Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Blaðsíða 5
LE8BÓK MORGUNBLAÐSINS 253 inni, sem skyrið er hrært iit með. 1 lok þessarar greinar um melt- ingarkvilla, stendur, að ef niður- gangurinn verði svo illkynjaður, að blóð gengur niður af barninu, er rjett að leita læknis og eins ef niðurgangurinn helst marga daga . Þessi setning hefði átt að standa í upphafi og ekki „er rjett“ heldur er sjálfsagt að sækja lækni, sem fyrst. Ef móðirin fer eftir þessari bók og reynir sjálf að lækna nið- urganginn og sveltir barnið, þótt ekki sje nema í nokkra daga, áð- ur en hún sækir lækni, þá getur það verið orðið of seint, svo að læknirinn geti lítið gert, sjerstak- lega ef barnið er ungt. Þegar jeg hlaða lengra í bók- inni, sje jeg að höf. kemur með kenningu, alveg gagnstæða þessu, sem jeg hefi sagt hjer að ofan. Ofarlega á bls. 38 er talað um meltingarvökvann að hann sje svip- aður hjá ungbarninu og hjá full- orðnum „en náttúrfega minni að vöxtum og styrkleika, og það svo, að hann ræður ekki við eggja- hvítu nje fitu, getur ekki leyst það upp.“ — Hvaða efni úr mjólk- inni tekur barnið til að byggja upp líkama sinn, ef eggjahvítu- efnið gengur ómelt niður af barn- inu! Það er þá hreinasta vitleysa, sem allir sjerfræðingar í barna- sjúkdómum hjer í Þýskalandi gera, að gefa börnum, sem dafna illa eggjahvítuauðuga mjólk t. d. eggjahvítumjólkina fj'rnefndu og tilbúnar áfir. Eggjahvítu mjólkin er jafnvel gefin börnum, sem fædd e'ru fyrir tímann og er mesta furða að þau börn skuli dafna vel, eftir }>essari kenningu höf. Áfir eru fá- tækar að fitu en auðugar að eggja- hvítuefni og eru mjög mikið gefn- ar, börnum með útbrotum (exuda- tive diethese), sem ekki er hægt að lækna nema með fæðu, sem fá- tæk er að fitu. Þær eru auk þess oft gefnar heilbrigðum börnum, af því hve vel þau dafna við þær. Þessar tilbúnu áfir innihalda sömu efni (eggjahvítuefni, sykur og sölt) og venjulegar áfir, sem ekki eru notaðar áf því ekki er altaf hægt að vita hvort farið sje þrifa- lega með þær. Fituna, sem vantar * Allar leturbr. gerðar af mjer. S. Þ, í áfirnar, verður auðvitað að bæta upp með mjöli og sykri. Það j^rði lijer of langt mál að fara út í það hvernig þær eru búnar til. í kaflanum um krampakiist stendur (bls. 35) eftir að lýst hefir verið einu krampakasti. „Svona krampaköst eru kölluð væg, og eru það í sjálfu sjer.“ Krampa- köst á ungbörnum eru altof alvar- leg til að geta kallast væg. sjer- staklega þessi tegund, sem hjer cr talað um (Stímmritzenkrampf — Tetanie) og er sjálfsagt að sækja lækni tafarlaust, svo hægt sje að koma í veg fyrir fleiri köst, þ’í oft kemur það fyrir að barnið deyr í kastinu. — Til samanburð- ar tilfæri jeg lijer, það sem. stend- ur um þessa teg. krampa í bók þeirri, sein höfð er til kensln i meðferð ungbarna hjer í Þýska- landi*: „Köstin eru mjög alvarleg af því snöggur dauði kemur oftar fyrir í þeim, en í öðrum krampa- köstum. — Það verður að vinna gegn hvítvoðungskrampa af allri getu, ekki aðeins af því að líf' barnsins er hætta búin, heldur af því að heilinn getur búið að r.ví alla æfi. Börn, sem hafa haft krampa í æsku, halda oft ekki fullum sálarkröftum.