Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 4
( 483 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f eru, enda þótt þfer sjeu nefndar Auðarbær. Páll Þorsteinsson, sem bjó á Botni 1913, kom niður á leif- ar af fornum bæ, er hann var að gera matjurtagarð nokkuð frá bæ- arrústunum. Fann hann að þar hafði langeldur verið. Ennfremur fann hann þar leifar af lár og í honum brýni og skæri. Mundi ekki Auðarbær hafa staðið þar? r —*— W Hjer samtengist undraverð nátt- r úrufegurð hugljúfum og sorgleg- f Um minningum frá upphafi sögu f þessa dals og tekur hug manns. Og l manni finnst eins og það sje engin ? tilviljun að einmitt hjer skyldi búa hin göfugasta kona fornaldarinnar og útlaginn heiðni, sem bar fram í ljóðum helstu boðorð æðstu sið- menningar: Vektu eigi víg, vertii friðsamur við alla menn, hjálpaðu blindum, höltum og handarvana, nem þú það eitt sem gott er og vit að ekkert er manni sjáll'um verra en að fara með níð. Hjer í þessum fagra og friðsæla dal fin^t manni að ekki geti þróast aðrar hugsanir en þær sem góðaj; egy ps.. göfugar. Ekki veit jeg hvað Grelöð hefði sagt um ilm jarðar, ef hún hefði komið hjer. En úr því að henni fanst hunangsilmur úr grási á Hrafnseyri, þá hefði hún orðið að taka miklu dýpra í árinni hjer. Og trauðlega get jeg trúað öðru en að allir þeir, er hjer alast upp geti tekið undir þau orð er skáldið leggur Gunnari á Hlíðarenda í munn: „Hjer vil jeg una ævi minn- ar daga alla sem guð mjer sendir“. Hjer er eitt nærtækt dæmi því til sönnunar: Magnús Kristjánsson bóndi í Botni hefir búið þar fjölda mörg ár og er nú roskinn maður. Hann var orðinn þreyttur á búskapnum og í hittiðfyrra brá hann búi, farg- aði öllum skepnum sínum og flutt- r, istrtfl'Reykjavíkur. Þar helt hann að lífið mundi verða sjer ljettara. En hann nam þar ekki yndi og í fyrra fluttist hann aftur í Botn. „Reykjavík átti ekki við mig, þar er ekkert frjálsræði“, sagði hann við mig, og með þessum fáu orð- um hafði hann útlistað alt er máii skifti um það, hvers vegna hann hvarf heim aftur. Til allrar ham- ingju hafði hann ekki selt jörðina. Húsin höfðu staðið mannlaus um veturinn, en voru óskemd svo að hann gat flutt inn í þau. Og svo keypti hann sjer nýan bústofn, kýr, sauðfje og hesta. En hann ljet ekki þar við sitja .Hann keypti dráttarvjel (traktor) og plóg og tók að færa út túnið. Og nú átti hann sláttuvjel um borð í Esju. Hann var kominn til gömlu jarð- arinnar sinnar aftur með þeim á- setningi að hefja þar nýtt land- nám og búa í haginn fyrir kom- andi kynslóðir. Og nú var afráðið að Gísli sonur hans, hinn mann- vænlegasti maður, skvldi taka við jörðinni þegar faðir hans hættir búskap. Mjer er nær að halda að það hafi verið einangrunin, sem fældi þá frá jörðinni. En þeir sannfærðust um að margmenni væri verra en einangrun. Og nú þykjast þeir ekki einangraðir lengur, því að þeir hafa fengið talstöð, og það sögðu þeir að væri mikil viðbrigði. Aftur á móti fanst mjer að þeir væri ekk- ert sjerlega hrifnir af hinum nýa vegi, sem þangað á að koma frá Bíldudal umhverfis Suðurfjörðu. Mjer fanst þeir kvíða fyrir því að hann færði sjer margmenni og átroðning, en lítið gagn, því að þeir eru vanastir því að treysta á sjóleiðina til Bíldudals um nauð- synlega aðflutninga. ----A---- Úti í túnjaðrinum mættum við Gísla og stundum upp beiðni um að okkur væri sýndir sögustaðirn- ir. Hanri" tók glaðlega undir það og kvað föður sinn allra manna kunnugastan hjer og hann mundi fús á að ganga með okkur. Varð og engin fyrirstaða á því. Magnús lagði þegar á stað og gengum við suður yfir ána, og er þar brú á henni. Skamt handan við hana tekur skógurinn við og hefir Skógræktin afgirt þar allstórt svæði milli Einhamars og árinnar. Hjer eru hin ákjósanlegustu skil- yrði til þess að rækta nytjaskóg, nóg skjól í birkiskóginum og jarð- vegur ágætur. „Mjer var lofað því“, segir Magnús, „að hjer skyldi gróður- sett allmikið af greni og öðrum trjátegundum í vor. En það var ekki gert og mjer sárnar það. Þeg- ar jeg leyfði að besta skóglendið í dalnum, og þá um leið besta hag- lendið, væri afgirt, þá var það með því skilyrði að nýum og enn gagn- legri skógi yrði komið þar upp“. Jeg reyndi að bera í bætifláka Skógræktarinnar vegna, sagði að hún mundi hafa verið í vandræð- um með plöntur í vor vegna vetr- arhörkunnar og vorharðindanna. En jeg segi frá þessu til þess að sýna að áhuginn fyrir ræktun nytjaskóga nær inn til efstu og af- skektustu dala og nauðsyn er að hlúa að þeim áhuga með fram- kvæmdum, svo að hann kulni ekki. ----A--- Við gengum í skógarjaðrinum upp með ánni. Skógurinn er þar hár og svo þjettur að ilt er að kom- ast um hann. Þarna skamt frá gö^- unni sýndi Magnús okkur fylgsni Gísla, sem sagan segir að sje sunn- an við ána og undir kleifunum. Þar er dálítil hringmynduð hola og virðist grjóthleðsla hringinn í kring. Staðurinn er hinn ákjósan- legasti fyrir slíkt fylgsni. Áin er skamt frá og gat tekið við allri mold, skógurinn þjettur og leggjast greinar alve'g yfir fylgsnið, svo að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.