Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 13
T LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ari en sú upphitun, sem vjer eigum nú að venjast. Húsmæður hafa þá óteljandi rafmagnsáhöld, sem samtals munu geta afkastað eins miklu og allur þjónaf jöldinn í höll- um manna á miðöldum. Þegar verkamaðurinn kemur heim frá vinnu, byrjar hann á því að borða gervikjöt, sem konan hef- ir steikt í radarofni. Að því loknu sest hann í hægindastól, slökkur ljósið og opnar sjónvarpið. Menn þurfa að skemta sjer árið 2000 eins og nú. En þeir gera það á annan hátt. Þeir eru hættir að fara í bíó, leikhús og á hljómleika. Slíkar stofnanir eru þá liðnar undir lok. Útvarpið hefir einnig verið lagt á hylluna, en sjónvarpið er komið í staðinn fyrir alt þetta. Og þá er það orðið svo fullkomið að menn verða að beita öllum skilningar- vitum sínum, ekki aðeins sjón og heyrn eins og nú, heldur geta menn þreifað á því, sem þeim er sýnt og fundið angan af blómum og öðru. En þá verður líka gætt meira siðgæðis um útsendingu skemti- atriða heldur en nú ,er. ____•____ Um aldamótin 2000 verða til bæði knattspyrnumenn og hnefa- leikarar. En það gerir sjer enginn ferð út á íþróttavelli eða í sýn- ingarsali til þess að sjá þá keppa. Menn horfa á kepnina heima hjá sjer. Almenningsvagnar verða úr sög- unni og í þeirra stað verða komn- ar þyrilvængjur, knúðar af kjarn- orku og geta flogið 500 km. á klukkustund. Og þá verður kom- inn fram nýr leikur, ef leik skyldi kalia. Það er hið svonefnda þyril- vængja-póló. Þar keppa hraðfleyg- ar flugvjelar, sem fljúga lágt og hafa knetti fylta með helíum. í hverri kepni verða hryllileg stór- slys, en þau verða aðeins til að æsa menn til þess að horfa á meira af því tagi. þ 497 Menn eru nú þyngri fyrir held- ur en þeir voru um seinustu alda- mót, en eftir 50 ár þarf þó enn meira til þess að koma þeim úr jafnvægi. Hið eina sem þeir verða þá sj|erstaklega sólgnir í, er fjár- hættuspil og veðjanir. Og til þess að nota sjer þennan veikleika mannanna hafa ríkisstjórnirnar þá komið á fót stórkostlegum happ- drættis-fyrirtækjum, og ná þannig stórtekjum í ríkissjóðinn. ____•____ Menn verða alveg hættir að sofa. Þá eru smiðir hættir að smíða rúm, j því að efnaverksmiðjurnar hafa iframleitt töflur, sem taka af mönrium svefn. Ein tafla kemur í staðinn fyrir 8 stunda svefn. Menn verða einnig hættir að drekka áfengi, vegna hinna skað- legu eftirkasta, sem það hefir. En í þess stað verða komin ótölu- lega inörg lyf, sem Örfa menn og hvíla, gera þá káta eða stilta, eða vekja hjá þeim lifandi dagdrauma og stelukend. Tískan í klæðaburði er þá úr sögupni, eða iöllu hfifdur orðin að umskiftingi. Menn eru þá hættir að klæða sig til skjóls. Menn nota föt áðeins til þess að skreyta sig, og þáð gerir hver eftir sínum eig- in smekk. Baðföt þekkjast þá ekki, menn og konur ganga allsnakin á baðstöðunum, fleygja máske ein- hverri flík yfir sig til þess etns að hylja vörtur eða önnur líkams- lýti. ' Mikla ánægju hafa menn af mat- arveislum, sjerstaklega hinir góð- lyndu feitu menn. En maturinn verður allur annar en nú, og fram- reiddur á annan hátt. Aðalfæðan verður þá svif úr sjónum, gerfi- hveifi og gervikjöt, sem er krydd- að rrieð ilmefnum, er unnin hafa verið úr kolum og steinolíu. Mikill skortur verður á pappír og hefir það áhrif á bókaútgáfu. En það gerir máske elcki svo mikið til, því að barnabörn eða barna- barnaböirn vor lesa ekki annað en þau nauðsynlega þurfa vegna at- vinnu sinnar. Skemtilestur þekk- ist þá varla, að.minnsta kosti ekki í borgunum. En menn ferðast mik- ið og ferðast langt og skemta sjer með allskonar samkornum og leik- um. íslensk spá um árið 2000. T Árið 1933 ritaði dr. Helgi Pjet- urss 'stutta grein um þetta efni og segir þar svo: Um aldamótin 2000 verða hag- ir mannkynsins orðnir gerbreytt- ir frá því, sem nú er. Fyrst og fremst vérður heilbrigði og far- sæld miklú almennari og meiri en nú gerist, sþví að mjög miklu bet- ur verður kunnað að færa sjer í nyt það sem miðar til eflingar lífs- ins, hvort’sem það er ástin, ljósið eða fýri og ilmi (Ozon) loftsins. Hver maður mun þá eiga þess kost. miklu fremur en nú gerist, að á- ' stunda að verða sem fullkomnast- \i ur bæði r andlega og líkamlega. Mjög mikil breyting verður orð- in á atvinnuvegunum. Enginn maður verður þá að ala aldur sinn við að brjóta berg í þröngum námagöngum og eiga á hættu, eins og svo oft hefur borið við, að 5 verða þar lifandi grafinn og bíða hinn hræðilegasta dauðdaga. Þess 'l verður þá engin þörf, að farið sje niður í jörðina til að sækja sól- ’ skin — því að kol má segja að sje margra miljóna ára gamalt sól- skin í nokkurs konar álögum, sem það leysist úr þegar kolin brenna. Menn munu þá kunna að nota sól- skin samtíðarinnar. Jarðrækt mun verða stunduð mjög mikið, en með mjög breyttum og nýstárlegum að- ferðum. Hraðrækt mætti nefna það, og verða við það notaðir geislar sem m«nn vita nú lítið unv Nýar ávaxtategundir verða þá fram-i i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.