Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 555 af þeim sökum. Bætti og eigi úr skák, að um líkt leyti, ól önnur stúlka barn, á þessum slóðum, er hún kendi Skúla, en hann sór fyrir það. Víkur Skúli að þessu í æfi- sögu sinni þannig: „1737 voru hon- um kend 2 börn í Skaftafellssýslu". Og í sambandi við það barnið, sem hann vildi ekki meðganga, biður % hann Guð að vægja sjer: „Og á sínum tíma opinbera sannleikann <); hefur líka fyrir það svarið sinn eið“. Komust óþokka sögur á kreik, um að Skúli væri meinsærismaður, og kvað Sveinn lögmaður Sölvason illkvitnislegt níð um: „Fúlan eið með frekt prjál“ og heldur lögm. áfram: „Fyrir Skúla var það skarnsmál“. En Skúli giftist Steinunni, og varð sambúð þeirra hin ákjósanleg- asta, var hún mæt kona og skipaði jafnan sinn sess með sæmd og prýði. Fóru festar fram 1738, er konungs- leyfi hafði verið ritvegað, og giftu þau sig litlu síðar. Var heimamund- ur hennar rausnarlega af hendi reiddur, bæði af foreldrum Stein- unnar og fósturforeldrum. Reistu þau Skúli bú, að Gröf á Höfða- strönd og bjuggu þar um hríð. Sýslumaður Skagfirðinga. ER’SKÚLI var kominn í „ríki“ sitt norður þar, gjörðist hann brátt aðsópsmikið yfirvald, og gekk ríkt eftir að lögin væru í heiðri höfð. Einnig ljet hann hjeraðsmál til sín taka. Þannig beitti hann sjer fyrir „samþykt“ um hrossabeit og haga- göngu. En Skagfirðingar hafa löng- um þótt hestamenn, og voru stóð- hjarðir miklar í hjeraðinu. Þótti Skúla landspjöll mikil að þessu, en arður lítill, og miðaði „samþyktin“ að því að koma á nokkru hófi í þessu efni. Þá bar það til tíðinda, er Skúli hafði verið fá ár nyrðra, að hol- lenskar duggur strönduðu í Skaga- firði, sín hvort árið, 1740 og 1741. Kom upp úr kafinu að skipsmenn höfðu átt viðskifti við landsmenn, sem var algjörlega óheimilt, og lýsti Skúli því strand-góssið konungseign en tók skipverja af seinni duggunni til fanga, voru þeir marga mánuði á hans vegum og allvel halduir. Sendi hatin stax brjef til amtmanns með fyrirspurn um hvað gera skvldi við mennina, en úr þeirri átt var naumast von á mikilli ráðkænsku, og lagði amtmaður helst til, að mennirnir yrðu settir í bát og hrund ið á sjó fram. Einnig er hann með skæting í garð Skúla og óskar hon- um: „Hreinnar samvisku“ í sam- bandi við þetta mál. Er svo var komið „sluppu“ mennirnir úr varð- haldinu, og var talið að Skúla hafi hvorki verið það óljúft nje ókunn- ugt, að svo myndi fara. Og komust þeir utan með fiskiduggu. Þessi röggsepii Skúla í „duggu- málinu“, aflaði honum nokkurra óvinsælda hjá mönnum. Enda var það nokkuð skiljanlegt, því við- skiftalífinu var þann veg háttað á þeim timum, að fyrir flesta þá, sem gátu komið því við, var ill nauðsyn, blátt áfram til að halda lífi, að eiga skifti við erlenda sjómenn. En Skúli var hinn samviskusami vörð- ur laganna, hvort sem kaupmenn eða kaupnautar áttu í hlut. Voru í hámælum hafðar ýmsar kviksögur um Skúla og róginum beitt óspart. Var þannig sagt, að hann myndi háfa meðhöndlað strandgóssið æriði ófrómlega. Var því eigi lítils virði fyrir hann, er stjórnin, 5 árum síð- ar, er öll kurl voru komin til graf- ar, vottaði honum viðurkenningu sína, og iirskurðaði honum 200 rík- isdala þóknun fyrir röggsemi í þessum málum. — Mátti gifta Skúla lengstaf betur, en rógur óvildar- manna hans. Ýmsum fleiri útistöðum átti Skúli í um þessar mundir. Þannig varð hann að láta til sín taka ó- þverra mælgi Þórodds heyrara á Hólum, sem ásamt öðru viðlíka þokkalegu breiddi út þann orð- róm, að Skúli hefði fyrirkómið Gttð rúnu systur sinni, er var bústýra hans fyrst eftir að hann kótn norð- ur. Varð Þóroddur að greiða ríf- legar skaðabætur og biðja Skúla skriflega fyrirgefningar. Einnig lenti Skúli í málaþrasi við Bjarna Halldórsson á Þingeyrum, sýshi- mann Húnvetninga, er var lögftóð- ur vel og málaflutningsmaður meiri en mannkosta. Veitti Skúla! jafnán betur í þeirra viðskiftum. Seinna varð þó vandræðalaust á milti þeirra og var Bjarni einn af Ötul- ustu fylgismönnum Skúla við að koma „Innrjettingunum“ á lagg- irnar. Hólaráðsmaður. ER STEINN biskup andaðist ár- ið 1739, var biskupslaust á Hólum, þar til prýðismaðurinn Ludvig Harboe settist þar að. Var Skúla að kalla má þröngvað til að taka að sjer forsjá stólsins; því hann ljet um síðir tilleiðast, að takast það á hendur fyrir þrábeiðni þeirra Harboe og amtmanns. En er Har- boe sigldi h.jeðan árið 1745, var Halldóri Brynjólfssyni veitt biskups embættið á Hólum. voru þeir Skúli svilar. Afhenti Skúli biskupi stað- inn með gögnum og gæðum, og ljet biskup sjer það vel líka. En brátt fór hann að ýfast við Skúla rit Æf afhendingu staðarins og ljet í veðri vaka að ekki væri öllu til skila haldið. Gekk í þófi um þetta, þar til konungur skipaði þá, Bjarna á Þingeyrum og Guðna Sigurðsson sýslumann í Gullbringusýslu, til að yfirfara vandlega, alla reikninga staðarins, og láta Skúla gera að öllu grein ráðsmensku sinnar. Kóm álitsgerð þeirra 28. okt. 1740, og segja þeir að Skvili hafi að öílu leyti stýrt staðnum vel og samvisku samlega og sýnt af sjer mikla rögg- semi. Hafi hann geymt vel húsa og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.