Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 2
2 Visir. Föstudagur 3. marz 1972. I Flateyjarhreppur sameinaður Hálsahreppi rinnur osKarsson, uagnir.sK.- Austurbæjar. Ég fer alltaf á skólaböllin, og læt mér það lika alveg nægja. Ég fer t.d. aldrei i Tónabæ, aðeins i bió. Þessi skólaböll eru alveg ágæt, finnst mér,og eru á hálfsmánaðar fresti. Endir hefur veriö bundinn á gamalt deilu- mál um Flatey á Skjálf- anda. Enginn íbúi hefur haft þar fasta búsetu um skeiö, en nokkrir menn verið þar skráðir. Nú eru aðeins sjö manns skráðir i Flatey, og sumir þeirra munu hafa veriö þar á framfærslu vegna langdvalar á sjúkrahúsum og hælum. Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að höggva á þennan Gordionshnút og sameina Flateyjarhrepp Hálshreppi. Þessi sameining er gerð i samræmi við lögin um sam- einingu sveitarfélaga, sem voru sett árið 1970. Húsviking- ar hafa óskað eftir þvi, að Flatey yrði sameinuö Húsa- vikurkaupstað. Bæjarstjórn Húsavikur hefur mótmælt á - kvörðuninnium sameiningu Flateyjar og Hálshrepps, sem er sveitarhreppur með um 250 ibúum. Flestir ibúar frá Flatey hafa tekið sér bólfestu i Húsavik, en margir eru þó i eynni um sumartimann og stunda veið- ar. Sýslunefnd Suður-Þing- eyjarsýslu hefur lagt blessun sina á sameininguna, sem tekur gildi frá 1. marz. Þetta er i fyrsta sinn, aö Félagsmálaráðuneytið beitir ákvæðum laganna um sam- einingu sveitarfélaga með þessum hætti. Við sameiningu Isafiarðar oe Evrarhrepps (Hnifsdals) lá fyrir samþykki ibúa i báðum sveit- arfélögunum. Þvi er ekki að heilsa i Flateyjarihreppi, þar sem ibúar, sem eftir voru, svo og fyrrverandi hreppsnefnd- armenn i Flatey vildu ekki aö sameiningin yrði gerð. Blaðiö fékk þessar upplýs- ingar i gær hjá Unnari Stefánssyni, ritstjóra tima- ritsins Sveitarstjórnarmála, en skýrt er frá sameiningunni i næsta hefti ritsins, sem er að koma út. — HH. sœmileg rœkjuveiði fyrir vestan og aflast vel í troll þar. Sunnanlands bölva menn veðurfarinu Bjarni Kúnar Sverrisson, Langholtsskóla. A skóiaböllin fer ég já, en þau eru á mánaðar fresti, frá kl. 8—12. Það eru alltaf hljómsveitir, og ég hef reglulega gaman af þessum böllum. Margrét Stefánsdóttir, Gagn fræðaskóla Austurbæjar. Já, ég geri það og hef mjög gaman af. Þau eru hálfsmánaðarlega og standa þá yfir frá 7.30—11.30. Mér finnst alveg nóg að fara bara á skólaböllin, en fer þó stundum i Tónabæ. Þorskvciði viröist heldur vera að glæöast núna kringum landið. Vciðiklær á flcstum verstöðv- um biða hálfvolgar i voninni eftir aflahrotu I kjölfarið á loönunni — og finnst mönnum þorskurinn vera farinn að haga sér undar- lega, ef hann ekki eltur fjárans loðnuna hingaö á heimamið. Trollbátar hafa verið að fá þann gula fyrir austan, og raunar netabátar öllu meira, en 'gæftar- leysið fer illa með menn. Vestmannaeyingar segja sömu sögu, Minni bátarnir i Eyjum eru á bolfiskveiðum austur og suð- austur af Eyjum og fá langmest ufsa. Þorskurinn hefur verið tregur, en er aðeins að glæöast. Veiðist betur i net en troll og gengur bara sæmilega á linuna. „Þetta er ekkert að ráði sem hefur komið á land ennþá", sögðu þeir i Eyjum i gær, „mest and- skotans ufsi”. Það er ekki að spyrja að kjaft- inum á eyjaskeggjum frekar en fyrri daginn, og eru þeir sjálfsagt ufsanum fegnir eins og öðru þar. „Það hlýtur að koma hrota i kjölfarið á loðnunni”, bættu þeir við, „ef einhvern tima gefur”. „Aldrei annað eins gæftarleysi”. Hornfirðingar bera sig illa undan veðurfarinu: „Það hefur veriö