Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 2
534 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS munu snemma hafa tekið upp á því að æfa skotfimi og einhver vísir að skotfjelagi mun hafa ver- ið hjer þegar 1840, því að á því ári gaf bæarfógeti út auglýsingu um að ákveðinn dag fari fram skot- æfingar á melunum „til frækleiks“. Segir hann að skotið verði frá kirkjugarðinum til suðurs, og alla leið suður að Skerjafirði og sunn- an vtð Sauðagerði sje hættusvæði meðan á skotæfingunni standi. Varar hann fólk við að vera þar á ferli á þeim tíma. Slíkar skotæfingar voru oft síð- an, en þó er það ekki fyr en 1867 að Skotfjelag Reykjavíkur er stofnað. I lögum fjelagsins er að vísu ekkert getið um tilgang þess, en bæði af nafninu og lögunum sjálf- um má ráða að það hefir verið iþróttafjelag sem æfði skotfimi. En jafnframt hefir það verið skemti- fjelag. En það er einkennilegt við fjelagsskapinn að fieiri mega vera í honum heldur en skyttur einar. Fjelagsmenn skiftast í aðalfjelaga og aukafjelaga. Aukafjelagar eru þeir, sem ekki taka þátt í 2 skot- æfingum á ári að minsta kosti, en eru hluthafar í byggingu fjelags- ins. Sfeotmenn hafa einir atkvæðis- rjett um alt er við kemur skot- æfingum Jjluthafar j byggingu hafa einir atkvæðisrjett um alt sem henni við kemur. Á hverri kepni eru skotmenn skyldugir að skjóta fyrir aðra fjelagsmenn án endur- gjalds. Árgjáld í fjelaginu var 6 rdl. og ef einhver greiddi það ekki á rjett- um tíma, var hann rækur úr fje- laginu. Hver fjelagsmaður var auk þess skyldur til að kaupa „medalfu með bandi“ og það merki áttu allir að bera á skotæfingum, á aðalfundum og við önnur hátíð- leg tækifæri. Sá, sem vanrækti það, skyldi gjalda 16 sk. sekt, og kom það oft fyrir að menn voru sektaðir vegna þess að þeir höfðu gleymt þessu merki heima. Skotfærið var upphaflega 150 alnir og var þeim skotbakka haldið við með sjerstökum framlögum. Skotspónninn stóð niður undir tjörninni, og þegar skotæfingar voru, skullu kúlurnar þráfaldlega á stórgrýtinu í holtinu handan við tjörnina. Þótti þá lífsháski að fara stíginn suður að kotinu Móhúsum, sem stóð þar sem Þórhallur biskup reisti Laufás seinna. Var sá stígur upphaf Laufásvegar. Seinna var svo gerður annar skotbakki og var skotfærið þar helmingi lengra, eða 300 alnir, og var skotspónninn þá færður lengra suður með tjörninni. Þessi skotbakki var notaður þegar verðlauna skotkepni fór fram, en slík kepni skyldi vera þrisvar á ári, og máttu ekki aðrir taka þátt í henni en fjelagsmenn. En svo var stundum efnt til auka-skotkepni, og fekk þá hver sem vildi að reyna skotfimi sína. Skotspónninn var hvítt spjald, deilt í 12 hringreita, og var auð- vitað keppikeflið að hæfa miðdep- ilinn. En af skýrsium um skotæf- ingar má sjá, að margir hittu ekki einu sinni spjaldið. Aftur voru sumir afbragðs skyttur, og þeir voru vanalega fengnir til þess að skjóta fyrir aukafjelagana. Það var líka leyfilegt að hafa mynd (Figur) í staðinn fyrir skotspón, en ekkert segir um hvernig sú mynd átti að vera, líklega mannsmynd, en það skyldi ekki gert nema efni og ástæður leyfðu, og má á því sjá, að þessar „myndir“ hafa verið miklu dýrari cn hinn venjulegi skotspónn. Stjórn fjelagsins sá um að jafnan væri nægir skotspænir til á hverri kepni, og voru þeir smíðaðir í hvert skifti. Hún sá og um að trygt eftir- lit væri haft með hverju skoti, og eftir hverja Iotu skyldi skotspónn- inn borinn saman við „skotbókina“ til þess að sjá hvort öllu bæri sam- an. Skotbókin var geymd í Skot- húsinu og þar skráð hvert skot, en hjá skotvörðunni var markvörður er gætti þess að skrá skotin og hvar kúlurnar hefði hæft. Skyttumar voru inni í Skothúsinu og „lögðu á“, en þó mátti með sjerstakri sam- þykt ákveða að menn skyldi skjóta fríhendis. Fyrir hverja aðalskotkepni voru gefin út sjerstök spjöld eða númer handa keppendum og kostaði hvert númer 1 rdL Fylgdi því rjettur til þess að skjóta 3 skotum. Menn gátu fengið tvö númer eða fleiri, og aukafielagar gátu fengið númer, en stjórnin ákvað með hlutkesti hverjir skyldi skjóta fyrir þá. Við aðalkepni máttu menn ekki velja sjer skotmenn sjálfir. Verðlaun voru mörg og var stundum miklu til þeirra kostað. Voru bestu verðlaunin gjarna silf- urmunir, sem smíðaðir voru hjer í þessu skyni. Marga verðlaunagrip- ina smíðaði Sigurður Vigfússon. Sá sem fekk flest stig á skotkepni, fekk fyrstu verðlaun og svo koll af kolli eftir stigum. Væri ein- hverjir jafnir, eins og oft kom fyrir, þá voru þeir látnir skjóta einu skoti enn, og skar það úr um hver verðlaunin skyldi hljóta. Reglur voru settar viðvíkjandi skotæfingum og sektum beitt ef út af var brugðið. Það varðaði t. d. 1 rdl. sekt ef maður miðaði riffli sínum á annan af ásettu ráði eða í gamni, og ef menn lögðu riffil sinn i skotmiðun aður en mark- vörður væri kominn frá marki. Enn fremur ef einhver kemur við skot- mann svo að skot hans geigar. En sá sem fyrir því hrekkjabragði eða óviljaverki varð, fekk leyfi til að skjóta aftur. Stranglega var bannað að setja kvellhettur á byssurnar áður en menn voru tilbúnir að skjóta. Enn fremur var bannað að koma með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.