Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 4
sso LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS Frá nppreisninni í Vinarborg. 14,-17. júlí í sumar, Jónas Sveinsson læknir segir frá. Götumynd frá uppreisnardögunum. Jónas Sveinsson læknir frá Hvammstanga hefir verið erlendis siðan snemma í sumar, lengst af í Yínarborg, til þess að kynna sjer þar nýungar í læknisfræði. Hann kom hingað heim með „Drotningunni“ síðast. Frá því var sagt hjer í blöðum nýlega, að Hafnarblöðin hafi haft tal af honum og spurt hann frjetta m. a. um yngingar á mönnum og skepnum, um tilraunir hins víð- fræga Voronofs læknis í París, en til hans heyrði Jónas og sá, og hefir því frá ýmsu að segja um þau efni. Er Morgunblaðið hitti Jónas að máli hjer á dögunum, barst talið að uppreisninni blóðugu í Vín- arborg í júlí í sumar. En þá var Jónas nýkominn þangað. Um hana var fátt eitt sagt hjer í ‘blöðum. Það er skemst af að segja, segir Jónas, að uppreisnin í Vín- arborg í sumar, var með æðis- gengnari og blóðugri uppreisnum sem sögur fara af hjer í álfu. Um 600 manns særðust og á annað hundrað biðu bana. Fjöldi manna, sem særðist í götubardögunum voru fluttir í spítala þann, sem jeg vann á, svo jeg liafði gott tækifæri til þess að kynnast at- burðum þessum eftir á. Uppreisnin stóð yfir í fjóra daga, braust út þann 14. júlí. — Aðeins fyrsta daginn hjeldust samgöngur uppi við borgina. En að þeim degi liðnum stöðváðist alt, járnbrautir, sími og því nær öll viðskifti teptust. Mjer mun það seint úr minni líða, er jeg sat á hótelinu, þar sem jeg hafði að- setur um kvöldið fyrsta uppréisn- ardaginn. Sat jeg þar innilokaður ásamt öðrum hótelgestum. — Við hlustuðum þar á skothríðina í götubardögunum, sem ýmist nálg- aðist ellegar heyrðist úr fjarska. Enginn okkar, sem þar var, hafði hugmynd um hvernig fara mundi, hvort uppreisnin ýrði stöðvuð, éll- egar kommúnistar mundu taka öll yfirráð í borginni. Uppreisnin braust út vegna æs- inga út af sýknudómi einum, sem kveðinn var upp yfir mönniu,m fjórum, er ráðið höfðu lcommún- ista af dögum. Og hún hófst með því að dómhöll borgarinnar var brend til kaldra kola. Bardagarnir kringum dómhöll- ina urðu afar harðir og mann- skæðir. Uppreisnarmenn notuðu vjelbyssur og handsprengjur og rjeðust á alt er fyrir varð. Lá við að þeim tækist og að brenna há- skólann. Tókst þeim að varpa mörgum kyndlum inn í bygging- una. Öllum bar saman um, að upp- reisnarmenn væru mun liðfleiri en lögreglan. Þó tókst lögreglunni að halda velli, eftir harðsnúinn bardaga. Tvent bar til þess fyrst og fremst. Uppreisnarmenn börðust óskipulega. Þeir æddu tryltir, brömluðu, brutu, og skutu á alt sem fyrir varð. Auðsjeð var að þeir börðust frekar af heift en fyrirhyggju. Annað var það, að áreiðanlegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.