Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 11
Lítið varíð í Fram og FH án beztu manna! — hálfgerður skrípaleikur, þegar FH vann Fram í gœrkvöldi og svik við áhorfendur Þaö voru mikil vonbrigði meðal áhorfenda í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi, þegar í Ijós kom, að Fram var með hálfgert B-lið i leik sínum gegn FH — alla landsliösmenn liðsins vant- aði — og hjá FH var Geir HaIIsteinsson ekki með. Fólk kom ekki til að sjá liöin leika án þessara manna og ekki var hún góð sú skýring eins af forustu- mönnum Fram „aö fyrst við fengum ekki að vera með i Vikingsmótinu með landsliðsmenn okkar, var lítil ástæða til að vera að nota þá gegn FH". Og leikurinn vareitthvað i lik- ingu við þennan hugsana- gang og ekki var hann glæsilegur handknatt- leikurinn, sem liðin sýndu án sinna beztu manna. Þó var barizt og greinilegt var, að hvorugt liðið vildi gefa sinn hlut. FH fór með sigur af hólmi 19—18 eftir að 12—9 stóð fyrir liðið i hálfleik — en ósköp er FH-liðið sviplaust án Geirs. Það kom raunverulega meira út úr leikn- um hjá Fram — sumir ungu mannanna, sem litiö sem ekkert hafa fengið aö leika i vetur, léku nú allstórt hlutverk eins og til dæmis Andrés Bridde, sem varö markhæstur leikmanna Fram með fimm mörk og Stefán Þórðarson var bezti maðurinn á vellinum — en hann verður að gæta skaps sins betur. En ekki var þó heildarsvipurinn góður hjá Fram án Axels Axelssonar, Björgvins Björgvinssonar og Sigurbergs Sigsteinssonar. Leikurinn var nokkuð jafn framan af. Birgir skoraði fyrsta mark F'H, en Stefán og Arnar svöruðu fyrir Fram og staðan var 2—1 eftir 5 min. Þá komu tvö mörk Kristjáns og Viðars fyrir 1 SterkirSvíar Sviar unnu .lúgóslvavi óvæut i liandknattleik i gær- kvöldi 14— i:i i Plosenti. Sviarnir liöfðu dagiun áður gcrt jafntefli við Austur- Þjóðverja. Júgóslavar liöfðu yfir i liálflcik 7—:i gegn Svium, en Svium tókst að snúa leiknum sér i hag. l.emiart Kriksson var markhæstur Svia með fimm mörk. Jan Jonsson og Göran Segerstad skoruöu þrjú mörk livor. Enn er taliö likíegast, að Búmenar eða Austur- Þjóðverjar sigri á mótinu, en bæði löndin sigruðu i gær. B ú m e n i a v a n n Tékkóslóvakiu 12—9, en Austur-Þyzkaland sigraði imglingalandslið Búmeniu 28—10. iS ■ ‘■: >fán Þóröarson var „stjarna” Fram-liösins I gærkvöldi. Hér hefur . '* framhjá vörn FH, en Hjalti Einarsson, markvöröur, . ns aö þessu sinni. Ljósmynd BB. FH — en Fram svaraði með þremur mörkum og komst þvi i 5—3, þegar 10 min. voru af leik. Viðar jafnaði þennan mun — Andrés náði aftur forustu fyrir Fram — en svo kom sá kafli, sem gerði út um leikinn — Þórarinn Ragnarsson skoraði þrjú mörk fyrir FH, tvö úr vitum, og Gils eitt og FH hafði náö þriggja marka forskoti 9—6. Þessi munur breytt- ist litið fram að leikhléinu og staðan var þá 12—9 fyrir FH. Og enn hélzt sami munur mest allan siðari hálfleikinn — staðan var 16—13 fyrir FH eftir 17 min. og 18—15 eftir 20 minútur og þvi litlar likur á þvi, aö Fram tækist að jafna muninn. En litlu munaði þó. FH skoraði aðeins eitt mark siöustu tiu min- útur leiksins og skoraði Viöar það úr viti — en Arnar Guðlaugsson sýndi ágætan leik fyrir Fram þennan lokakafla og skoraði