Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSENS 557 leggja það frain til sýnis á þing- staðnum, og fjekk hann bestu smiði sýslunnar til að reyna járn- ið. Varð það að sora, er því var var brugðið í eld. Kom og íleira upp úr kafinu, og skoraði Skúli á sýslubúa að bera fram kærur sínar og tók þingsvitni um, Upplýstist þá, að auk þess sem stórkostleg vönt- un var að jafnaði á nauðsynjavöru, var hún einnig skemd, þannig reynd ist mjölið blandað mold. Einnig var sá siður viðhafður að kaupmað ur kallaði hvern einstakan mann fyrir sig inni í búðina, svo að ekki væru vitni við, þá hafði kaupmað- ur selt hærra verði en heimilað var. Auk þess hafði hann iðulega að ástæðulausu og eftir eigiu dutlung- um, neitað að taka fje til slátrunar, svo að bændur urðu að réka það heim aftur. — Þessi voru þá versl- unarkjöriri, sem fólk -átti við að búa á þeim tímum, því. þessi ók.jör voru svona um land alt. Urðu löng og mikil málaferli um þetta. Var Þingeyra Bjarni talsmað- ur kaupmanns, og reyndi með refj- um og lögkrókum að ógilda málið fyrir Skúla, en hann bar sigur af hólmi, og varð kaupmanni þetta ærið kostnaðarsamt. Hörmangarar, sem ekki áttu að venjast slíkum að- förum, urðu æfareiðir, sendu stjórn inni kiaru á Skúla og kváðu hann vera ójafnaðarmann, sem beitti rangindum einum. En stjórnin leit öðrum augum á þetta mál, og hafði Skúli frægan sigur. Þótti alþýðu manna, sem Skúli væri málsvari sinn og aflaði þetta honum mikilla vinsælda og álits. Uppúr þessu fór að rigna niður kærum á Hörmangara, og vantaði ekki að sakir v'æru nægar, þó eng- inn annar en Skúli hefði djörfung og þrek, til að táka forystuna. Arið 1741 hafði Skúli keypt stór- býlið Akra" i Blönduhlíð, húsaði hann þar a-eysulegáf óg bjó hinu mesta myndarbúi og græddist mjög fje. Og þó að hann ætti í nokkrum útistöðum fóru vinsældir hans fljótt, mjög vaxandi, er menn fóru að kynnast kostum hans og manndómi. Frændmargur var hann og norður þar, og varð þess var að hann naut góðs af lýðhylli sjera Skúla gamla í Goðdölum, langafa síns. Undi Skúli betur hag sínum í' Skagafirði með hverju árinu sem leið. Varð stórmennska sú og raustn er í hvívetna var í tje látin á heim- ili þeirra hjóna, góðfræg um land alt. Frábær gestrisni, sem enn er allra hinna fornu dyggða mest í heiðri höfð hjer á landi, var Öllum auðsýnd, sem að garði bar á Ökr- um; ekki síður þeim fátæku og umkomulitlu, en hinum sem meira máttu sín. Skúli var örlátur og hjálpsamur er á reyndi. Góður var hann ekkjum og munaðarlausum börnum og öðru aðstoðarlausu fólki Eyddi hann miklu fje til góðgerða; eru margar þjóðsagnir til um höfð- ingsskap Skúl^ En hjeraðsríkur var hann, og harðskiftinn við ríkis- menn og stórbokka, sem öfunduð- ust margir yfir uppgangi hans. Athafnalíf og margskonar fram- farir voru í blóma á Ökrum, og stóð fjárafli Skúla mörgum fótum. Ljet hann smíða rnarga rokka og vefstóla, og fylgdi því fast fram að aðrir lærðu að hagnýta þessar merkilegu nýungar, segir Esphólín. Hafði þetta tvent gjörbyltingu í för með sjer á sviði tóvinnunnar í landinu. Segir Magnús Stephensen svo, í: „Eftirælum 18. aldarinnar", og læt- ur hann „Eykonuna ísland" hafa orðið: „Ekki má það af mjer (18. öldinni) draga, að ýmsar húss-iðn- ir framaðir þú og efldir hjá mjer. Mjer til hamingju sá Jeg snældurn- ar fækka, en rokka aftur inrileiðast, þó gkotrokkurinn gje mjer aftur horfjnn að mestu. Garnspuni varð til góðs gagns um tíma víða al- mennur, einkum á norðanverðri mjer, (Islandi) og yrði það fram- vegis þar og víðar, þegar börn mín sæu sjer hagsmunu að í kaupversl- un. Upphvatning fyrstu og ávísun hjer um má jeg, eins og þá arðsömu dönsku vefi (er komu í stað gömlu Kljásteina vefstólanna) þakka land fógeta mínum Skúla Magnússyni, er leiddi klæðasmiðjuna inn í Revkjavík“. Má öllum sem til þekkja, vera ljósjt, hversu þýðingarmikil fram- faraspor voru með þessu stígin, til aukinna afkasta við ullariðnað í landinu. Líklegt er að samanbúrður inn á hinum eldri áhölditm og þeim nýju, skiljist best, ef líking er dreg- in af hjólbörum og bifreið, eða ein- hverju þessháttar. Landfógetinn á Bessastöðum, YlKUR NÚ sögunni suður á Álftanes. Á Bessastöðum sat uni þessar mundir landfógeti, Kristján Drese að nafni. Ilafði hann í upp- hafi. gefist allvel, en er fram í sótti, fór drykkjuskapur hans og hvers- kyns óreiða að keyra úr hófi fram. En þó einkum eftir að Lafrentz amtmaður andaðist 1744. Tók Drese þá einnig að sjer amtmannsembætt- ið fyrst um sinn. Reyndist hann alveg óhæfur í því starfi og treyst- ist ekki sem vonlegt var, til að hafa dómstjórn með höndum á þingi. Gekk og flest annað í ólestri hjá honum. Yar það eitt með öðru, að þegar sýslumenn og ljensmenn komu til hans með gjöld sín, þótt- ist hann oft ekki hafa tóm til að veita þeim móttöku, eða gefa við- urkenningu fyrir. Var það og næsta þýðingarlítið því hann ljet sig ekki muna um, að ganga frá nafni sínu og undirskrift, ef honum þauð svo við að horfa. Þröngvaði hann mjög kosti leigulíða og var að flestu hinn versti maður. Er Pingel varð amtmaður árið 1745, bárust honum ljótar sögur um þetta framferði, og reyndi hann að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.