Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 549 föst frásögn síra Sæmundar, sem þá var í Garpsdal, um þennan ófögn- uð. Innarlega með firðinum að sunn an kemur dalverpi eitt lítið. Það er Ólafsdalur. Ber og gróðurlaus fjöll kringja um það á þrjá vegu. En þar blasir við stórt tvílyft timburhús. Það er gamla skólahús- ið, búnaðarskólinn, sem Torfi rak þar með ótrúlegum dugnaði og þrautseigju. Landnáma segir frá því að Ólafur belgur hafi numið Ólafsdal, en hafi áður verið rek- inn burt af tveimur landnámum, í Ólafsvík og Saurbæ. Hann hefir því ekki verið neinn skörungur og hefir orðið að nýtast við þá land- kosti, sem engir höfðu ágirnd á. En fyrir seinustu aldamót sest svo þarna að einn af djarfhuguðUstu dugnaðarmönnum íslenskrar bænda s1«jettar og hugðist sýna Islending- um hvernig á að fara að því að búa hjer á landi og rækta jörði ina. Hann ætlaði að sýna það á þann hátt að gera þetta harðbala- kot að stórbýli. Það er í rauninni sorglegt? að ævistarfi Torfa skyldi fórnað þarna. Alt var honum and- stætt. Samgöngur 'erfiðar, jörðirr grýtt og ófrjó, beitarland fyrir kýr af skornum skamti, engin hlunn- indi. Manni verður ósjálfrátt hugs að til þess hvað Torfi mundi hafa getað gert ef hann hefð,i sest að í Saurbænum, eða á einhverri kosta- jörð annars staðar. En þess má enn sjá merki hvernig Torfi vann brauð úr steinum á þessum stað og kendi öðrum það. Þar er ekki hægt að géra meira en gert hefir verið. Framsókninni er lokið, enda voru henni takmörk sett, og hvað verður nú um Ólafsdal og verkin hans Torfa? Bíllinn rennur yfir Ólafsdalseyr arnar og lengra inn með firðinum, Gilsfjörður er langur. Aftur prílar bíllinn hátt upp í hlíð. Vegurinn hefir verið endurbættur í sumar og er nú orðinn sæmilegur. Hjer er lítið að sjá annað en snarbratta hlíð fyrir ofan, og snarbratta hlíð fyrir neðan, niður að firðinum þó tekur þetta enda og alt í einu blas- ir við manni botn fjarðarins og tveir bæir, Kleifar fyrir botni og Bfekka að norðanverðu. Þarna er fagurt. Sljett flæði- engi er innnan við fjörðinn og um- hverfis það eru háir klettar í hálf- hring og fram af þeim steypist foss. Þetta er Gullfoss. Og skamt . frá honum stendur Kleifabærinn, reisulegur á stóru túni. Fjöll til beggja handa. Þarna eru öll þau einkenni lands vors, sem mönnum eru minnisstæðust^ grænar grund- ir, blá fjöll, klettabelti, foss, bænda býli og sjór. v Nú er farið yfir ána, þvert yfir grundirnar og norður að Brekku. Þar skiftast vegir. Annar liggur út með firðinum að norðan, en hinn upp á Stéínadalsheiði. Þegar fram hjá Brekku kemur verður vegur- inn þegar brattur. Hann liggur þar upp með gili. Og brátt er svo kom- ið, að hrikalegt gljúfur er á aðra hönd, en snarbrött hlíð á hina. Sums staðar liggur vegurinn tæpt. Hann er þröngur, grýttur og krók- óttur og verður æ erfiðari, því að brattinn verður meiri þegar upp í hlíðina dregur. Bíllinn verður að taka á öllu, sem hann hefir til. Þetta er held jeg einhver allra versta leið, sem jeg hef farið af þeim leiðum sem ætlaðar eru stór- um áætlunarbílum. Og þó versnar enn. Nú þurfum vjer að fara yfir gljúfrið. Að vísu er brú á því. En veginn ber skakt að brúnni báð- um megin. Þröngur hlykkur er á honum við hvorn brúarsporð, og snarbratt. Brúin er svo mjó, að það er rjett aðeins að bíllinn getur skriðið milli handriðanna. Og þess vegna verður hann að koma beint á hana og til þess verður hann að „bakka“ og setja sig í rjettar stell ingar þarna í bröttum króknum, rjett á gínandi gljúfurbarminum. Jeg heyri kunnuga menn í bílnum tala um það hvað þessi vegur hafi verið klaufalega lagður og hættu- legur. Yjer komumst samt klak- laust yfir brúna. En því má skjóta hjer inn í að þetta var seinasta ferðin sem bíllinn fór yfir hana full- ur af fólki. 1 næstu ferðum urðu allir að fara úr bílnuni og ganga yfir brúna, því að hún var biluð. Enn er lengi ekið upp brattar brekkur þangað til að lokum er komið upp á háheiðarbrún. Þai’na er sögulegur staður. Þarna stóð Guðmundur biskup góði árið 1495,*) segir sagan og bandaði á móti StórupTágu, með þeim árangri, að hún kom ekki á Vestfirði. Nú vantar einhvern góðan mann til að standa þar og banda öllum bíl- um frá því að fara Steinadalsheiði, því að þetta er ekki vegur fyrir þá. Máske legst hann líka niður þegar vegur er kominn úr Bitru yfir Kollafjörð. Þá verður farinn Laxárdalur og Laxárdalsheiði. Nú er sá vegur kominn alla leið að Óspakseyri í Bitru og vantar ekki nema að koma honum yfir háls- inn. Þeir sögðu fyrir norðan að helst stæði á því að mönnum kæmi saman um hvar v^gurinn ætti að liggja yfir hálsinn. Efst á Steinadalsheiði er vatn nokkurt en sjálf háheiðin er, mjÖg stutt og fer brátt að halla austur af. Er nú ekki jafn bratt o^ áð- ur og miklu grösugra, enda fara menn stundum hingað til heyskap- ar. Er nú komið ofan í Steinadal- inn og fyrst komið að samnefndum bæ. Skamt utan við liann eru Ljúfustaðir; þar sem Guðjón al- þingismaður Guðlaugsson bjó lengi. Þá eru Miðhús og gegnt þeim sunnan dalsins er kirkjustaðurinn Fell. Og þegar farið er þar fram *) Guðmundur biskup dó 1237.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.