Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Blaðsíða 2
LÉSfcÓK MOÉGtTtfkLABSfNS 250 20 ára sunðkennaraafmæli 1 þessum mán. cru liðin 20 sumur síðan ungfrú Ingibjörg Brands byrjaði að kenna konum sund hjer og eru það Inerkileg tímamót í sögu íslenskra íþrótta. Ingibjörg Brands. Fyrir 20 árum var hugsunarhátt- ur almennings allur annar en nú er. Þá var íþróttum lít.ið' sint og sund kunni aðeins einstaka maður, og fæstum datt í hug að láta krakka sína læra sund, síst stúlku- börn. Eftir hugsunarhættinum þá gátu krakkarnir lært eitt iivað annað þarfara en að vera að busla í vatni og læra að íleyta sjer. Hjer v^' þá líka tæplega hægt að læra sund, bæði vegna þess að kennara vantaði víðast livar og eins sundlaugar. Það sýndi því dirfsku og áræði, meira en í meðal- lagi, hjá ungfrú Ingibjörgu Brands, er iiún rjeðst til þess að fara utau og læra sund, með það fyrir aug- um, að kenna það aftur hjer á landi. Hún sigldi til Danmerkur og stundaði sundnám á „Statens Kursus“ í tvö ár. Var kennari héunar frú Raben, sem þá var ein- hver duglegasta sundkona í Dan- mörku. Árið 1903 kom ungfrú Ingibjörg hingað til Rvíkur, að afloknu leik- fimi og sundnámi. Ætlaði hún þá að byrja sundkenslu fyrir ungar stúlkur, en það var hægra sagt en gert. Sundlaugarnar voru þá bara forarpollur — gróf, sem vatni var véitt í úr þvottalaugunum eftir opnum læk, og var vatnið mis- jafnlega hreint og þrifalegt eftir því hve rnargar kerlingar eða Fransarar voru að þvo í laugunum. Páll Erlingsson hafði þá verið sundkennari hjer um 15 ára skeið og fjekk Ingibjörg hann og fleiri góða menn; í lið með sjer um það að fá hæjarstjórn Reykjavíkur til þess að gera nýja sundlaug fyrir bæjarbúa. Þetta var þó ekkert áhlaupaverk, en samt tókst það eftir 5 ár. Þá var Knud Zimsen, núverandi borgarstjóri, nýlega kominn hingað og hafði tekið aó sjer, fyrir bæjarins hönd að gera mannvirkin í þvottalaugunum, og tókst hann á hendur að sjá um byggingu sundlaugarinnar og mun hafa verið mikill hvatamaður þess, að húu væri ger. Var það árið 1908 að sundlaugin var talin fullger, steypt og asfalteruð, með girðingu umhverfis og klefum fyrir sund- nemendur, og jafnvel stökkpalli. Var þá vatnið leitt í trjepípu ofa'n frá þvottalaugunum niður í sund- laug og liafður útbúnaður til að sía það, svo að menn þyrfti ekki að baða sig í þvottaskólpi. Síðar, þegar vatnsveitan kom, var lögð vatnsæð til sundlauganna frá Gvendarbrunnum, teknar upp trje- pípurnar, sem heita vatninu var áður veitt um niður í sundlaug og settar járnpípur í staðinn. — Þótti þetta mikil framför frá því sem áður var, og mátti nú tempra hitann í sundlauginni eftir vild. Hinn 14. maí 1908 lióf Ingi- björg Brands sundkenslu í hinm nýju sundlaug og liefir síðan kent árlega í þrjá máuuði á hverju sumri. Þátttakan var ekki mikil fyrst. Nemendur voru aðeins 30 fyrsla sumarið. Meðal þeirra var frú Guðrún Indriðadóttir og b 'fir hún iðkað sund í lauginni öll þessi ár og nú síðustu árin komið þangað með börn sín með sjer td. j)ess að þau lærðu sund. Ýmsar fleiri kon- ur, sem byrjuðu að læra sund hjá ungfrú Ingibjörgu, hafa líka kom- ið nú seinustd sumrin með börn sín jmngað inneftir til að kenna þeim sund og gefa þeim gott for- dæmi með ])ví að synda sjálfar með þeim. Þetta liefir ýtt mikið undir áhuga á sundi liin seinni árin, og eiga jjær konur, sem sýnt hafa jjennan dugnað, miklar þakkir skilið. Eiga þær sinn þátt í því hvað sundíj>róttinni, íþrótt íþrótt- anna, liefir farið mikið fram hjer á landi að undanförnu. Eins og áður eú sagt, voru nem- endur Ingibjargar um 30 fyrsta árið. Voru ]>eir frá 10—20 ára að aldri. I ár hafa nemendur hennar verið um 160, frá 5—50 ára aldurs. Þessar tölur tala um það, live mjög sundíþróttinni og áhuga fyrir henni hefir fleygt fram meðal kven])jóðarinnar síðan Ingibjörg hóf kenslu hjer. Til frekari skýr- ingar um afrek hennar í þágu þessarar góðu og hollu íþróttar, má geta þess, að á þessum tuttugu árum, sem hún hefir haft sund- kenslu á hendi, hefir hún kent 11 —1200 stúlkum að synda. Það er hrein ánægja að því að Nokkrir nemendur Ingibjargar í sundlauginni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.