Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 03.03.1972, Blaðsíða 5
Vísir. Föstudagur :t. marz 1972. 5 | MORGUN ÚTL.ÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND V MORGUN ÚTLÖND IRA gerir vopnahlé í Derry HEsl Látið að kröfunum um hlutfallskosningar? — Pyntingar stóðvaðar — bein brezk stjórn? Róttækasti hluti IRA hreyfingarinnar lýsti í morgun yfir fjögurra daga vopnahléi i Londonderry. i tilkynningum, sem voru festar upp á veggi og Ijósa- staura i hverfinu Bogside í Londonderry, þar sem ólgan hefur veriö mest, var skýrt frá þvi, að engin ofbeldisverk yrðu framin eða uppþot gerð þar til 6. marz. Þetta var sagt gert samkvæmt fyrirskipunum átjórnenda hreyfingarinnar i Londonderry. Engin skýring var gefin á þessari ákvörðun. Fréttamenn töldu þó, að þetta væri i tengslum við orðróm um, að brezka stjórnin mundi taka mikilvægar ákvarðanir um málefni Norður- írlandsí næstu viku, Rikisstjórnin er sögð ihuga, hvort breyta skuli kosningafyrir- komulagi i Norður-írlandi og taka upp hlutfallskosningar, en með þvi fengju kaþólskir menn til- tölulega fleiri þingmenn en til þessa. Verði þetta gert, hefði brezka stjórnin orðið við einum mikil- vægustu kröfum kaþólskra.. Atómhjarta - nýjasta nýtt í hjartaflutningi Heilbrigðismálastofn- unin bandariska segisthafa náð góðum árangri með gervi- hjarta, knúð kjarn- orku. Segjast for- svarsmenn stofnunar- innar hafa gert tilraunir með hjartað á kálfum, og hafi niðurstaða orðið svo jákvæð, að nú verði það notað i baráttunni við hjartaæða- sjúkdóma. Tilraunir hafi verið gerðar á kálfi 14. febrúar, og siðan á 75 þeirra. Dr. Theodore Cooper stjórn- andi stofnunarinnar, segir, að árangurinn skapi nýja möguleika á rannsókn liffræðilegra vandamála, sem upp koma i sambandi viö hjartaflutning. Eftir tvö eða þrjú ár kunni að verða breyting á allri aðstöðu til að gera fullkomin gervihjörtu. Gervihjarta er gert úr styrktu plasti með svei€jan_ legum hjartahólfum. Hjartað á að festa við enda aðalslagæðar, eftir að búið er að fjarlægja gamla hjartað úr manninum. Talið er, að hugsanlega komi 10 til 100 þúsind manna i Bandarikjunum til greina á ári við hjartaflutning, ef aðstæöa væri til þess. I þessum tilvikum gæti annað hvort orðið um að ræða gervi- hjarta i staðinn eða venju- legan hjartaflutning, eins og hann hefur verið fram- kvæmdur. LOKSINS KOMST PIONEER AF STAÐ Pioneer 10, sem á að fara i tveggja ára ferð til reikistjörn- unnar Júpiters og halda siðan áfram út i hinn óþekkta heim utan sólkerfis okkar, komst loksins af stað i nótt. . Geimfarinu var skotið frá Kennedyhöfða. öflugur stormur i efri lögum gufuhvolfsins hafði neytt bandarisku geimvisinda- stofnunina, NASA, til að fresta skotinu þrisvar i þessari viku. Upphaflega átti að senda farið af stað á mánudaginn. Peineer 10 hefur með sér gull- skjal áritað kveðjum með vis- indalegum táknum og teikningu af nakinni konu og nöktum karli. Meiningin með þessu er að geta gefið skyni bornum verum i öðr- um sólkerfum hugmynd um útlit sendenda þess arna, ef þeir kom- ist yfir plaggið einhverntima i framtiðinni. Farið á að fara fram hjá Júpi- ter i 140 þúsund kilómetra fjar- lægð og senda upplýsingar um reikistjörnuna til jarðar. Geimvisindamenn vona, að'far- ið muni senda mikilvægar upp- lýsingar um himingeiminn i næstu fimm ár. Júpiter er fjarlæg risastór reikistjarna . Hún hefur tólf tung! og þar sést dularfullur rauður blettur. Hún er umlukt banvæn- um geimgeislum, segja visinda- menn, en engu siður er ein helzta spurningin, sem nú á að svara, hvort þar kunni að vera lif með einhverjum hætti. HANDTAKA SKAL CASSÍUS CLAY Dómstóll i Chicago hefur gefið út handtökuskipun á hendur Cassiusi Clay, fvrrverandi heimsmeistara i hnefaleikum. Þetta er til komið af þvi, að Cassius Clay hefur ekki lagt inn á bankareikning i Chicago þær 