Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Blaðsíða 4
252 LESBÓK MOBGUNBLAÐSmS sundhöll, lijor í bænum sjálfum. Þegar hún er komin upp mun sundíþróttinni áreiðanlega fleygja svo fram, að öllum börnum hjer í bæ verði kent að JStnda og það talið jafn sjálfsagt eins og að kenna þeim að stafa — jafnvel talið sjálfsagt að þau sje synd áður en þau eru orðin læs. Og þegar svo er komið, verðtir með þakklæti og hlýjum hug'a minst þeirra, sem verið háfa braut ryðjendur sundíþróttarinnar hjer, og þá eigi síst ungfrú Tngibjargar Brands. Baruið. . Bók handa móðurinni, eftir Davíð Scb. Thorsteinsson. Það gladdi mig afarmikið, þeg- ar jeg las það í blöðunum að heim- an, að komin væri út bók um með- ferð ungbarna, en sjaldan hefi jeg orðið fyrir jafnmiklum vonbrigð- um og þ€gar jeg las hana. Híin er í öllum aðalatriðum svo skökk, að hættulegt er að fara*eftir henni og finst mjer það skylda mín að vara við henni. Það er sorglegt^ að lesá hvað eftir annað í blöðun- um meðmæli með þessari bók og að enginn hreyfir neinum mót- mælum. Til að leiðrjetta alt sem skakt er í bókinni, mundi þurfa að skrifa langt mál um það, en mig langar hjer til að benda á ]iað helsta og mikilvægasta. Alt of mikið er gert að ]>ví, að visa til ljósmæðra og yfirleit.t er gert ofmilcið úr kunnáttu ljós- mæðra um meðferð ungbarna. — Hjer í Þýskalandi, þar sem ljós- mæður hafa miklu betri skilyrði til að fá góða mentun og fá hana líka, gera sjerfræðingar heldur lítið úr ráðleggingum Jjeirra. Aft- ur á móti er oflítið gert af því í bókinni að vísa til læknis, þegar börnin veikjast, t. d. fá niður- gang eða krampa, þá er aðeins laus lega minst á, að rjettara væri að sækja lækni, þegar það ef til vill er orðið ofseint, þar sem í öðrum (þýskum) bókum er sagt frá livað móðirin getur gert þangað til' að hægt er að ná í lækni. Á bls. 33 í kaflanum um melt- ingarkvilla stendur, að gefa skuli barni, sem hefir niðurgang heila barnaskeið af laxerolíu einu sinni og skola svo innan endaþarminp. Br það í raun og veru alvara höf- undarins að gefa barni, hversu ungt, sem það er og hverrar teg- úndar sem niðurgangurinn er, heila barnaskeið af laxerolíu? Það er læknisins að iTrskurða um það í hvert skifti. ’Niðurgangurinn hag- ar sjer svo margvíslega, að ó- mögulegt er að setja eina reglu fyrir hvernig fara skuli með hann. Sje um ungbarn að ræða (1 árs eða eldra) er hættulaust að gefa því laxerolíu, en ekki 1 barna- skeið, heldur 2 sinnum 1 teskeið með tveggja tíma millibili og auð- vitað að láta barnið svelta, en ekki þyrsta á meðan. Hrædd er jeg um, að margt barnið muni ekki vilja drekka eintómt soðið vatn. Þunt te er bragðbetra, sjerstaklega sje það sætt með saecharini (1 plata á 200 grömm). Saccharin sætir, en hefir engin áhrif á hægðirnar og má vel sleppa því, ef barnið dreklc ur teið án þess. — Hvergi hefi jeg sjeð eða heyrt minst á skolun á endaþarminum, þegar barnið hefir niðurgang. Próf. Langstein minn- ist á skolun endaþarmsins, ef barnið hefir tregar hægðir, en bannar samt móðurinni að gera það upp á eigin spýtur, án þess að spvrja lækni ráða. (Ernáhr u. Pflege d. Sáugl. Pescatore-Lang- stein bls, 62). Þegar búið er að skola enda- þarminn svo oft, að vatnið kemur tæi’t aftur frá banjinu, ráðleggur höf. að gefa bygggrjónasevði þang að til hægðirnar sjeu orðnar eðli- legar. Það þarf víst varla að +aka það fram, að í bygggrjónaseyði eða hafraseyði er engin næring, það er því sama og að sagt væri að svelta barnið. — Yeit höf. ekki hversiA lengi levfilegt er að svelta hvítvoðung? Það má, og er oft nauðsynlegt, að svelta hvítvoðung 1 dag (ef hann fær nóg vatn eða te að drekka), en það er hættu- legt að svelta hann lengur, sjer- stak-lega sje hann ungur og ef til vill veikburða fyrir. Sje niður- gangurinn ekki mjög slæmur n.æg- ir oft að sleppa sykrinum úr nær- ingunni, en nægi það ekki, getur móðirin gefið barninu soðið vatn eða te, þangað til hún nær í lækni, sem segir fyrir hvað gefa skuli, en það verður að vera hægt innán 24-kl.tíma. Er höfundinum ekki kunnugt um neina næringu, sem liægt er að gefa hvítvoðung, hversu ungur eða veikburða sem hanu er, til að stöðva niðurganginn, og hdfir eitthvert næringargildi ? Næring, sem er auðug af eggjahvítuefni ‘orsakar harðar hægðir og er því um að gera að gefa börnum með niðurgang slíka næringu, t. d. eggjahvítumjólk (Eiweissmilc’h nach Finkelstein und Meyer), sem hver móðir getur búið sjer til sjálf, en auk þess er hægt að fá hana niðursoðna í dósúm* í livaða f lyfjabúð sem er hjer í Þvskalandi. Hvernig það er heima, veit jeg ekki. Auk þess Larosan mjólk, sem lí]«i er auðug af eggjahvítuefni. Larosan er duft, sem sömuleiðis er hægt að fá í öllum lyfjabíiðum hjer. Þá er Plasmon, sem aðallega er notað handa brjóstabörnum. Þessar 3 teg. eru líka oft gefnar börnum, sem dafna illa, án þess að uni veikindi sje að ræða. Við höfum líka heima ágæta íslenska næringu sem meðal gegn niður- gangi, og það er skyr. Skyrið inni- heldur eggjalivítuefnið úr mjólk- inni, en sykurinn er í mvsunni. — Það er því meðal, sem hægt er að fá alstaðar á íslandi, en varla hægt að gefa nema börnum. sem farin eru að borða (missirisgö(nl- um)! Skyrið verður auðyitað áð vera gott og er best að hræra það nokkrum sinnum gegiium fínt sigti og hræra það út með soðinni hálf- volgri mjólk, svo að það verði ekki of kalt fyrir barnið, en auð- vitað sykurlaust og ekki ofmikið. Ef illa gengur að fá barnið til að borða skvrið ósætt, má leysa upj^ 1/2—1 plötu af saccharini í mjólk- * Jeg þykist vita, að einhver muni nú segja, að niðursoðinn mat eða mjólk eigi ekki að gefa börn- um, af því bætiefnin sjeu þar dauð. Þetta er rjett, enda má ekki gefa niðursoðna eggjahvítumjólk leng- ur í einu en nokkrar vikur, enda mun ekki þurfa þess með svo lengi. Oft er Larosan mjólk gefin á eftir eggjahvítumjólk áður en byrjað er aftur á venjulegri blöndu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.