“ Þá kemur kaflinn um næring- una og er það mikilverðasta at- riðið í allri meðferð ungbarna, en ^viðkvæmasta atriðið í þessari bók. — Eins og jeg-gat um að ofan, heldur höf. því fram, að eggja- hvítuefni og fita gangi óinelt n;ð- ur af börnunum. — Á söniu bls. (38) segir höf. að hjerumbil 40r/ af eggjahvítufæðunni og 12% af fitu fari til vaxtaraukningar. — Hvernig á að skilja það? Hvernig geta 40% af eggjahv. efni og 12r/, af fitu farið til vaxtaraukningar, þegar þessi efni ganga ómelt nið- ur af barninu? Alt það, sem sagt er um brjósta- mjólkina er ágætt, nema niðurro'i- un máltíða. Þar eru svo miklar mótsagnir að fram iir hófi kevrir. Á bls. 52 er ágæt teikning af hvítvoðungsmaga, hvernig hann smátæmist og er ekki alveg tómur fyr en á fjórða tíma eftir hverja * St. Engel: Grundriss der Sáuglings — und Kleinkioder- kunde 12. útg. 1922, bls. 143. máltíð. Auk þess er mynd af úri, sem sýnir, hvenær barnið á að drekka, nefnilega kl. 6 á morgn- ana, kl. 10 f. h., kl. 2 e. h., kl. 6 e. h. og kl. 10 á kvöldin (5 inál- tíðir) og að frá kl. 10 á kvöldin til kl. 6 á morgnana eigi að vera alger hvíld fyrir barnið og móð- urina. Auk þess brýnir höf. fyrir mæðrunum að gefa ekki of oft eða ofmikið að drekka. — Þetta er nú alt saman ágætt, en þá kemur Jietta — neðst á bls. 52: „Það er hæfilegt að barn fái að sjúga 8 sinnum á sólarhring með 2Ví stundar millibili f.vrstu vikuna.“ Þegar ]>að er V% mán., á það að fá 7 máltíðir; fram að því má smá- lengja tímanti milli máltíðanna og ]>egar barnið er missirisgamalt á það fyrst að drekka ineð fjögra stunda millibili 5 sinnum á dag. Það er óneitanlega alveg nýtt að barnsmaginn tæmist fljótar fyrsta missirið, heldur en seinna. Mynd- irnar, sem jeg gat um, eiga þá að eins við börn eldri en missiris- gömul ? Þegar barnið drekkur með 2þ(j stundar millibili, tæmist mag- inn aldrei og fær aldrei livíld — nema á nóttunni, ]iá er hvíldin 5 tímar. Barnið er aldrei svangt. Afleiðingin verður að það tæmir brjóstið aldrei algerlega og konan geldist. Sje um pelabarn að ræða, er hættan meiri á að þessar tíðu máltíðir orsaki truflun á melting- unni, svo að barnið bíði ])ess aldrei bætur. Móðirin, sem er einniitt fyrstii vikurnar hvíldarþurfi, á eklci að fá að sofa rólega á nóttunni fyr en barnið er orðið 2 mán. Þá á alt í einu að sleppa næturmáltíð- inni, en þá er jeg hrædd um að barnið leyfi það ekki, þegar búið er að venja ]>að á að drekka á nóttunni. Það mun altaf vakna á þeim tíma, sem það er vant að drekka og kostar það þá inikið vilja])rek og margar vökunætur að venja barnið af því og er hætt við að móðirin láti heldur undan og gefi því eins og ]>að er vant að fá, heldur en að lieyra það orga kannske tímunum saman. Það er heldur alls ekki nauðsynlegt, að koma barninu upp á ])ennan ó- vana. Heilbrigt barn á að fá 5 máltíðir á dag með 4 stunda milli- bili og enga á nóttunni frá bvrjun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.