Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2.".2 Druknan í Ölfusá. Runólfur Runólfsson (Sverrissonar 1 a á Mariubakka í Fljótshverfi), tucóir Sverris steinhóggvara í Reykja- vík,- var ásanit íleii'um aó vegavinnu undir tngólfsfjalli suniariö 1809. Sunnu- ítttginn 22. ágúst fór Runólíur við ann- an mann niður á Eyrarbakka til þess aö sækja verkakaup þeirra fjelaga fyrir nokkrar vikur. Greiddi sýslumað- ur verkalaunin og fór Runólfur við það aftur með 60—70 rdl. í vasanum sem aðrir áttu, auk sinna peninga. Þegar þeir fjelagar komu að Ölfusá reið sam- ferðamaður Runólfs heim að Laugar- tiæltnn til þess að fá þar ferju, en á ineðan reið Runólfur út í ána rjett neð- an vtð ferjustaðinn og greip hesturinn j.egar sund. Bar þá nú út i iðu og sást úr landi að Runólfur hvarf af hestin- um tvisvar eða þrisvar, en komst á bak aftur, uns hestur og maður soguðust t.áðír í kaf og skaut eigi upp aftur. Rwnólfs var lengi leitað og fanst hann eigi, en hestuiinn fanst dauður i ánni niður hjá Kaldaðarnesi. Ilinn ungi málari Pjetur Friðrik Sigurðsson hefir undanfarna viku haft málverkasýníngii i Listamannaskálanum. Hefir hún verið vel sótt og murgur myndir selst. Sýningin verður enn opin í dug og á morgun. M.vndin hjer að ol'an er af einu máiverkinu og sýnir iandslag hjá Húsafelii í Borgarfirði. Ófarir hrossa Á öndverðum vetri 1870 fóru 3 menn úr Blönduhlíð í hrossaeftirleit upp á Öxnadalsheiði. Þar skiftu þeir sjer. — Einn þeirra var Jón Pjetursson frá Bjarnastöðum í Blönduhlíð. Hann gekk norður heiðina og vestur á Grjótárdal og fann þar fyrir sjer fremst um dal- drögin hraunkvos eina mikla upp í fjallseggjum, upp af einni af hinum svönefndu Grjótlækjarskálum. Öllum megin við kvosina var stórgrýtisurð og snarbratt á 3 vegu. Vanst honum með harðfylgi og þrautum a& komast niður í kvos þessa og þar hitti hann eigi færri en 26 hross. Voru fimm þeirra tórandi eða aðeins með lífsmarki. Hin öll dauð. Var auðsjeð að 3 þeirra höfðu drepist er þau hröpuðu ofan í urðina, því-að þau voru í fullum holdum. Sjer- staklega kvað hann sjer hafa ofboðið að sjá hryssu eina gráa er hann þekti, því að hún hekk á hraunsnös og hefur lemstrast þar í fallinu, en blóðgusur sáust á grjótinu fram undan henni. Auðsjeð var að hinir 18 höfðu ves'ast þar upp úr hungri, því að þeir voru ckki annað en skinin beinin. — Metorðaskattur var afnuminn hjer á landi með lög- um 1871. Þeir embættismenn, er goldið höfðu metorðaskatt af embættistign sinni, voru: stiptamtmaður 70 rdl. ár- lega, biskup, háyfirdómarinn og amt- menn 40 rdl. árlega hver þeirra, og dómendur í yfirrjetti 16—13 rdl. hvor. Hrossadauði varð almikill ú Suðurnesjum upp úr nýári 1871. Drápust 12 hross í Njarð- víkum, Garði og Leiru. Snorri Jónsson dýralæknir fór þá suður þangað að at- huga þetta', og komst hann að þeirri niðurstöðu að ekki væri um faraldur að ræða, heldur iðraveiki og sandsótt. í innýflum eins hestsins fann hann rúmlega 30 pund af sandi. Steinhús. Elsta steinhúsið hjer á landi er Við- eyjarstofa, bygð 1752. Hegningarhúsið á Arnarhóli (Stjórnarráðið) var bygt á árunum 1759—64. Á árunum 1760— 70 voru svo bygð þessi steinhús, sem öll standa enn: Dómkirkjan á Hólum, Viðeyarkirkja, Bessastaðastofa og land- læknisstofan í Nesi. Öll þessi hús voru kjallaralaus, nema stofan á Nesi. Undir nokkrum hluta hennar var kjallari, með hvelfdu lofti úr hraun- hellum, sem sljettaðar voru að neðan með kalklími .Þessi kjailari var gerð- ur til þess að geyma í honum meðul. Flötu þökin. Skömmu eftir 1880 var bygt tvílyft „kassahús“ við Skólavörðustíg. Það var portlaust og þakið nálega flatt. Hús þetta vakti þá talsverða athygli vegna þess hvað mönnum þótti það ljótt. Um 1930 voru flötu eða rislágu þökin tekin upp á ný í Reykjavík, sjer- staklega á steypuhúsum, og náðu þau mikilli hylji. Vanskapnaður Arið 1667 fæddist mjög vanskapað barn austur á Fljótsdalshjeraði, „sem verið skyldi hafa höfuðlaust, en munn- urinn á brjósti, augun á öxlunum, en niður frá alt samfast sem seismynd." (Kjósarann.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.