þrjú falleg mörk. Og lokaminútuna var hart barizt — en ekki tókst Fram að jafna og lokatölur urðu 19—18 fyrir FH. Þær segja raunverulega ekki neitt um hvort liðið er betra — FH án Geirs er litið lið, og Fram án landsliðs- manna sinna ekki til útflutnings. En það versta við þetta var, að áhorfendur voru sviknir, þeir áhorfendur, sem sótt hafa leikina i handknattleik með svo miklum ágætum i vetur. Það áttu þeir ekki skilið og vissulega hafa leik- menn og forustumenn félaganna vissar skyldur gagnvart þeim — skyldur, sem þeir brugðust að þessu sinni. Gömlu Haukarnir i FH-liðinu skoruðu nær öll mörk liðsins i leiknum. Viðar skoraði 6 (1 viti) og Þórarinn einnig sex (3 viti). Kristján skoraði 3, og þeir Birgir, Gils, Auðunn og Hörður eitt hver. Andrés Bridde skoraði 6 mörk fyrir Fram, 3 viti, eða þrisvar sinnum fleiri mörk, en hann skor- aði fyrir Fram á öllu tslands- mótinu. Þeir Arnar og Stefán skoruðu 4 mörk hvor, Ingólfur 2, og Sigurður Einarsson, Pálmi og Gylfi Jóhannsson, sem litið sem ekkert hefur leikið með liðinu i vetur, eitt mark hver. —hsim. Púkinn í stuði llann hefur skemmt sér konunglega, prentvillu- púkinn.hér i opnunni eins og á öörum siöum blaösíns siöustu vikurnar. Þaö heföi ært óstööugan aö eltast viö allar þær skráveifur, sem hann hefur gert okkur. Vissulega hefur hann veriö striðalinn og er greinilega farinn aö ofmetnast af árangri sinum. Aö minnsta kosti fannst okkur fulllangt gengiö, þegar liann fræddi okkur á þvi i gær, aö efstu liðin i hand- knattleikskeppninni á Spáni siöar i mánuöinum ættu aö keppa um neöstu sætin i keppninni. En viö vonum þó, að púkaskrattinn hafi þarna skotiö yfir markiö og gengið einum of langt i frekju sinni og velviljaðir lesendur hafi greint, að auövitaö eiga neðstu liðin i riölunum fjórum að keppa um 13.-16. sæti i keppni hinna 16 þjóöa, sem leika i undankeppni Ólympiuleikanna —hsim. y ' , ' v-í. ' -. x't;: * ''Wi, Þaö hafa fá liö jafn marga stórhættulega skotmenn og Vikingur — og þrumuskot leikmanna eins og Einars Magnússonar, Páls Björgvinssonar, Magnúsar Sigurðssonar og Guöjóns Magnússonar verja ekki margir marKmenn.A myndinni sést Magnús hátt yfir vörn Tékka eftir aö hafa sent knöttinn i markið. —Ljósm.BB. Gamla heimsmeistarakempan réð ekki við fallbyssuskotin — Einar Magnússon maður kvöldsins, þegar Víkingar ógnuðu Gottwaldow — Glötuð vítaköst og opin tœkifœri Vikings riðu baggamunin Afslappaðir, létt leikandi Vikingar ógnuðu gestum sínum frá Gottwaldov í gærkvöldi svo um munaði. Það var langt liðið á leikinn, þegar Tékkunum tókst að jafna og komast yfir. Jafnvel eftir það voru Víkingar þeim stórhættulegir. Þetta var langbezti leikur Víkings i vetur og í rauninni undrast menn hvað liðið hefur enn náð að sýna lítið í deildinni af því sem það sýndi í gær. Víkingar náðu strax forystunni með 2:0. Hörkuskot frá Páli Björgvinssyni og Einari Magnússyni voru aðeins sýnishorn þess sem koma skyldi. Vik- ingar höfðu yfirburöi i sókninni allan hálfleikinn, voru 4 mörk yfir i i 12:8, en höfðu aðeins eitt mark yfir i hálf- leik, 13:12. Það var vörnin og algjört gat i markinu, sem gerði það að verkum að Tékkum tókst að hanga i Vikingunum. Rósmundur var meiddur