tónlistina úr leikn- um. Meir að segja hefur orðið tii íslenzk leiksmíð í líking og eftir fyrirmynd Hárs, popleik- urinn Óli sem Litla leikfélagið samdj og lék í Tjarnarbæ í haust. En það er líkast til að mörgum hafi þótt það ótrúleg saga þegar fréttist, fyrir um það bil ári að mig minnir, að Leik- félag Kópavogs hygðist sýna leikinn hér á landi: sízt af öllu virtist hann viðfangsefni við hæfi venjulegrar áhugamanna- sýningar. 1 Glaumbæ á sunnudagskvöld kom 'i ijós að Leikfélagi Kópa- vogs hefur raunverulega tekizt að leysa sitt viðurhlutamikla verkefni enda fengið til starfs með sér það fóik sem langsam- lega var líklegast ■ til að valda slíku viðfangsefni. Ótvíræður sigur Hárs var auðvitað fyrst og fremst sigur hins unga fólks sem fluttj leikinn. En Leikfélag Kópavogs á heiðurinn af því að efna til og skipuleggja sýningu þess — sem allsendis óvíst er hvort orðiö hefði með öðrum hætti. TTár er leikur sem torvelt er að lýsa, meöal annars af því hve ólíkur hann er venju- bundnum söngleikjum. En þaö er vafalaust að áhrifamagn hans stafar einkum og sér í lagi af hinni rómsterku dunandi pop-tónlist, eftir Galt MacDer- mot, og skáldskapur hans hygg ég að felist einkum og sér í lagi i hinum nána órofa samruna orðs og æðis i leiknum, leiks og söngs og tónlistar. Trúlega er það á fárra áhorfenda færi að fylgja atburðarás hans út í hörgul, textanum orði til orðs á sýningum hans. Þar fyrir er ,,söguþráður‘‘ leiksins, slíkur sem hann er, hvorki torráðinn né ýkja margbreyttur. Hár ger- ist í amerisku hippasamfélagi, tilefni leíksins Vietnamstríðið: hann greinir frá ungum manni í hópnum sem kvaddur er til herþjónustu, viðbrögðum hans og félaga hans við kvaðningunni og tilraunum til að komast und- an henni, ósigri að lokum fyrir samfélagj hinna fullorðnu, Að Ieikslokum er brugðið upp krossmarki yfir honum, klippt- um og kembdum, einum hinna ungu dauðu í Víetnam. Tjrátt fyrir þennan söguþráð, pólit'iskt tilefni og um- ræðuefn; leiksins, er það eftir- tektarvert hve frábitinn hann er beiskju eða biturleik, alvöru- efni hans frekast höfð að hlátri. Reyndar fæst leikurinn ekki við að „segja sögu“ atburöarás eða söguþráður hans ekki nema lausleg umgerð framvindunnar f leiknum. Hár fjallar um, og vegsamar, samfélag hippanna, hjarð- eða stóðlíf þeirra utan- garðs við samfélagið, stóðið sjálfj er hetja leiksins, einn fyrir alia og-athr^fyrír-einn, en hlutverk einstakra þátttakenda renna mikils til út í eitt. Leik- urinn notfærir sér til hlítar þá eftirtekj og umtal sem hreyfing hippanna hefur vakið, afbrigði- legur hárvöxtur og klæðaburð- ur fyrsta stöðutákn þeirra og leiksins, en einnig fíknilyfja- neyzla og óheft kynferöislíf unz allir eðla sig Y einni kös. Gróft orðbragð er ekki sparað né klúrir kynferðislegir tilburðir og látbragð —- og er þó hvor- ugt þetta knúið új í neinar öfgar í íslenzku sýningunni. Varlegra mun að taka í meðal- lagi hátíðlega útleggingar um ,,heimspeki“ hippa. Eri hitt er vafalaust að vígorð leiksins um frið, frelsi, hamingju, einnig þau tízkubundin, eru einlæg á sínum stað og eiga víðtækan hljómgrunn meðal alþjóðlegrar popæsku. Og það eru einmitt viðlíka hópar ungra leikenda og hér á landi sem flutj hafa leikinn út um allar jarðir und- anfarin tvö ár eða svo. Það kann að stafa af þessu, eðlislægri einlægni leiksins, að þrátt fyrir sitt grófa og klúra efnj og klámfengna tilburði, lýsir hann fyrst og síðast ein- kennilega rómantískri, bjart- sýnni lífstrú, hreinleika innst inni. Þetta kemur með einföldu móti fram af hinu umtalaða nektaratriði í lok fyrri hluta leiksins, sem í fyrsta lagi fellur eðlilega Y framvindu leiksins, með sínum ofsafengnu ,,risum“, og er út af fyrir sig öldungis