Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Síða 2
LESBÓK IMORCíUNBTiAÐSTNS m Frásögn frú Astrid Friid: Loftárásir á Safnaðarhúsið í Álasundi eftir sprenginguna. NÚ VORUM við loksins komin á ákvörðunarstaðinn, til Ala- sunds, heilu og höldnu. Og nú áttum við að taka til óspiltra mál- anna við frjettastarfsemi til þeirra hjeraða og blaða í Noregi, er enn voru frjáls. Er við komum til Álasunds, kom það í ljós, að þar hafði þegar mikið verk verið unnið. Rektor latínuskólans þar, Kaare Foster- Vald, hafði sett é stofn allvíðtæka frjettastarfsemi, er rekin var í skólanum, og unnu þar ýmsir kennarar skólans o. fl. Var þessi starfsemi öll í samráði og sam- vinnu við dr. Ræstad, er kominn var á undan okkur. Því hann var farinn frá Stuguflaaten, sem fvrr *»gir, áður en ferð okkar hinna var stöðvuð. Upprunalega átti frjettastarfsemin í Álasundi að hafa stuðning af og nota útvarps- stöðina í Vigra. En Þjóðverjar höfðu nú eyðilagt hana, og hafði annari minni stöð verið komið upp. Tungumálakennarar skólans unnu að frjettaöflun, með því að hlusta á erlendar stöðvar. En dr. Ræstad hafði náð í ágæt útvarps- tæki, er notuð voru þarna í skól- anum. Alt var þetta sem sagt vel á veg komið, er við komum til Ála sunds. Var þessari starfsemi hald ið áfram, eftir því sem frekast voru föng á, hlustað bæði á loft- skeytaútsendingar og erlendar útvarpsstöðvar, og því sem óðast dreift, eftir því sem hægt var, í síma og á annan hátt, til frjálsra norskra blaða og útvarpsstöðva. Við gátum nú allvel fylgst með helstu tíðindum er gerðust utan Noregs, og jafnvel sent nokkrar Ncregsfrjettir til Englands, en er 5ka útvarpið (B. B. C.) byrjaði st: ax innrásardaginn, 9. apríl, að se ida út frjettir á norsku, og fekk til þess aðstoð Norðmanna í London. Meðal starfsmanna þessarar frjettastofu í Álasundi var m. a. Tor Gjesdal, núverandi forstjóri upplýsingadeildar norsku-stjórn- arinnar í London. Hann hafði verið blaðamaður við ,,Arbejderbladet“. Hafði hann tekist ferð á hendur til Kína og Japan, og sent blaði sínu frjetta- skýrslur þaðan austanað. Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.