Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 378 . - ■■ 7. . — ■■■ ■ eina, vildi samúð, samvinnu. Verk Ibsens miðuðu að anarkisma, Björnsons að sósíalisma. Þjóðerniskendin á œtt sína að rekja til ættrækninnar. Hjá Ibsen var ættrælmin af skornum skamti, Ættræknin var meginþátturinn í 'skáldskap Björnsons, alt frá því 'hann samdi „Sigrúnu á Sunnu- hvoli“ 1857 og fram á æfikvöld hans, er hann ritaði „Naar den ny Vin blomstrer“ (1909). Þó hann á þessum árum yrði fyrir skoðana- skiftum, var trú hans ávalt óbif- anleg á ættartengslin og framþró- tinargrundvöll þann, sem þau bera í skauti sínu. Ættrækni og heim- ilisást var honum eitt og hið sama. Oft greip útþráin hann. Hann var í útlandinu árum saman. Hann dvaldi langavölum í París. En altaf hafði hann heimili sitt, hvar sem hann fór. Og þegar minst vonum varði kom heimþráin yfir hann. Hann þurfti að koma heim að Aulestad, ættaróðalinu, og sitja þar í mann- fagnaði. 1 næstum 40 ár varð Aulc- stad í Gausdal skáldsetur hans. Ut frá ættrækni hans og heim- ílisást óx samúð hans með almenn- ingi, föðurlandsást hans og þjóð- rækni. Og hann gekk feti framar. Hann varð fylgjandi norrænni samvinnu, samstarfi meðal Norður landaþjóðanna. Hann vildi sam- vinnu milli Norðurlandaþjóðanna, en var andvígur allri sambræðslu. Hann varð fylgismaður germanskr &r samvinnu; og síðast heimsborg- ari með heitri samúð með öllu mannfólki. Ekkert var Björnson óviðkom- andi. Hann tók í strenginn, þeg- ar herforingjaráð Frakka framdi rjettarfarsbrot. Hann skrifaði um matartilbúning húsmæðra í norsk- tim sveitum. Blaðagreinir hans myndu fylla helmingi stærri bók en ritsafn hans annað. Sífelt var hann í ferðalögum, sífelt talandi og ritandi um áhugamál sín í það og það skiftið. Alt líf hans var óslitin barátta. Fyrsta blaðagrein hans, í „Morg- enbladet“ 1854, var skörp árás á smekk manna, sem þá var ríkj- andi. Hann rjeðst á hinn væmna, rómantíska „draumórastíl“, sem 'skáld vor iðkuðu á þeim dögum. Hetjn hæðist að bjali skálda við Björnson á unga aldri. huldufólk, dverga og þvíumlíkt. Þá var hann aðeins 22 ára gamall, og hafði þegar féngið rjettan skilning á straumhvörfum tímans, realismanum. Honum var sam- hengið ljóst milli vísindaiðkana og listastarfsemi þeirra tíma. Hann talaði um „naturalisma11 nútímans, er sýndi sig í því, „að menn skip- uðu sannleikanum í veglegra sæti en fegurðinni.“ Þessar hugsanir sínar færði hann í nýjan skínandi búning. Fram til'þessa tíma liafði Wel- haven verið hin mikla fyrirmynd í ritlist Norðmanna. Menn reyndu að stæla hann eftir bestu getu. Menn lögðu áherslu á orðskrúð. Setningarnar urðu snúnar og undnar og hugsunin á kafi í mælgi og mærð. Björnson skrifaði blátt áfram eins og talað var. Maður heyrði talandann í ritmáli hans. Þar voru engar dúður orðskrúðs utan um hugsanirnar. Þar var farið einarð- lega að verki. Orð hans fengu hreim af skapi hans og tilfinning- um, ýmist fossandi sem flúðir, eða þung sem undiralda. Björnstjerne Björnson veitti frá byrjun nýjum endurnærandi straumum inn yfir þjóðlíf vort og bókmentir. Hann losaði sig úr álögum huldufólks og dverga, og skýrði meistaralega frá sveitalíf- inu eins og það var í raun og veru. Á undan honum voru engar sveitalýsingar, nema vísindalegar ritgerðir. Sveitasögur hans voru fyrstu persónulýsingar er við fengum úr því umhverfi. ' Mál hans var meitlað og hreim- fagurt eins og í íslendingasögum. lOg með leikritum sínum um sögu- leg efni, opnaði hann augu al- mennings fyrir fortíðinni. En þó hann gerðist í upphafi brautryðjandi nýrra tíma, þá er skáldskapur hans fyrstu 20 árin í nánu sambandi við hina þjóðlegu „rómantík.“ í aðalatriðum var hann á því hinu sama sviði. Hafði sama dálæti og þeir samtíðarmenn hans á barnseðlinu, sama álit á bændamenningu landsins, og liafði sömu tröllatrú og hinir á lilutverki norrænnar menningar í heiminlim. Hann var hrifinn af fornsögun- um, og lifði trndir áhrifum frá þeim. Og trúmaður var hann á skáldavísu. En svo komu nýir straumar yfir Noreg 1870, straumar utan úr li eimi, straumar heimsmenningar- innar Og Björnson varð fyrir miklum álirifum liinna nýju tíma. Þá rann upp umbrotatímabil. — Margt gamalt fór forgörðum og nýtt fekk fótfestu. Þá rann upp öld efasemda fyrir þá, sem áður voru sannlcristnir og bókstafstrú- ar, en gagnrýning heilagrar ritn* ingar ruddi sjer til rúms. Smátt og smátt breyttist lífsskoðun Björnsons. _ Er hann losnaði úr viðjum „ró- mantíkurinnar“, þótti honum hið tilbreytingaríka borgarlíf meira aðlaðandi en sveitalíf og söguöld. Frá því um 1875 varð líf og þjóðfjelagsmál nútímans viðfangs- efnið í skáldskap Björnsons. Fyrst samdi hann ,Ritstjórann.‘ En öll hans skáldverk frá þeim tíma og alt til hins síðasta fjölluðu um nútímaefni, sumpart um þjóð- fjelagsmál, eða um trúmál, stjórn- mál eða siðferðismál frá nýja tímanum. Flestir andans menn hafa upp- lifað samskonar tímamót og Björr.- son kringum 1870. Margir hafa gersamlega týnt trú sinni, orðið bölsýnismenn og fundist lífið fá* nýtt með öllu. En Björnson tapaði ekki trúnni á lífið, lífsþróunina, mennina. Hann var sannfærður um, að alt, liversu aumt sem það væri, stæði til bóta. Því gekk hann í miðja fylkingu í baráttunni fyrir því, að leiða þjóð sína til bjartari hæða. Hann átti syö mifeið andans fjör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.