laust við ,,klæmna“ tilburði eða tilgang, einfaldlega fallegt á sínum stað f leiknum. | eikendur í Hárinu Y Glaum- bæ eru kornungt fólk og hafa faest þeirra að ég held fengizt við leiksýningar áður, mörg hver hins vegar þátttak- endur í pop-hljómsveitum og sönghópum. Tónlistin í leiknum er auðvitað uppistaða alls verks ins og nýtist að ég hygg til mestrar hlítar í sýningunni, flutt af miklu atgervi og þokka. Eftir á finnst mér að sú sýning leiksins sem ég hef séð annars staðar, í Stokkhólmi fvrir nokkr... um árum. hafi verið havaða- í ’ samari Og fyrirferðarmeiri, lagt meira upp úr hreinum og beinum fimleikum, ei-nstök- um leikatriðum gerö ýtarlegri skil en hér. Því er ekki að neita að sjaldnast verður mikið úr textanum í íslenzku gerð leiks- ins þrátt fyrir hnyttna paródíu fornsagnaefnis á einum staö — hefði e.t.v. verið vert að ganga lengra í staðfærslu leiksins? Minnsta kosti nöfn þátttakenda hefðj mátt ’islenzka. En þetta breytir ekki því að íslenzka gerð Hársins stendur fyllilega fyrir sínu gædd sam- felldum æskulegum þokka, munaðarlegum þrótti sem hæfir efninu mætavel. Það er ekki litið eljuverk sem unnið hefur verið að þessari einkennilega hrífandi leiksýningu, og vafa- laust á hún mikið að þakka leikstjórn Brynju Benedikts- dóttur sem hefur ger^ sér mætavel ljóst hvað þátttakend- um hennar væri raunverulega fært að leysa af hendi. En það var samvalinn þjálfaður leik- hópur sem bar Hár fram til sigurs í Glaumbæ að sínum eig- in hætti, svo að atgervi og hæfi- leikar hvérs og eins nýttust ttl furðu mikillar hlítar að því séð varð, Hliðstæðrar leikstefnu hefur gætt i vaxandi mæli með- al ungra leikara á síöustu ár- um, oft með minnisveröum ár- angri — en ekkj fyrr í jafn eft- irminnilegu nývirkj og Hár er í Giaumbæ Finnur Jónsson með eina af hinum óhlutiægu myndum sín- um frá 1925 sem athygli hefur nú beinzt að upp á nýtt. Hringur Jóhannesson skrifar um mj'ndlist: Abstrakt 1925 páskasýning Myndlista- og handíðaskólans er orðin árviss viðburður. Síöastliðin 2 ár hefur skólinn kynnt erlenda graflistarmenn. Sýning þessi leiðir hugann að því hvað nauð- synlegt væri að hafa stofnun sem eingöngu sæi um kynn- ingu af þessu tagi, og þar eru verkefnin óþrjótandi, svo sem viss tímabil í list, æskuverk málara, ,,portretmyndir“, lands- lagsmyndir, myndir frá sjávar- síðunni og þannig mætti lengi telja. TTrsök þess að Finnur Jóns- son varð fyrir valinu að þessu sinnj er eflausj athygli sú sem beinzt hefur að þeirn brautryðjendum óhlutlægrar myndlistar sem voru að móta stefnuna upp úr 1920, en þar lagði Finnur fram sinn skerf og er líklega fyrsti Norður- landabúinn áem málar óhlutlæg- ar myndir. í sumar var haldin yfirgrips- mikil sýning, „Evrópa 25“ i Strassbourg. Þar átti Finnur 2 verk sem vöktu verðskuldaöa athygli og voru landi okkar til sóma. Sýning Finns hér Y Reykjavík i nóvember 1925 vakti að von- um mikla athygli, einkum ó- hlutlægu verkin, og voru þau fordæmd af flestum með orö- unum eftiröpun og tízka, eins og jafnan hér heima þegar listamenn víkja frá ríkjandi hefð. í sýningu þeirrj sem nú stendur í húsakynnum k' Myndlista- og handíðaskólans | gefst okkur kostur að sjá mörg | þau verk sem ollu slíku hugar- 1 róti fyrir nær hálfri öld, en menn geta nú skoöað æsinga- laust. Örlagateningurinn er þekktasta og jafnframj; bezta verk sýningarinnar að minum. j dómi, Þó eru þarna aðrar at- hyglisverðar myndir eins og Óður til mánans, Hugmynd og tússmyndirnar nr. 11, 16 og 21. I Sýningin er opin 14—22 dag- lega til 13. apríl, og ættu sem flestir að votta þessu framtaki hollustu með því að leggja leið sina á sýninguna. Hringur Jóhannesson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.