suðaustanátt siðan i desember", segja þeir” og þá er innsiglingin hingað illfær, Annars hefur aflinn verið dágóð- ur þegar gefið hefur, en það má segja, að leiðindagarri sé annan hvern dag eða svo”. — Farnir að vonast eftir páskahrotu? „Menn eru svo sem ekki svart- sýnir með aflaútlitið ennþá, en það er sunnanáttin sem er okkar versti óvinur. Innsiglingin er andskotaleg. T.d. leggja drekk- hlaðnir loðnubátar yfirleitt ekki i hana, þegar hann stendur svo- leiðis. Þeir sigla frekar austur fyrir. Fifill ætlaði inn hér i gær, en sneri frá og fór austur fyrir — nei, .við erum ekkert afskaplega svartsýnir. Biðum og sjáum hvað verður, þegar lengra liður á vetur.” Reytingsafli hefur verið við Vestfirði upp á siðkastið — og raunar dágott annað slagið. Til dæmis er mikil vinna núna á Bolungarvik og Hnifsdal, og raunar einnig á Isafirði, þótt ekki sé það eins mikið þar. Trollbátar afla meira af bol- fiski en netabátar að þvi okkur sagt á Isafirði i gær. Rækja er unnin á Isafirði i fjórum húsum, og reytist talsvert af henni, en ekkert i líkingu við það sem var i fyrra. —GG FLATEY KOMIN í LAND Timsm: Farið þér á skólaböllin í skólanum? Gunnar Gunnarsson, Vfghóla- skóla. Já, ég fer á öll skólaböllin og yfirleitt flestir þeir krakkar, sem ég þekki á sama aldri. Mér finnst anzi gaman á þessum böllum, þau eru frá 8—11,30, og ég tek þau fram yfir Tónabæ. Herferð gegn tannskemdum: Kristján F. Olgeirsson, Austurbæjarskóla. Já, ég geri nú dálitið að þvi, en fer þó misjafn- lega oft. Böllin eru á hálfs- mánaðar fresti, og eru bindindis- félag skólans og skólafélagið með þau til skiptis. Yfirleitt er diskó- tek, en stundum hljómsveitir. Ég fer ekkert á önnur böll, læt mér bara nægja þessi skólaböll. PETUR Kristjánsson, Garða- hreppsskóla.Já, ég fer stundum á skólaböllin, og þá eru yfirleitt hljómsveitir. Ég geri litið að þvi að fara á önnur böll, en fer þó stundum i Tónabæ. FALSKAR TENNUR ALGENG- ARIHÉR EN ANNARSSTAÐAR „Hér á landi er miklu meira um falskar tennur en á hinum Norðurlöndunum, og tel ég þaö stafaaf tannlæknaskorti hér áður fyrr”, segir. Óli A. Bieltvedt yfirskólatannlæknir. Við höfum samband við hann vegna hinnar fyrirhuguðu tann- verndarviku, sem haldin verður i tilefni tannlæknaráðstefnunnar, og hefst hún 28. júni næst- komandi. Undirbúningur þessarar viku er þegar hafinn, og vilja tannlæknar með þessu vekja fólk af þvi skilningsleysi á tannvernd, sem þeir telja rikja hér. I Stokkhólmi var fyrir nokkru sams konar fræösla um tannskemmdir, og er fyrirhugað að fá þaðan lánaðar myndir eða' nokkurs konar „plaggöt”. Myndum þessum verður siðan komið fyrir á Árna- garði, og þar munu einnig fara fram fyrirlestrar og kvikmynda- sýningar um tannvernd. Aætlað er aö hingað komi 3 fyrirlesarar frá Sviþjóö, og svo einnig frá Danmörku og Noregi. Sýning þessi verður að sjálfsögðu fyrir almenning, og verður mikið reynt til að fá þangað skólabörn, þar sem ekki verður hægt að fara i - skólana, vegna sumarleyfis. Siðan verða prentuð rit um tann- skemmdir og þeim dreift. Sýning þessi verður ekki aðeins haldin i Reykjavik heldur verður reynt að fara til Akureyrar og Vestmannaeyja og jafnvel eitt- hvað fleira. Óli Bieltvedt kvað ekki veita af herferö gegn tannskemmdum. þar sem ástandið er nokkuð slæmt, og sagði hann það verra en á hinum Noröurlöndunum. —EA Tannhirða hefur batnað seinni árin,— en mikiö átak þarf þó enn I fræðslumálunum. Gœftaleysi hamlar bolfiskveiði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.