Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 7
Lesbök mobqunblaðsins SSa 1 — Ef þú sjerð öldur víthafsins hef jást hátt og falla í augum heuu- ar, hlýtur þú einnig að sjá skipin, sem ferðast um höfin. — Nei, jeg sje þar að eius draumaskip dáinna vona! — Gáðu betur! Vittu hvort þú sjerð enga koladalla — jeg hefi heyrt að bærinn sje að verða kola- laus.------ i Jeg greip gamalt dagblað af borðinu og fór að lesa það til dægrastyttingar. Hallur kom til mín og ýtti við mjer. — Ertu vitlaus, maður! Skil- urðu ekki að mjer er alvara. •*- Veðurútlit næstu tvö dægur, fyrir Norðurland og Vestfirði: Andsveipur og bjartviðri yfir Hal- anum á hægri ferð til suðvesturs. Sennilega úrkoma með kvöldinu. . -.. Hallur þreif í handlegginn á mjer. — Láttu nú ekki eins og asni. Þú ættir heldur að reyna að hjáipa mjer eitthvað í þessum vonbrigð- um! ; j j Jeg hjelt áfram að lesa. — Símað er frá Berlín, að þekt- ur kvikmyndaleikari hafi gengið út og hengt sig, af því að kona hans var honum ótrú. — Það er ómögulegt að eiga neitt við þig, andvarpaði Hallur og settist á rúmið. En varla var hann sestur, er hann rak upp vein og hentist upp. Hann hafði stungið sig á einni hárnálinni. — „Á sætustu blómrós er sár- ust þyrniflís“ sagði jeg og kastaði blaðinu. — Eigum við ekki að fara til hennar á morgun og biðja hana að gefa okkur rjómakökur, svo að við getum haldið nokkurs- konar „begravelsi" yfir þínum dánu vonum? Hallur gretti sig ámátlega eins og dýrlingur, sem veður óhreinan eld. — Hefirðu þá hjarta úr blá- grýti er þú færð eigi skilið hví- líkar heiftar kvalir jeg tek út ? spurði hann. — Þú hefir auðvitað tekið heift- arlega mikið út hjá henni upp á síðkastið, en það hafa mest verið rúgbrauð og óreykjandi sígaraett- ur. Skyldi það borga sig betui' að versla með rúgbrauð heldur en rjómakökur ? Hallur varð orðlaus. Hann tíudi Iiárnálarnar úr rúminu og settist. Jeg fór að hugsa um, hvernig jeg ætti að koma vitinu fyrir hann — hvort jeg ætti að snúa mjer til kunnáttumanns og fá liann dá- leiddan, og ef til vill sendan yfir um sjer til heilsubótar. En eru þá ekki bæði rjómakökur og veit- ingameyjar hinumegin líka? Það er óráðin gáta. En hvernig væri með Klepp ? Nei, haun mundi komast að þeirri niðurstöðu um sandburðinn, að liann væri að byggja sjer steinhús til að geta gifst henni og stofnað heimili. Það var erfitt að finna ráð, sem dygði — en jeg vildi þó ekki gefast upp. Það er nú með þessa ástardellu í Halli, hingað til hefir hún verið skemtilega vitlaus, en nú er hún að verða grátlega vitlaus. Að lok- um datt mjer í hug að gefa honum inn sem svaraði nokkrum mat- skeiðum af óblönduðum sannleika og sjá hvernig honum yrði við. — Heyrðu mig, Hallur! byrjaði jeg og glotti. — Á jeg að segjr þjer, hvað veitingamærin þín er í raun og veru? Hún er ein þeirra skemtistúlkna, er halda uppi merki ’ kvenlegrar fegurðar á afskektum stöðum af þeirri einföldu ástæðu, að engin er til að keppa við þær. Þú verður að læra að sjá það hlægilega við hlutina — þú verð- ur að læra að koma auga á orsök ástadellunnar — verður að sjá auðvirðileikann í allri sinni dýrð. Þá fyrst geturðu farið að hugsa 'um konur en fyr ekki. Jeg þekti þessa rúgbrauðsprinsessu löngu áð- ur en þú kyntist henni — líklega áður en hún varð skemtistúlka. Jeg á nokkur brjef frá henni síð- an, þar sem liún talar um mömrnu sína og þvottabalann heima hjá sjer — og segir að það sje fram- tíðardraumur sinn að verða sauma- kona. Jeg skal lána þjer þessi brjef. Þú mátt trúa því, að þau eru fjandans ósköp skemtilega vit- laus. En svo að við snúum okkur *að nútíðinni. í þrjú ár hefir þú gengið á eftir henni með grasið í skónum, eytt í hana öllu, sem þú hefir unnið þjer inn og meiru til — og hver er svo árangurinn? — 38Ö Nokkrar tylftir af hárnálum og fjórar, fimm ljósinyndir. En þar að auki veistu það vel sjálfur, að hún hefir altaf verið hálftrú- lofuð hinum og öðrum á mánað- arfresti. Þú liefir aldrei verið anu- að en ljeleg varaskeifa til að ann- ast bíltúra og bíóferðir, þegar hún hefir ekki haft völ á öðru betra. Flestir aðrir en þú myndu fyrir löngu lxafa þakkað fyrir tevatnið sykurlaust og sagt, — bættur sje skaðinn. En þú ert blindur á báð- um augum og þekltir ekki freinur á kvenfólkið en jeg á kompásinn. Mjer varð nú litið á Hall. Hann lá á grúfu í rúminu með andlitið falið í yfirsænginni og hafði auð- sjáanlega ekki heyrt lielminginn af því, sem jeg sagði. — Stattu. upp, maður! kallaði jeg og brýndi röddina. — Hvaða bölvans aumingjaskapur er þetta í þjer! 1 Hallur bylti sjer til og leit um öxl. — Jeg get ekki að þessu gert, mælti hann. —• Jeg elska haua út af lifinu! —• Hvort sem þú elskar hana út af eða inn af lífinu, þá sje jeg enga ástæðu til, að þú gerir þig að fífli og íarir að skæla eins og smábarn. —• Mjer er sama, livað þú segir. mælti liann dapurlega. — Jeg get ekki annað en grátið, því að sannarlega er Dóra.... ....— einskisvirði! botnaði jeg. Hallur spratt upp af rúminu eins og stálfjöður. Hann starði á mig galopnum heiftaraugum og skein út úr þeim vitfirringin. — Heljarmenni sem hann er, tók hann stólinn og mjel-mölvaði hann með því að slá honum niður í gólfið. Svo tók hann borðið, sneri því við og braut undan því alla fæturna, en kastaði hinu út í horn. Hann kastaði í mig einum borð- fætinum, en tvíhenti sjálfur annan. — Verðu ]>ig, mannhundur! hvæsti hann út á milli tannanna. Jeg skal mölva í þjer hvert bein fyrir það, sem þú hefir sagt í kvöld! Jeg segi ykkur það satt, að mig langaði ekkert til að lenda í áflog- um við Hall, eins og hann var á sig korninn, því að jeg var visö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.