Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Side 3
LESBÓK M0BGUNBLAD8INS 251 koma inn í laugar og líta yfir hópinn hjá Ingibjörgu. Sjerstak- lega er gaman að því að sjá litlu telpurnar fara upp á pallinn og hlaupa þaðan í laugina. Mátti og sjá það úti í Örfirisey um daginn, þegar sundsýningarnar voru þar, hvað hinar ungu telpur hjer í bænum skara langt frarn úr jafri- öldrum sínum fyrir 20 árum. Þessi framför er Ingibjörgu að þakka, Það er leiðinlegt, að núna á 20 ara afmælinu, þegar Ingibjörg get- ur litið yfir vel unnið starf og mikla framför, þá skuli standa svo illa á, að hún verður að liggja í rúminu. Varð hún fyrir því ó- happi um daginn að hrasa í s! iga og fótbrotna. Ingibjörg segir, að fyrstu árin sem hún var sundkennari, haf; mæður verið hræddar við það að senda böj-n sín inn í laugar og haldið að þau mundu fara sjer að voða. Var það meðfram vegna' þess, hvað þátttakan var lítil fvrstu árin. Nú er orðin gagnger breyting á þessu, því að nú kom i mæðurnar dags daglega með börn sín í laugar, eins og áður er sagt. Meðal bestu eldri nemenda sinna nefnir ungfrú Ingibjörg þær frú Lillu Möller — sem nú er sund- kennari í forföllum hennar — frú Ásu Kjartansson, frú Helgu Sæt- ersmoen, Halldóru, dóttur Magn- íisar Magnússonar framkvæmda- stjóra, Ingibjörgu Einarsdóttir, próf. Arnórssonar, og frú Þórunni Thostrup, sem líka sigldi og tók sama sundkennarapróf ytra og Ingibjörg. Þessar hafa allar að- stoðað hana við kensluna og er þeirra því sjerstaklega getið. Af mörgum hinna yngri n in- enda sinn^ yæntir Ingibjörg mik- ils — „og vona jeg“ segir hún, „að mjer endist aldur til þess, að sjá þær koma með barnahópinn sinn tilvonandi til sundhallarinnar, sem sjálfsagt kemst upp lijer á næstu árum.“ Sú útlend kona, sem mestan á- huga hefir sýnt. um sund hjer, er sendiherrafrú BöggiId.Pór hún inn í laugar hvenær sem gott veður gafst, og synti þar. Elsta k’.ian, sem svnt. hefir í lauginni var á sjötugí'aldri. Það var frú Borg n, tengdamóðir Valgeirs Björassonar verkfræðings. Hún hefir farið um- hverfis hnöttinn og sjeð marga sundstaði og sundskála, en henni líkaði sundlaugin hjer þó svo vel, að hún kom oft þangað til að synda. Fyrst.u árin, sem Ingibjörg kendi hjer, byrjaði hún kenslu kl. 6 að morgni fyrir stúlkur úr U. M. P. Tðunni, en kl. 8 komu börnin. — Voru þá ekki bílarnir til þess að flytja þau og lít.ið nm reiðhjól líka. Urðu því flestar að ganga báðar leiðir. En nú er þetta breytt. t sumar hefir B. S. B. liaf- ið fastar bílferðir inn í laug- ar, og verður þeim eflaust haldið áfram á næstu árum. En flestir fara þó á hjólum, og er oft. svo mikið af reiðhjólum inni við sund- laugargirðinguna, að varla verður Jiverfótað fvrir þeim. f vor var bygt sólbaðsskýli í sambandi við sundlaugina. Er það rúmgott og hólfað snndur í tvent, annar helmingurinn fyrir karla, hinn fyrir konur. Segist Tngibjörg ekki geta lýst. því hvað hún sja hrifin af þessari framför. Nú geta sundnemendur bakað sig í sólar- Ijósinu á eftir baðinu og er það talið svo holt, að mörg veikluð börn hafa eftir læknisráði verið send inn í laugar í sumar til þess að fá sjer vatnsbað og sólbað. Það má líka sjá það á hinum litlu sund- nemendum Ingibjargar, að þeir kunna að meta sólbiiðin, því að margir þeirra eru nú gullinbrúnir á hörund um allan kroppinn, líkt og Snðurhafseyjabúar. Þrátt fyrir allar þær umbætur sem gerðar hafa verið á snndlaug- inni, er hún nú orðin altof lítil, og er fyrirsjáanlegt, að nauðsvn krefst þess mjög bráðlega, að gerð ný snndlaug og stærri, eða þá Minstu nemendurnir í sundlauginni. Þegar myndin var tekin var óvenjulega fátt í lauginni vegna þess, að fjöldi barnanna er nú farimi í sveit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.