Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 14
556 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS staðar og svarað fullu gjaldi fyrir slit, látið hressa við og byggja að nýju talsvert af staðarhúsum, skil- að af sjer meiru innstæðufje, en hann veitti móttöku og útvegað nýtt letur til prentverksins. Einnig má, bæta því við, að Skúli útvegaði þangað lærðan prentara og 1 jet prenta bæði sumar og vetur, sem ekki hafði áður verið, og var bóka- gerð á Ilólum meiri og vandaðri að ffágangi, en áður hafði tíðkast, meðan hann hafði forsjá þeirra mála. Athyglisverð er álitsgerð þeirra skoðanamanna, þar sem hvorugur þeirra gat talist óhlutdrægur. — Bjarni var um þessar mundir hinn magnaðasti óvinur Skúla út af fyrri viðskiftum þeirra, en Guðni, var inikill vinur Halldórs biskups. Hefði því mátt ætla, að með þessu væri málið ijr sögunni, en það var öðru nær, því árið 1748 fær Skúli brjef frá Bjarna á Þingeyrum, sem kom honum mjög á óvart. Ritar Bjarni fyrir hönd biskups, og kemur nú með fjölda margar kærur á Skúla fyrir vanskil. Gerði Skúli stjóminni grein fyrir þeim öllum, lið fyrir lið, með svo gildum rökum %ð stjórnin ljet sjer vel lynda. , En biskup, sem hvorki var fjár- reiðumaður nje mikilmenni, hvað sem annað má um hann segja, hjelt áfram að jagast í stjórninni um þetta, þar til hún bar sig upp við konung, og skipaði hann nýjan „Rannsóknarrjett“. Var þeim Magn úsi lögm. Gíslasyni og Birni sýslum. Markússyni, falið að rannsaka mál- ið að ný.ju og fella dóm í því sem fyrst, Var Skúli sýknaður af öllum' ákærum, og óx vegur hans stórum við alt þetta umstang. Sannfærðust stjórnarherrarnír í Kaupm.h. um að Skúli væri maður sem væri stöðu sinni vaxinn og óhætt væri að treysta. Stuðlaði þetta þannig drjúg um að hinum óvænta frama hans, sem nú var skamt undan. Þó annar hafi verið tilgangur þeirra, seni að ofsóknunum stóðu. Á þeim tímum, sem Skúli var staðarhaldari á Hólum, kom fyrir atvik, er sýnir hve vendilega hann gætti hagsmuna stólsins, þar sem hann ljet þá sitja í fyrirrúmi fyr- ir mannúð þeirri og samúð með fátæku fólki, sem var þó svo ríkur þáttur í eðli hans. — Jón Stein- grímsson, er síðar varð hinn nafn- kunni „eldprestur“ á Kirkjubæjar- klaustri, segir frá því í æfisögu sinni, að er hann var ungur, hafi hann sótt um ölmusuvist í Hóla- skóla, og hafi Harboe sjálfur próf- að sig, og talið að: „Jeg sje hæfur að takast í skólann, en sje svo fá- tækur og kunni ei að gefa með mjer, og það sannaði Skúli satt að vera, en afsegir jeg inntakist án meðgjafar". — Lagði þá göfug- mennið Harboe eindregið til, að Jón yrði tekinn í skólann, en Skúli þybbaðist á móti. En þá snaraði Jón Thorcillii, sem ætíð var með Harboe, út skólagjaldinu fyrir Jón hinn fyrsta vetur, en eftir það rætt ist svo úr fyrir honum, að hann þurfti ekki á ölmusu að halda, En er frá leið, segir Jón að Skúli hafi reynst sjer góður og ráðhollur, en bætir því við að Ijóst sje að Skúla: „Hefur verið ætíð lítið gefið um skólalærdóma'1. Virðist næstum, sem Skúli hafi verið búinn að gleyma því, er líkt stóð á fyrir honum, og Jóni Stein- grímsyni og vonbrigðum þeim, sem ölmusu-synjun Steinp biskups olli honum þá, og áður er frá sagt. — Vísast er að alveg sjerlega óheppi- lega hafi staðið á, því eins og ótal dæmi sanna, var Skúli jafnan vin- ur og verndari fátæklinga og smæl- ingja. ' : Vtf; Deila Skúla við kaupmann. EINU STORMÁLI verður að gera grein fyrir, sem Skúli átti í, meðan hann var sýslumaður í Skagafirði. — „Companíið" eða Hörmangarar, eins og þeir eru oftast kallaðir, höfðu fengið Islandsverslunina frá ársbyrjun 1743. Og þótt oft þættu óhæg verslunarviðskifti áður keyrði þó uin þvert bak er þeir voru teknir við. Drógu þeir*úr inn- flutningi matvöru, svo að bjargar- skortur varð, en fluttu inn gnægðir af tóbaki og brennivíni. Einnig tóku þeir upp þá nýbreytni, að skipa kaupmönnum niður sitt árið á hverja höfn þar sem því varð við komið, til að fyrifbygja að þeir vinguðust við landsfólkið. Var þetta Hörmangara fjelag voldugt að auði og ítökum, og því ekki heyglum hent að rísa til varnar, hvað þá sóknar gegn ofríki þeirra. Má telja það eitthvert stórfengleg- asta afreksverk Skúla fógeta, að honum tókst að brjóta Hörmang- ara algjörlega á bak aftur. Var það alveg einstæð djörfung,. eins og málum háttaði þá, að þora að leggja til atlögu við þann „Golíat“. Skúli hafði að vísu betri aðstöðu til slíkra stórræða, en ýmsir aðrir, þar sem hann átti áhrifaríka vini í Kaupm.h. bæði Gram (d. 1748) og fleiri, svo hafði álit hans í ís- lensku stjórnardeildinni vaxið stór- um á undan gengnum árum. Var þó langt frá að hættulaust væri þetta tiltæki hins unga skagfirska sýslumanns, sem reið á vaðið. — Hörmangarar, höfðu sterka aðstöðu og rnikil ítök, og gat orðið viðsjár- vert að verða fyrir reiði þeirra. En Skúli hafði auðgast vel, og seg- ir Esphólín: „Hann hafði svo mikið fjármagn og ríki, að lítt þurftr kaupmanna við“. — Gerði það að- stöðu hans traustari h.jerlendis. Strax um haustið 1743 sendi Skúli stjórninni kæru, og bar ýmsar sakir á Ovesen kaupmann á Ilofsós. En tíðindalítið mátti þó kalla, þar til árið 1745, er Hofsós-verslun selá1 gjörónýtt járn. Ljet Skúli það boð ganga um sýsluna, að menn skyldu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.