Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 12
554 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sína í tje. Var amtmaður hinn versti og segir í brjefi til Skúla litlu síð- ar: „Eruð þjer sá fyrsti og einasti maður, sem hefur farið svo aftan að siðunum, og er jeg hræddur um, að eitthvað annað og meira búi hjer nndir, sem ekki er af góðum toga spunnið“. Mun það vera rjett hjá amt- mannij að þessi djörfung hjá Skúla, var nýtt fyrirbrigði, og sýnir hví- líkur hann var. Að hann kornung- ur , maður, ekki 25 ára gamall og nýkominn í embætti, skyldi dirfast að halda máli sínu til streytu í andstöðu við vilja æðsta valds- manns konungs, er búsettur var hjerlendis; eins og viðhorfin voru á þeim dögum. Er amtmanni var runnin mesta reiðin, varð honum ljóst hve ilt það myndi til afspurnar, ef hann synjaði Skúla um vegabrjef, en hinsvegar þótti honum ekki ráð- legt, að láta hann vera einau til frásagnar. Afrjeð amtmaður því einnig að fara utan. Sigldi Skúli með Berufjarðar-skipi, þá um haust ið, og hafði búsetu í Kaupmanna- höfn hjá einum af Islands kaup- mönnunum um veturinn. Er til Kaupm.h. kom, reyndist Skúli brátt sigursælli í þessum við- skiftum, enda átti hann hauk í horni þar sem Gram var. Snjerist stiftamtmaður á sveif með Skúla, enda gat Lafrentz amtmaður ekki borið á móti því, að hann hefði staðið vel í stöðu sinni. Yildi amt- maður komast að samkomulagi við Skúla, um að hann mælti með hon- um til lögmanns-embættis, sem enn var óveitt, gegn því að Skúli tæki aftur umsókn sína um Skagafjörð. Var Skúli loðinn í svörum, en amt- maður skildi það sem loforð, og mælti eindregið með honum til lög- manns embættis, sem var miklu tignari staða, en sýslumenska. Var þó drjúgum meiri tekjuvon, að vera sýslumaður í góðri sýslu. Er til kom hjelt Skúli fast við um- sókn sína um Skagafjarðarsýslu. Brást amtmaður þá hinn versti við,. og ritaði stjórninni brjef sem þetta er í: „----Umsækjandinn er ung- ur maður, fjekk sýslumannsembætti fyrir tæpum 3 árum og er siðlátur og reglusamur. llann er óheimskur sæmilega lögkænn, en meðallagi vandaður og hefir til sem aðrir ís- lendingar sumir, að slá jafnan var nagla við með sjálfum sjer, þótt eigi sje af hárfínasta tagi. I brjefi mínu 16. des. stakk jeg upp á hon- um í lögmannsembættið, með því að hann hafði lofað mjer því há- tíðlega, að jeg ekki segi með eiði, að sækja ekki um Skagafjarðar- sýslu. En þrátt fyrir þetta sækir hann um bæði embættin, lögmanns- emiiættið og sýsluna, og vill einn gína yfir hvottvegg.ja. llefir hann þó hvorki þann aldur og þroska, nje þá mannkosti er lögmanni ber að hafa, og lýsir það sjer best af hegðun hans og háttalagi í þessu máli, því hvers skyldi fátækur al- múgi mega vænta sjer af honum, er hann sýnir af sjer slíka fífl- dirfsku og óráðvendni í viðskiftum við æðsta yfirvald sitt innanlands“. Var fyrirlitning amtmanns á Is- lendingum hi<i magnaðasta. Segir Jón sýslum. Jákobsson, faðir Jóns Esphólín að þess finnst spor, er sanni ráðríki Lafrentz amtmanns við Islendinga: „Hefir hann og eigi verið þeim unnandi það menn vita“. — Svo varla var von á góðu. En Magnús sýslum. Ketilsson, systur- sonur Skúla fógeta, segir amtmanni til afsökunar: „Að hann hafi að sönnu verið myndugur í brjefuin sínum og notað þrumustíl“. Hinrik Ochsen greifi, er þá var stiftamtmaður rak fljótt augun í misræmið í þessu öllu hjá amtmanni og lagði til við stjórnina að ekki yrði tekið mark á honum, en að Skúla yrði veitt Skagafjarðarsýsla og var veitingabrjefið dags. 14. apr. 1737. Kunni amtmaður, sem að lík- um lætur, illa þessum úrslitum, en ljet þó sem minst á því bera. Kom drengskapur Skúla nú sem oftar í ljós, með því að hann ljet. sem ekkert væri við amtmanninn, enda var það ekki markmið hans að eiga í illdeilum við amtmanninn, held- ur hitt að hafa sitt mál fram; og var allgott með þeim eftir þetta. En alt þetta umstang. vakti athygli á Skúla og óx vegur hans og álit allverulega, bæði utanlands og inn- an, af þessum viðskiftum öllum. Hjelt Skúli heim með Berufjarð- ar-skipi um vorið og skilaði af sjer Austur-Skaftafellssýslu. Reið hann því næst til alþingis, en þaðan norður í Skagafjörð og birti em- bættisskilríki sín á þriggja hreppa þingi að Vallnalaug, þá um sumar- ið. Ekki var honum þó lengi til setunnar boðið, því nú tor hann suður á Bjarnarnes að sækja búslóð sína. Settist hann um haustið, að á Ilofi á llöfðaströnd, og var Guð- rún systir hans bústýra hjá honum, en hún andaðist nokkrum mánuð- um síðar, og tregaði Skúli hana mjög og orkti erfiðljóð eftir hana, sem prentuð voru á Hólum árið, 1738. — Sama haust er Skúli kom norður, fjekk hann og Fljóta-umboð frá Hólastól til umráða og hafði það alla stund meðan hann var í Skagafirði. Þótt Skúli væri ekki lengi sýslu- maður í Skaftárþingi, hafði dvölin í Bjarnarnesi samt mjög mikilsvarð- andi áhrif á líf hans. lljá þeim prestshjónum hafði alist upp Stein- unn dóttir Björns prófasts í Görð- um á Álftanesi. Fæddist henni son- ur 11. nóv. árið 1736, meðan Skúli var í Kaupm.h. í Skagafjarðar rekistefnu sinni. Kendi Steinunn Skúla barnið; var það Jón er síðar varð landfógeti. Á yngri árum, mun Skúli hafa verið nokkuð uppá kven- höndina, sem kallað er, og beið á- lit hans nokkra hnekki um skeið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.