Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 6
242 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skáldanna Sophoklesar, Euripides- ar, Aristophanesar og annarra, unni Shakespeare framar öðrum. kynnti sjer rit frönsku meistar- anna Moliére og Racine, dáði Maeterlinck og Ibsen, Gerhard Hauptmann og Lessing og marga íleiri., Hann ræddi um hlutverk kórsins í grísku leikritunum og upplausn iians í einstakar persón- ur, um forboða illra örlaga í ritum Maeterlineks og hversu smávægi- leg atvik eins og vindgustur og hurðarskellir auka á óhugnanlega rás viðburðanna. í flestum leikrita Indriða má benda á margskonar tækni, er hann lærði af hinum miklu meisturum, enda má full- yrða, að mestur styrkur hans sem leikritaskálds hafi verið hinn ytri búningur og sviðsetning. Sjest þetta gleggst í „Nýjársnóttinni“ og má telja mikla furðu, að 18 ára skólapiltur hafi getað samið slíkt leikrit, er hefir verið sýnt ottar en flest eða öll önnur íslensk leik- rit og er enginn vafi á því, að „Nýjársnóttin" mun ætíð verða tal- in eitt af vinsælustu leikritum þjóð- arinnar. „Dansinn í Hruna“ er eitt af síðustu leikritum Indriða og er hann í bundnu máli, undir mjúk- liðahætti Shakespeare, Schillers og annarra og sagði hann mjer, er hann hafði leikrit þetta í smíð- um, að hann yrði að semja eitt leikrit undir þessum hætti til þess að sýna ást sína og aðdáun á þess- um mikla meistara heimsbókmennt anna. í þessu leikriti þræðir hann stundum næstum orðrjett orðaval og setningar Shakespeares, eins og bent hefir verið á. Indriði var alla tíð fátækur mað- ur af veraldlegum gæðum, fjöl- skyldan stór og mörg mannvænleg böm, er hann og hans ágæta kona veittu hið besta uppeldi. Jeg hygg, að fáir menn hafi verið áhyggju- lausari en hann um daglega af- komu, en allt farnaðist vel. Hann var sjálíur kominn af ágætum skagfirskum ættum, en kona hans, frú Marta, af hinni kunnu Guð- johnsensætt. Hann unni Skagafirði og talaði m. a. oft um ágæt reið- hestakyn þar og óskaði sjer að eiga sex hvíta gæðinga. Hann var ágæt- lega að sjer í íslendingasögum og unni ölJum þjóðlegum fróðleik, einkum þjóðsögum, eins og leikrit lians „Hellismenn“ og „Dansinn í Hruna" bera vitni um. Sturlunga- saga var eitt af uppáhaldsritum hans, og oft barst talið að Kolbeini unga og öðrum skagfirskum höfð- ingjum. Hann var skartmaður mik- ill, unni dansleikum og veislufagn- aði og var ætíð aufúsugestur, er efnt var til skemmtana í hinu fá- breytta lífi höl'uðborgarinnar, enda var hann hrókur alls íagnaðar. Hann liíði í raun og veru í öðrum heimi en flestir samborgarar hans. Hann leitaði fegurðarinnar ekki að- eins í skáldskap og listum, heldur einnig í daglegu lífi. í sannleika lifði hann draumóralífi róman- tískra skálda allt lífið. Á stúdenta- mótum setti hann ætíð upp stúd- entshúfu sína og gekk inn í raðir ungra stúdenta, en þar kunni hann vel við sig, og munu fáir hafa not- ið hinnar sönnu stúdentsgleði bet- ur en hann. Hann var íþróttamað- ur mikill á yngri árum og tamdi sjer göngur allt lífið. Hann ljek sjer að því að ganga milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar á hálfum öðrum tíma og hjelt þessum hætti fram á efri ár. Hann þakkaði þess- um göngum sínum þá ágætu heilsu, er hann hafði. Svefnleysi þjáði hann þó um allmörg ár. ævinnar. en hann rjeð bót á því með sjóböð- um á hverjum morgni og ljet sækja sjer sjóvatn og reyndist honum þetta betra meðal en öll önnur, að því er hann tjáði mjer. Hann var hagfræðingur að menntun og endurskoðandi lands- reikninganna um langt skeið, uns hann gerðist skrifstoíustjóri í fjár- málaráðuneytinu. En þótt hann yrði að glíma við erfiðar tölur og hagfræðilega útreikninga lengi æv- innar, tókst honum jafnvel að varpa skáldlegum blæ yfir þessi efni, er hann ritaði um hagfræði. Heimilislíf hans var einnig umvaf- ið rómantískum bjarma. Sönggáfa Guðjohnsensættarinnar gekk í erfð ir og hljómlist og söngur var iðkuð daglega á heimilinu. Hefir frú Eufemía, dóttir skáldsins, lýst þessu heimilislífi fagurlega í bók sinni „Lifað og leikið“, er hún hefir birt ekki alls fyrir löngu. Öll börn- in voru meira og minna ^söngelsk og iðkuðu hljómlist og flest hneigð- ust þau einnig til leiklistar, enda Ijeku dæturnar flestar um langt árabil og urðu kunnar leikkonur, einkum frú Guðrún, er giftistPáli Steingrímssyni ritstjóra, og varð hún ein af bestu leikkonum ís- lands. Frú Eufemía giftist Jens Waage, síðar bankastjóra, er var framúrskarandi leikari og afbragð að mannkostum. Ungfrú Emilía og frú Marta Kalman urðu einnig góðar leikkonur og átti þessi fjöl- skylda því verulegan þátt í allri leiklistarstarfsemi höfuðborgarinn- ar, en eins og kunnugt er var Leik- fjelag Reykjavíkur stofnað 1897, en Indriði Einarsson var leiðbein- andi þess fyrsta árið. Einar sonur Indriða var bæði góður söngmað- ur og leikari og virtist hafa erft skapgerð föður síns og lífsviðhorf, en hann dó því miður á besta aldri, öllum harmdauði. Dóttirin Lára giftist Pjetri Bogasyni yfirlækni í Danmörku, en yngsta dóttirin Ingi- björg Ólafi Thors, núverandi ráð herra. Yngri sonurinn Gunnar Við- ar er, eins og kunnugt er, banka- stjóri Landsbankans. Þau Indriði og frú Marta áttu því miklu barnar láni að fagna, og má gera sjer í hugariund gleði foreldranna að sjá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.