og varð fljót- lega að yfirgefa völlinn, enda til litils gagns i sliku ástandi, en úngi mark- vörðurinn sem kom i hans staö átti i harðari glimu við eigin taugar en knöttinn og varði litið. Það var aldeilis skinandi sóknar- leikur, sem færði Vikingum mörkin, en mun slakari sóknarleikur Tékka færði þeim óeðlilega mörg mörk. 1 seinni hálfleik, jafna Tékkar á 5. minútu i 14:14, og komast yfir. Viking- ar jöfnuðu þó i 16:16 og 17:17. Tékkun- um tókst siðan að halda forystunni til leiksloka. Geysilegur spenningur varð þó undir lokin. Og i rauninni var það aðeins að kenna óheppni eða úthalds- leysi, eða hvoru tveggja aö Vikingur vann ekki leikinn. Tvö vitaköst mis- nota Vikingar á þessum tima, viti Ein- ars varið, en Páls i stöng. Guðjón brennir af i opnu og góðu færi rétt á eftir, og Rósmundur kórónar allt sam- an með misheppnuðu útkasti, sem Tékkar ná og skora úr. Þá var staðan orðin 22:19, — og samt áttu Vfkingar eftir að velgja Tékkunum undir ugg- um, enda þótt aðeins tæpar 3 min. væru eftir af leiknum. Einar skoraði fyrst og siðan Guðjón, 22:21. Rúm minúta eftir. Dómararnir bæta þá hálfri min. við vegna tafar Gottwaldo- manna, en Einar Magnússon skýtur framhjá markinu úr horninu, — og Tékkar eiga lokaorðið, boltinn er á leið i netið á siðustu sekúndu, 23:21. Þessi leikur sýndi svo ekki verður um villzt, að Vikingar eiga marga beztu skotmenn okkar. Einar Magnús- son hef ég aldrei séð svo sprækan. Þvi- likur skotkraftur! Það var likast þvi að fallbyssukúla þyti framhjá mark- vörðunum. Gamal heimsmeistara- kempan Arnost hefur liklega sjaldan au verri dag en einmitt gegn siðhærðu Vikingskempunum i gærkvöldi, — og satt að segja gat hann fátt að gert, svo stórkostleg voru skotin. Vikingsliðið er ungt lið, og örugglega framtiðarlið, svo framarlega, sem markvarzlan og varnarmálin verða löguð, og félags- andinn i lagi. Ekki fannst mér mikið til Gott- waldov koma. Ég er enn ekki búinn að gleyma liði þeirra, sem hingað kom 1961, það var mun álitlegra. Engu að siður eru þarna skemmtilegir leik- menn, og ég hef grun um að þeir lumi á einhverju betra en þvi sem við fengum að sjá ikærkvöldi. Langbezti leikmað- ur Tékkanna er Rehak, 29 ára gamall leikmaður, hann skoraði megnið af mörkunum, 11 talsins, Micalic og Moringl 3 hvor, Cavrtnic og Divoka 2 hvor, Vacucik og Poloz eitt hvor. Mun betur gekk Tékkunum eftir aö þeir hættu með flötu vörnina gegn Vikingi. Fyrir Vikinga skoruðu þessir: Einar Magnússon 9 (öll stórkostlega falleg, þar af eitt úr viti), Guðjón Magnússon 6, Magnús Sigurðsson 3, Páll Björg- vinsson 2 og Sigfús eitt. Dómarar voru Magnús Pétursson og Haukur Þorvaldsson, og dæmdu þeir leikinn með miklum ágætum. — JBP Sigrar lands- liðið Hamborg? — þýzka liðið hefur unnið beztu landslið heims og EM-meistara Gummersback tvívegis i vetur — Þetta þýzka lið, SV Hamborg, hefur mjög góð- um leikmönnum á að skipa. Það sigraði hið heimsfræga lið Gummers- back tvívegis í vetur og varð i öðru eða þriðja sæti í þýzku keppninni, sagði Sig- urður Jónsson, einn af for- ustumönnum handknatt- leiksdeildar Víkings, þegar blaðið náði tali af honum í gær. — Og það hefur einnig sigrað fjölmörg landslið og þau ekki