Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 8
8 VIsir.Föstudagur 3. marz 1972. Þau beztu i umferðinni fá ævintýraferðalag Ekki amalegt að fá feröalag til Norðurlanda með Loftleiðum i sumar fyrir þaö að vera duglegur i umferðinni. En Umferðarráð heitir þvi liði 12 ára skólanema, sem fer meö sigur af hólmi i spurningakeppni skólanna, þessum verölaunum. Er þetta i annað sinn, sem landskeppni fer fram i þessari grein, Austfirð- ingar eru núverandi Islands- meistarar, unnu keppnina 1971. Keppnin er i þrem áföngum og endar með sjónvarpsþáttum, þar ráðast úrslitin i aprillok eöa maibyrjun. „Hverra manna ert þú, góði?" bannig er oft spurt á tslandi, ,,þar sem allir þekkja alla”. Ættfræði er vinsælt áhugamál fjölda manna, og starfandi er sér- stakt félag um þetta áhugamál, Ættfræðifélagið, en i siöustu viku varaðalfundurfélagsins haldinn i 1. kennslustofu Háskólans. Ind- riði Indriðason var kjörinn for- maður félagsins, Einar Bjarna- son prófessor varaformaður, Pétur Haraldsson gjald- keri, Jóh. Gunnar Ólafsson ritari og Bjarni Vilhjálmsson meðstjórnandi. Að visu hefur starfsemin legið niðri um skeið, en nú er ætlunin að halda áfram útgáfu á Manntali frá 1816, en fjögur hefti eru komin út, 1947, 1951, 1953 og 1959. Eftir er að gefa út sem svarar tveim heftum, um Vestfirði og Norðurland. Félagið stendur öllum áhuga- mönnum opið og mönnum bent á að hafa samband við stjórn félagsins, ef áhugi er fyrir hendi. Nýir háskólaborg- arar á vinnumarkaðinn Stöðugt bætást við sprenglærðir menn og konur á vinnu- markaðnum. Þannig útskrifaði Iláskóli tslands i lok haustmiss- eris i febrúarmánuði 27 stúdenta i niu greinum. Flestir útskrifuðust úr viðskiptadeild,9 talsins, en 8 úr BA-deild, úr öðrum greinum einn til tveir. Tengsl »—► við bræðurna ..... Tengslin við bræðraþjóöirnar á Norðurlöndum eru sifellt brýnd fyrir almenningi á Islandi, enda þótt stundum furði menn sig á þvi, hvað sambandsleysið er al- gjört. En hvaö um þaö, i Vatns- mýrinni i Reykjavik er stofnun, sem sannarlega eykur samskipt- in viö hin Norðurlöndin, Norræna húsið, sem við sjáum á þessari ágætu mynd Mats Wibe Lund. Maíveður i nyrztu byggð landsins 1 þorralok og góubyrjun hafa Grimseyingar venjulega haft sannkallað vetrarveður, — en þeirhafa i ár notið einstakra hlý- viðra eins og landsmenn aðrir. Þar er sannkallað maiveður segja þeir þar nyrðra og eru aö vonum kátir, enda þótt betri gætu gæftirnar verið. island ekki með 1 miklu fimm binda alfræði- safni, sem spönsk stjórnvöld hafa sent blaðinu, rekumst við á, að Islandi eru ekki gerö skil þar, enda þótt mörg smáriki fljóti þar með I upplýsingaflóðinu. Eru Spánverjar búnir að gleyma, hvaðan bezti saltfiskurinn kemur? Og hafa þeir ekki heyrt getið um alla Mallorka-íslend- ingana? En hvaö' um það, glæsi- legt verk og viöamikið, hátt i 5 þúsund blaösiöur fullar af fróð- leik um Spán og þau lönd, sem Spánverjar hafa mest samskipti við. 26 í félagi byggingafræðinga Fyrir fjórum árum stofnuðu ungir menn, brautskráðir úr dönskum byggingafræðiskólum, með sér félag, Byggingafræð- ingafélag Islands. Siðar það ár var starfsheitið lögverndað. I dag eru félagar 26 talsins. Formaður félagsins er Sigurbjartur Jóhannesson, varaform. Þór- hallur Aðalsteinsson, ritari Magnús Ingi Ingvarsson, gjald- keri er Asmundur Jóhannsson, en Leifur Gislason meðstjórnandi. Til vara i stjórn: Baldvin Einars- son og Jóhannes Ingibjarts son. I i I I I ■I r Avana og fíkniefni og þjóðfélagsvandamál sem skapast af neyzlu þeirra verða rædd á almennum fræðslufundi. REYKJAVÍKURDEILD RAUÐA KROSS ÍSLANDS Fundurinn verður haldinn laugar- daginn 4. marz kl. 14.00 i Domus Medica við Egils- götu. Frummælendur verða: Ezra Pétursson, geðlæknir frá New York Dr. Jón Sigurðs son, borgarlæknir Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Ásgeir Friðjóns son, aðalfulltrúi lögreglustjóra Að inngangserind- um loknum verða umræður og fyrir- spurnir. Allir áhugamenn um þessi mál eru velkomnir á fundinn. Skuggabaldur bað er greinilegt, að fréttir Visis á liðnu ári hafa margar vakið athygli. I nýútkomnum Skuggabaldri er oft og iðulega vitnað til frétta i blaðinu og þeim gerð skil á gamansaman hátt. Þeir Halldór Pétursson teiknari og Orn Snorrason kennari semja Skuggabaldur nú öðru sinni, en i ritinu er stiklað á atburðum liðins árs. Þessi mynd er gerð i tilefni fréttar i april i fyrra, þegar minkur einn hleypti upp messu hjá presti norður á Sauðanesi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.