Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1927, Blaðsíða 6
382 óvelkomna gesti. Þegar þeir koma í dyrnar bregður hvor okkar sem heima er, upp skræðunni og geng- ur til móts við þá. Enn þá hefir það ekki brugðist, að mannaum- ingjarnir liafa krossað sig og tek- ið til fótanna, er þeir hafa sjeð bláh vítan hrennisteinslogann flökta yfir mögnuðum rúnaristunum. Svo er nú fjöldinn allur af ljós- myndum af stúlkunni í öllum stell- ingum og í öllum nýtísku búning- um nema sundklæðum, — sumar eru í gyltum umgjörðum á borð- inu, en sumar umgjarðalausar og eru þá nældar í veggfóðrið með hárnálum. Raunar finst mjer nóg komið af þessum hárnálum í herbergið, því að þær liggja út um alt eins og mý á mykjuskán. Á borðinu er gríðarstór öskubikar fullur af þeim og víðsvegar um gólfið liggja þær í hrönnum. En verst er þó, að Hallur, sem leikur sjer að full- um hárnálaumslögum eftir að hann er háttaður á kvöldin, missir feiknin öll niður í rámið eða legu- bekkinn. Afleiðingin er sú, að við höfum ekki hálfan svefn og erum blóðrisa um líkamann. Einn gluggi er á herberginu og snýr í vestur. Fyrir honum hanga bleik tjöld, sem voru þvegin í hitt- eðfyrra, en úti í sjálfri gluggakist- unni standa nokkrar vínflöskur með fagurlega skreyttum áletrun- um. Þær eru venjulega fullar eða hálffullar þegar líður á daginn. En sannleikurinn er sá, að það er meinlaus og hoílur templaradrykk- ur, sem á þeim er, því að jeg fylli þær á daginn með því að halda stútnum undir vatnshanann fyrír framan hurðina og skrúfa frá. Svo þegar Hallur kemur hár- nálalaus heim á nóttunni, þá þríf- ur hann einhverja þeirra og drekk ur stórum sjer til hugarhægðar — og hann hefir svo dásamlega auð- ugt ímyndunarafl, að hann þarf ekki annað en líta á miðann og tæma flöskuna til þess að komast á það „kendiríisstig" að sjá veit- ingameyna koma dansandi inn úr dyrunum, með fult fangið af hár- nálum og hamingju. Stundum ber það líka við, að stúlkan kemur heim til okkar. — Það eru gleðiríkar stundir fyrir þann, en ekki fyrir mig. Hallur LESBÓK MORGUNRLAÐSINS vill auðvitað fá að vera einn með henni, og við það er ekkert að athuga. En jeg vil aftur á móti ekki fará út, fyr en þörf er á, því að jeg veit það af reynslunni, að það er gott að hafa hvílt sig áður en maður leggur af stað í fimm klukkustunda göngu. Jeg ligg því venjulega endilang- ur í legubekknum þegar barið er að dyrum. Hallur stekkur á fæt- ur og segir, að nú sje jeg að eyði- leggja alt fyrir sjer og ber sig svo aumlega, að mjer rennur til rifja. Að lokum stekk jeg út um gluggann og meiði mig altaf á fótunum, þegar jeg kem niður. — Þegar fer að líða á nóttina kem jeg heim aftur og reyni að sann- færa Hall um það, að ekkert í líf- inu sje eins hættulegt og að stökkva út um glugga og misstíga sig. En Hallur svarar því aldrei, því undir eins og jeg kem inn úr dyrunum, byrjar hann á fyrirlestri um, hvað þeim hafi nú farið á milli. Og ef alt væri skrásett, er hann hefir sagt mjer þannig, gæí- um við farið að selja bækur í s or- sölu fyrir hundrað krónur tonnið. Þannig hefir jþað gengið til þangað til í gærkvöldi. Þá varð okkur Halli sundurorða í fyrsta sinn, eftir að við kyntumst. Vinátta okkai; hrökk í sundur eins og hundrað hjónabönd á einni nóttu, þegar mennirnir verða gjaldþrota, svo að konur þeirra verða að klæðast baðmullarkjólum og ganga með hælalausa skó. Það var eitt þessara hamingjuríku kvölda þegar hann sat hjá ved- ingameynni og talaði um trúlof- unarhringa og heimilisánægju. — Jeg kom heim á sama tíma og jeg var vanur og mætti þá stúlkunni, er var að koma frá honum. Hún straukst fram hjá mjer í stiganum, liðug og stælt eins og rauðbrúna hryssan, sem einn kunn- ingi minn narraði mig til að fara á bak í sumar — hryssan kast- aði mjer svo harkarlega af sjer, að jeg lá í bælinu í þrjár vikur á eftir. — Jeg bauð stúllcunni gott kvöld. Hún tók kveðju minni og leit til mín einkennilega leiftraudi aug- um. Kannske þetta hafi nú verið Ijósbrot í binum „tárhreinu ■ain.j.. x....,,, .-,=j=jac • i ■ ‘ *'». \ • j ’ j ■ ’i ' ' speglum óviðjafnanlegrar kvensál- ar“, sem Hallur talar um, en merkilegt er það, að jeg hefi sjeð samskonar leiftur í augum ást- fanginna katta á næturþeli, Jæja, jeg hjelt áfram upp á loftið og opnaði dyrnar. Hallur sat flötum beinum á gólf- inu og glápti á dyrnar. Hann hafði raðað í kringum sig vínflöskunum og þambaði drjúgan úr einni, sem bar það utan á sjer, að í henni var þriggja stjörnu koníak. Jeg gekk inn og settist á stól til að hvíla mig eftir göturöltið. — Nú, hvernig var það með veitingameyna? spurði jeg. — Hvort voru það nú rúgbrauð eða rjómakökur, sem hún gæddi þjer á? Hallur reis upp af gólfinu, hægt og þunglamalega eins og maður. sem hefir allar hárnálar heimsins í bak, en rúgbrauðssekk í fyrir. — Það er alt saman búið að vera, svaraði hann. — Hún hefir sagt mjer upp. — Þú mátt þakka fyrir, að hún sagði þjer ekki niður! Hallur ansaði þessu engu, en virtist hugsi um nokkra hríð. Alt í einu mælti hann dapurlega. — Jeg held það væri rjettist að ganga sig í sjóinn! Jeg get elcki lifað án hennar! — Nei, heyrðu góði! Láttu það bíða þangað til í fyrramálið, þá skal jeg ná í bíl, svo að þú þurfir elcki að ganga. En jeg er hræddur um að þú getir ekki drekt þjer. — Hvers vegna? — Vegna þess, að ef þú getur ekki lifað án hennar, geturðu sennilega ekki heldur dáið án hennar. Hallur hristi höfuðið og slagaði fram og aftur um gólfið. Það var hörmung að sjá mann- inn, þarna skakklappaðist hann áfram eins og úttaugaður fjár-, hundur á afturfótunum. Hárið stóð út í allar áttir og augun voru líkt og á grindhoruðum golþorski, sem dreginn er á djúpu vatni. — Þú getur hent gaman að þessu öllu saman, sagði hann. — Þú veist ekki hvað það er að elska ’. Þú getur ekki ímyndað þjer hvað hún er yndisleg — hvílík sæla þoð er að horfa í augu hennar — þessi hyldjúpu úthöf.,,.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.