44 þúsund dollara, eða tæpar ijórar milljónir islenzkra krona, sem honum var gert að leggja fram til handa konu sinni, sem hann er skilinn við. Formlega er handtökuskipunin gefin út, vegna þess að Claymætti ekki fyrir rétti, eins og honum hafði :verið sagt að gera. Cassius Clay. eða Múhameð Ali, sem hann nú nefmr sig, skildi viö fyrri konu sina, Sonju, árið' 1966. Hann býr nú i New Jersey-. fylki með annarri konu sini. Handtökuskipunin hefur ekki gildi utan Illinoisfylkis, þar sem Chicagoborg er. Brezka stjórnin fyrirskipaði einnig i gær, að ekki skuli lengur beita sumum þeim aðferðum, sem notaðar hafa verið til þessa gegn mönnum, sem eru grunaðir um ofbeldisverk. Margir sem setið hafa i fangelsum Norður-lrlands, segja, að þar hafi þeir sætt pyntingum. Brezka stjórnin hefur ekki viður- kennt þetta nema aö litlu leyti og sagt, að um einstök tilvik hafi verið að ræða og pyntingar aldrei verið meiriháttar. Brezka stjórnin hyggst setja Norður-írland undir beina stjórn sina. Fréttamaður blaðsins Daily MailiWalter Terry,fullyrðir þetta i grein. Lengi hefur verið um það rætt, að Bretar mundu svipta stjórn Norður-lrlands völdum og telja, að málin mundu standa betur, ef Norður-trland heyrði beint undir brezku stjórnina. I Norður-írlandi stjórna mót- mælendatrúarmenn, enda eru þeir meirihluti ibúanna. N- trland hefur sjálfsstjórn i ýmsum málum, og brezka stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir að láta stjórn N-lrlands fara sinu fram óhindrað. Blaðamaðurinn Terry er talinn þekkja vel innviði stjórnmála i London og hefur hann oft reynzt sannspár um mál. Opinberir aðilar segja hins vegar, að fullyrðingar hans séu úr lausu lofti gripnar. Þó verði allir möguleikar kannaðir gaumgæfi- lega, þar sem mál N-trlands séu komin i mikið óefni. Leiðtogi þingmannanefndar frá N-lrlandi. sem hefur átt viðræður við br<zka þingmenn, segir að^ sérhvert pólitískt frumkvæði muni gera illt verra, ef það gangi ekki nógu langt. Norðurirskir þingmenn ræddu meðal annars við Harold Wilson leiötoga brezku stjórnarandstöð unnar. Þeir svöruðu siðan spurningum brezkra þingmanna úr öllum flokkum. Fyrri tilraunir til að koma á slikum viðræðum höfðu strandað, fyrst vegna atburðanna i London- derry , þar sem þrettán borgarar féllu og siðar vegna ikveikjunnar i brezka sendiráðinu i Dublin. Nixon fyrirskipar aftur hernaðaraðstoð til Grikkja Nixon Bandarikjaforseti hefur mælt svo fyrir, aö aftur skuli veitt hernaðar- aðstoö til herforingja- stjórnarinnar i Grikklandi. öldungadeild þingsins stöðvaði þessa aðstoð fyrir mánuði. 1 samþykkt þingsins var þó ákvæði, þar sem Nixon var veitt heimild til að afnema bannið, ef hann teldi það nauðsynlegt vegna „öryggis Bandarikjanna”. Nixon hefur nú notfært sér þetta ákvæði. öldungadeildin hefur þó sam- þykkt, að öll hernaðaraðstoð við Grikkland megi ekki verða meiri en hún var á árunum 1970—71. Verður aðstoðin þvi væntanlega um 72 milljónir dollara (um 6,4 milljarðar islenzkra króna), en þetta er töluvert minna en þær 118 milljónir dollara, sem Banda- rikjastjórn hefur óskað eftir, að hún verði á núverandi fjárhagsári (um 10,4 milljarðar islenzkra króna). Fyrirmælin um að hefja aftur aðstoð við Grikkland er i formi nótu, sem forsetinn skildi eftir hjá William Rogers utanrikisráð- herra, þegar Nixon fór af stað til Kina. Nú fyrst hefur verið frá þessu greint. Berandi alit það, sem þeir eiga eftir, hvita kaninu og exi, halda þessir tveir drengir áleiðis til frænda sins. Þeir misstu móður sina og átta ára systur i flóðunum i heimaþorpi sinu, Stowe i Vestur—Virginiu i Bahrikj. Drengirnir eru Clarence Davis, 10 ára, og Aivis bróðir hans, 12 ára. Stowe var eitt af fimm námu- þorpum, sem fióðin gjöreyðilögðu. Manntjón i ílóðunum er ekki talið undir 80.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.