Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 4
546 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Líkan af Ráðhústorginu í Vejle eins og það á að ve'ra, þegar myndir Sigurjóns eru komnar þangað. Þær eiga að standa framan við ráðhúsið. fullgerðar og vildu ekki að þær dag, en hafði altaf nokkurn tínia af gangs daglega til þess að vinna að hugðarefnum mínum. Utzon Prank gerði fyrirmvndir í smærri stíl, er jeg svo gerði í fullri stærð undir handleiðslu hans. deg lærði mikið í myndhöggvaratæknr við þessi verk. En það var vitaskuld dálítið þvingandi fjrir mig að vinna að myndum til lengdar, sem voru í alt öðrum stíl, en þeim, sem mjer wir geðfeldastur. Þetta kom þó ekki að sök. hvorki fyrir mig nje kenn- ara minn, sem jeg met mikils og á mikið að þakka. ilesta verkið. sem jeg vann und- ir handleiðsiu hans var að endur- bæta konúngsíjkneskið á Kóngs- ins Nýjatorgi,- sem margar kynslóð- ir Jlafnarbúa hafa í daglegu tali aldrei kallað annað en „Hestinn“. Ilann var allur af sjer genginn og samansíginn og ekki orðið sjón að sjá hann. Gerðar voru af honum tvær gibsaísteypur og bygt skýli yfir myndir þessar inni í diúsgarði Charlotteriborgár. Þar vann jeg að því að breyfa annari afsteypunni, færa hana tiL betra lags, en hin óbreytta var höfð til hliðsjónar. Það var Utzon Frank, er hafði tekið að sjer að sjá um verk þetta, er taiið var að kosta mvndi sam- tals }/% miljón króna. Jeg vann við þessa endurbót áruni saman, lengi vel 4 klst á dag. Listaverk sem vöktu deilur. Er þessu verki var lokið tók jeg til við að gera myndir fyrir bæj- arstjórnina í Vejle. Vann jeg að þeim tnvndum í 3ár Þær voru fullgerðar nokkru áður en jeg fór frá Damnörku, Myridir þessar hafa vakið mik- ið umtal í dönskum blöðum. Umtalið stafaði að miklu leyti af því að 2—3 bæjarfulitrúar í Vejle snerust á móti þessum mynd- um, um það leyti sem þær voru yrðu settar upp á ráðhústorgi borg- arinnar. Jeg hafði fastan samning við bæjarstjórnina um verkið og bæjarstjórnin hafði fallist á eða samþykt uppdrætti mína. Svo ekk ert var um að villast. En raddir komu fram í bæjarstjórninni um það, að myndastyttur mínar yrðu best notaðar, með því að setja þær í uppfvllingu sem verið var að gera í höfninni. Listdómendur í Ilöfn ljetu til sín taka á móti jies.su, og var skrifað um það í blöð. bæði í gamni og alvöru. En borgarstjórinn, sem taldi sig lítt dómbæran á listaverk tók það ráð, að hann fjekk umsögn kunnra listdómara um þessi verk mín. Að þeirri umsögn fenginni, ljet hann bæjarfulltrúana í Vejle ekki hagga í neinu fyrri ákvörð- un bæjarstjórnarinnar. Jeg hafði gaman af umræðum blaðanna um jietta mál, srgir Sig- urjón einkum var það ánægjulegt fyrir mig hve Ilafnarblöðin voru eindregin á mínu bandi, þegar bæj- arfulltrúarnir í Vjele komu fram með efasemdir sínar rim það, hvort myndirnar ættu að prýða tórg þeirra eða eigi. — Er búið að afhjúpa myndir jiessar í Vejle. — Nei, ekki ennþá. Loftvarna- byrgi hafa verið á torginu og þurfti að laga það til áður en myndirnar yrðu settar þar á sinn stað. En afhjúpunin mun fara fram á þessu ári. Stóra myndin af fiskvinnunni. — ITvað er orðið af stóru mynd- inni þinni af saltfiskverkuninni? — Ilún er geymd í mörgum pört- um uppi á háalofti hjá kunningja- fólki mínu í ITöfn. Mjer þætti sárt ef hún færi í mola og eyðilegðist, vildi að hvin gæti komist hingað og í varanlegt efni, á viðeigandi stað. Hún gæti orðið einskonar minn ism4rki saltfisksins hjer á landi. Saltfiskurinn hefir lengi verið helsti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.