Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1951, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS c 489 19 lvleiíarnar. (Ljósm. Þorst. Jósepsson). það verður ekkí fundið nema menn gangi beint á það. Sigurður Vigfússon rannsakaði sögustaði í Geirþjófsfirði 188‘L Vissi þá enginn um kleifarnar nje fylgsni Gísla. Kleifarnar fann Sig- urður þegar og eftir nokkra leit í skóginum neðan við þær, sá hann líkt og ferhyrnda laut undir ofur- litlu barði. Hann gróf þar og komst að raun um að þarna hefði verið eitthvert skýli, birkireft og með torfþaki og hefði þakið fallið niður í tóftina. Sjálf tóftin mæld- ist honum 9x8 fet, niður grafin, svo að þakið hefir verið eins og kollótt- ur hóll. Giskaði hann á að hæð undir ræíur heíði verið rúmlega 2 álnir. Björn K. Þórólfsson skoðaði þennan stað áður en hann gaf út Gísla sögu fyrir Fornritaútgáfuna og er ekki trúaður á að þarna hafi verið fylgsni Gísla. „Af fylgsnum hans munu nú engar minjar til vera“, segir hann í formála fyrir útgáfunni. Þrátt fyrir það íinst mjer hnyridunaraílinu leyfilegt að gera úr þessari gróf fylgsni Gísla, því að á þessum slóðum hefir það verið. Varla hefir það verið stærra um sigæn grófin og það hefir ver> ið grafið í jörð til þess að sem minst bæri á því. Skamt hefir það verð frá götunni upp með ánni, því að þess er getíð að Gísli og konurnar heyrðu þangað manna- mál er þeir Eyólfur komu neðan með ánni og röktu slóð þeirra. Og skamt er þaðan á kleifarnar, þar sem Gísli hefir ætlað sjer vígi, ef fjandmenn bæri að. Og ekki er Björn Kr. Þórólfsson í neinum vafa um að sagan segir rjett frá kleif- unum. í kleifunum er allgott vígi. Renn- ur áin öðrum megin við þær, en hinum megin er lækjargil og heit- ir þar Snorralækur. Uppi á ldeif- unum er talsvert lausagrjót, heli- ur, eins og segir í sögunni. En hægt er að kornast upp fyrir kleif- arnar beggja vegna og að baki þeim, sem þar stendur. Þess nrunu Eyólfsmenn og hafa freistað, þess vegna flýr Gísli af kleifunum. Ann ars ber þess að gæta, að miklar breytingar hafa sjálfsagt orðið á kleifunum síðan þetla var. Þús- und vetra frost hafa sprengt þær og mulið og þúsund vorleysingar hafa sópað burt lausagrjóti og valdið skriðum. Þannig geta háir klettar með báðum giljum hafa brotnað niður og eyðst. Þegar Sigurður Vigfússon var þarna 1882, sagði bóndinn í Botni honum frá því, að hann hefði sprengt klettanefin báðum megin við skarðið, þar sem gatan lá upm á kleifarnar, til þess að geta far- ið þar með heyband. Taldi haim að skarðið hefði áður verið um 2 álna breitt. Þarna liafa því einnig orðið breytingar af mannavöldum. En þetta eru kleifarnar, sem sagan talar um, og enn þykist mað- ur sjá staðinn þar sem Gísli hjó Njósnar-Iielga sundur í miðju svo að búkurinn vait í tvennu lagi nið- ur klappirnar. Eftir sögunni að dæma virðíst örskamt milli Einhamars og ldeif- anna, en það er þó drjúgur spöl- ur og alt skógi þakið á milli. Þeg- ar Gísli hefir sjeð sitt óvænna á kleifunum, hefir hann hlaupið i skóginn. Kom hinum þetta að ó- vörum og varð hvíld á sókninni, eins og sagan segir. Munu þeir sennilega hafa óttast að Gísh ljeti nú skóginn gæta sín. En litlu seinna stendur hann uppi á stalli i Einhamri og ögrar þeim að nýu. Einhamar er um 16 in. á hæð og þverhnýptur að framan, en að sunnanverðu er sljett af brekkunni fram á brún hans og er þar svo greitt aðgöngu að ekkert vígi er uppi á hamrinum. En á stallinum norðan í honum er svo gott vígi, að þar má ekki koma við öðru en spjótalögum, eins og sagan segir. Upp á stallinn verður eklii kom- ist nema eftir geil og það er sú geil, sem eitt handrit sögunnar seg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.