Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 1
jörnstjerne Björnscm 1832-1910 Eftir canö. jur. Torkel lörgensson Löulanð konsul. Björnstjerne Björnson var fæckl- ur þann 8. desember 1832. Eru því nú liðiu 95 ár frá fæðingu hans. Hann var fæddur í Kvikne í Aust- urdal. 75 ár eru síðan hann varð stúdent og 70 ár síðan fyrsta sveitalífssaga hans „Sigrún á Sunnhvoli“ kom út. En 50 ár eru liðin síðan liann hjelt liina nafn- 'toguðu ræðu sína í stúdentafje- laginu um að vera sannur. Björnson var ekki eins og mörg skáld, að hann semdi skáldverk sín án þess að taka tillit til um- heimsins, og gimsteinar hans í skáldskapnum áttu ekki aðeins aS vera íil prýðis. Öll kvæði hans voru vopn, tæki; en þau gátu jafn- framt verið perlur, eins og við vitum og Björnson hefir gert sum- ar þeirra, sem fegurstar eru í heiminum. Einföldu sveitasögurnar hans áttu verk að vinna. Þær áttu að hafa áhrif á skoðanir almennings í stjórnmálum og fjelagsmálum. Með sögum þessum ætlaði hann að vekja bændastjett Norðmanna, koma því til leiðar, að bændur nytu fullra ávaxta af stjórnmála- frelsi því, er þeir fengu með grundvallarlögunum. Sögurnar 'áttu að veita bændamenningu Norðmanna nýja lífsnæringu. Samtímis samdi hann mikilfeng- leg skáldverk frá förnum frægð- artíflHUB bióðavinnar. Happ orti Björnson sjötugur. um Sverri konung, Sigurð slembi, Ólaf helga, Arnljót Gellina. Með þessu ætlaði hann að sækja dug í fornöldina til baráttu þeirrar, sem samtíð hans háði í Noregi. Hann ætlaði að tengja í andanum nútíð og fortíð, tengja líf fornhetjanna við hið óbrotna sveitalíf, eins og það var í Noregi á hans dögum. Og þegar hann orti um nútím- ann, var það altaf eitthvað ákveðið mál sem hann hafði í huga. — Hvert einasta kvæði hans, skáld- saga, leikrit, hvert fyrir sig var ort í einhverjum ákveðnum til- gangi. Ýmist var hann að flytja nýjan boðskap, ný sannindi, þ’kl:- ingu ellegar hann ætlaði að bæta úr einhverju órjettlæti, einhverj- um rangindum. S^áJdskapuí og frftíökv»nidir runnu fyrir honum í eina heila. Honum var það aldrei nóg, að vera aðgerðalaus áhorfandi. Hann kastaði sjer ávalt út í baráttuna — og tók oftast nær forustuna sjálfur. Þannig varð hann um langt skeið aðal-forustumaðurinn á framþróunarbraut Norðmanna, víðsýnn fyrir framtíðina, og stóð jafnframt föstum fótum í fortíð vorri. Hann varð því forgöngu- maðurinn í þeim tveim þáttum sem mest kvað að í andlegu lífi voru. Hann tók upp merki Wergelands hins hugumstóra, djarfa framfara- manns, en barðist jafnframt á hin- um þjóðlega, rómantíska grund- velli. í 50 ár var hann forgöngu- maður þjóðar sinnar í barátt- unni fyrir lýðfrelsi og í sjálfstæð- isbaráttu hennar. Æfisaga hans í 50 ár, er saga Norðmanna. Ibsen og Björnson voru and- stæður. Björnson var fjelagslynd- ur, Ibsen fyrst og fremst einstæð- ur, ómannblendinn. Björnson var sífelt fullur samúðar með öllu, sem á vegi hans varð, Ibsen þur á manninU. Ibsen vann að sundurgreining, Björnson að samúð, samtenging. Ibsen rannsakaði í sálardjúp ein- stakra manna, en kærði sig miður upi haildina. Björpson vjJ4i *Mt*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.