af verri endanum siöustu árin — það rúmenska, júgósla vneska, sovézka, danska — sagði Sigurður ennfremur, en ég vona þó, að is- lenzka landsliðinu takist að sigra það i leiknum i Hafnarfirði. Vikingsmótið heldur áfram i kvöld og veröur þá leikið i Hafn- arfirði. Þar mætir islenzka lands- liðið — með alla sina leikmenn meö — þýzka liðinu Hamborg SV. A undan verður leikur milli Hauka og 2. deildarliös Armanns, sem komiö er i úrslit gegn Gróttu i 2. deild. — hsim. Þorsteinn á EM i Frakklandi! Evrópumeistaramót í frjálsum íþróttum innan- húss fer fram í Grenoble í Frakklandi dagana n. og 12. marz n.k. Stjórn Frjálsiþróttasambands tslands hefur ákveðið að senda einn keppanda, Þorstein þor- steinsson, KR, sem stundar nám i Bandarikjunum og hefur náð ágætum árangri á mótum vestra. Þorsteinn keppir bæði i 400 og 800 m. hlaupum. Þess skal getið, að ferða- kostnaður Þorsteins er sáralitið hærri, heldur en að senda mann héðan beint til Evrópu. Þvi miður getur Bjarni Stefánsson ekki farið til Grenoble vegna prófa, en hann stundar nám i menntaskólanum i Hamrahlið. Með Þorsteini fer Svavar Markússon gjaldkeri FRt. Enn setvr Art nýtt heimsmet Hollendingurinn fljúgandi — Art Schcnk — stórbætti heimsmet sitt i 3000 metra skautahlaupi I kcppni i Inzell i gær i alþjóöa- keppninni um „gullskautann”. Schenk hljóp vegalengdina á 4:08.3 min. en eldra met hans á vegalcngdinni var 4:12.6 min. sett i Davos i fyrra. Hollendingurinn hafði mikla yfirburði yfir keppinauta sina i gær og var 2.5. sekúndum á undan næsta manni — landa sinum Eddie Verheyen, sem hljóp á 4:10.7 min. og var þvi einnig langt innan við gamla heimsmetið. Þriðji i hlaupinu varð Jan Bols, Hollandi, á 4:13.5 min. Fjórði Kees Verkerk, Hollandi, á 4:14.9 min. og i fimmta sæti kom Roar Grönvold, Noregi, á 4:15.7 min. Ólympiumeistarinn i 500 m. skautahlaupi, Þjóðverjinn Erhard Keller, tapaði fyrir Svianum Hasse Börjes i 500 metrunum þarna i Inzell i gær — en mjög góður árangur náðist i hlaupinu. Hasse sigraði á 38.4 sek., en Keller varð annar á 38.5 sek og i þriðja sæti var finnski heimsmeistarinn i spretthlaupum og heimsmethafi ásamt Keller i 500 m., Leo Linkovesi á 38.6 sek. Landi hans Seppo Hænninen varð i fjórða sæti á 39.0 sek. Roar Grönvold varð i niunda sæti i keppninni á 39.3 sek., sem er langbezti timi, sem hann hefur náð á þessari vegalengd og Art Schend varð i tólfta sæti á 39.5 sekúndum. Alls hlupu 14 menn innan við 40 sek. 5 ó afrekaskró Norðurlandanna Nýlega var gefin út afrekaskrá Norðurlanda í frjálsum iþróttum, 25 beztu i hverri grein. Alls eru 5 islendingar á þessari skrá, Bjarni Stefánsson, KR, Erlendur Valdimarsson, I R, Guðmundur Hermannsson, KR, Karl Stefánsson, UMSK og Valbjörn Þor- láksson, Armanni. Bjarni Stefánsson er fremstur Islendinga. Hann er 12. i 400 m. hlaupi á 47.5 sek. og er auk þess á skránni i 200m. hlaupi eða i 20-25. sæti með 21.7. Guðmundur Hermannsson er 15. i kúluvarpinu með 18.02m.. Þá er Erlendur Valdimarsson 17. i kringlukasti með 56.54m. og Karl Stefánsson 18. i þristökki með 15.16. m. Loks er Valbjörn Þorláksson 23. i llOm. grindahlaupi með timann 14.7 sek.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.