Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 14
[ 546 Rr LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f kaleikshús, kopai'stikur tvær, önnur f með annari pípunni (ljósalilju), hin 1 með öngri, klukka gagnleg með kólfi, kórbjalla kólflaus. \ Þingvellir. Anno domini 1617, 2. dag júlím. > meðtók sjera Egilbrict Nikulásson .. I .. Klrkjan sjálf mjög lasin og kom- f in að falli, 3 bitar á lofti, bitahöfuð- 1 in þrjú sunnan fram öll í burtu, 4 ‘ höggsperrur auk þeirra sem á bit- i um standa, alþiljuð fyrir norðan 1 fram, en 2 stafgólf að sunnan og 3 * fjalir að auki, tvíþiljað fyrir fram- ‘ an (stafnþilið tvöfalt — fásjeð þá l sennilega), með læstri hurð á járn- \ um. Prjedikunarstóll, altari fornt, ( dúkurinn á því mjög lasinn, slopp- f ur einn forn, tveir höklar gamlir, I annar mjög í sundur. Kaleikar tveir, ■ annar lítill og lasinn, ein patína, 1 i corpcralishús með kaleiksdúk, bakst- i urseskjur litlar. Vínhorn tvö, annað i fuUt með vín, bakstursjárn, klukk- | ur tvær, önnur rifin og hin með i lösnu haldi. Tvær merkur vax, tvær | kertalykkjur, 5 kálskinnsblöð, 1 stóll t í kórnum .... ! * .. Bænahúsið á Hvaleyri. f (Þjóðskjalasafn A52. Ágrip). $ Arið 1763, 15. sept. var sýslum. [ Guðmundur Runólfsson og 2 aðrir I, stadair á Hvaleyri, eftir skipun ' Magnúsar amtm. Gíslasonar, til að [ virða og selja við uppboði síðustu ■ leifar bænahússins. Lýsing þeirra: i „Kórinn var aldeilis niður fallinn og 1 burt fúinn, en framparti hússins 1, hjeldu uppi tvær styttur, af ábúanda [ jarðarinnar undir reknar. En er þær ‘ voru undan teknar, fjell það í grunn 1 af sjálfu sjer. * Af viðunum mátti nota „tií óvand- aðra húsa-1. þótt þeir væru „mikið ! fornfálegir, moskaðir og hálffúnir“, i bita 3, sperrur 3 og stafi 3, nokkrar 1 fjalir, „samt standþilið fyrir framan, i með fúnum hurðarflaka.“ Viðinn all- [ an virtu þeir 45 fiska eða 1 ríkisdal. i „Altaristafla að neðan gruntfúin og I, öll í stykkjum“ og ryðbrunnin, virt i 10 fiska eða 20 skildinga (40 aura), i en sýslum. keypti hana fyrir 32 sk. ' En viðina keypti Guðlaugur Þor- * geirsson próf. fyrir 1 rd. 4 sk. « ( Athugasemd. ! Þótt Gísli biskup lýsi kirkjum w þessum bæöi ciixhliða og aiit of iaus- lega, má þó lesa þar af ýmsar álykt- anir. Og vil jeg nú með fáum orð- um leiða athygli manna að þeim helstu þeirra, bæði kirkjuhúsum og hlutum þeirra. Kirkjurnar. 1. Á nefndu ári, 1632, er cngin timh- urkirkja til í öllu Kjálarncsþingi og ekki svo mikið sem timburþak á nokkri þeirra. — Biskup hefði vissu- lega ekki gleymt að geta svo fá- gætrar prýði á þeim dögum, ef til hefði verið. — Að vísu var hrófað upp timburkirkju á Bessastöðum 1617, með útpíndum sköttum af flestum kirkjum landsins. En með þeirri óforsjálni og aulaskap um- boðsmanns konungs (Jurin Daniel) að setja ekki bita í sjálfa kirkjuna. Vegna þess hrapaði hún til grundar á 2. ári, í veðri miklu. Ári síðar (1620) var svo konungskirkjan sjálf á Bessastöðum byggð upp aftur með torfveggjum og torfþaki. — Kirkj- una á Reynivöllum vantar hjer líka, en síðar, 1676, er hún óþiljuð að nokkru leyti. Þvi síður þarf að spyrja um vegsemd hálfkirknanna þar í sveit, þótt til hefðu þá verið, (sem óvíst er eftir 1583: í Miðdal (Mýdal), Eyri, Eyjum, Hvammi og Ingunn- arst.). 2. Af þeim 20 kirkjum sem hjer eru nefndar, sjest ekki að verið hafi nema tvær alþiljaðar innan, á Kálfa- tjörn og Reykjavík. — Gæti líka verið í Görðum. 3. Þar á móti sjest, að 4 kirkjur eru óþiljaðar við veggina: í Krísu- vik, Meðalfelli, Strönd í Selv. og Reykjum í Ölfusi. Hvergi nefnir biskup efnið í kirkjuveggjunum öðru nafni en „moldir." Líklegt er þó að grjót aðeins, eða grjót og torf í lög- um, hafi verið í þeim flest öllum að innanverðu, en grassnidda utan og mold þar á milli. 4. Á framstafni, vesturenda kirkn- anna, hafa verið standþil venjuleg, og oftast bjórþil fyrir ofan vegg- hæðina bak við altarið. 5. Glergluggar eru nefndir á 6 kirkjum, hvergi fleiri en tveir. — Á öðrum eða báðum stöfnum þeirra? Þótt aðeins einn glijgginn sje sagð- ur lítill, er vafalaust að þeir væru allir taldir mjög litlir nú á dögum. í gluggalausu kirkjunum hafa fáein kertaljós mátt nægja til að lýsa presti og söínuði. 6. Moldargólf hafa verið í kirkjun- um öllum, því ekki er annars get- ið, nema undir einum prjedikunar- ið, nema í kórnum í Nesi og ixndir einum prjedikunarstól. — Moldar- gólfin voru svo almenn í kirkjum og bæjum að ekki þurfti að nefna þau. Ekki hefur setuloft verið í neinni kirkjunni. — Sbr. Kálfatjörn. — Stærst er kirkjan á Stað, þar næst á Útsk., Nesi og Laugarnesi. 7. Fátt er um stóla og setubekki í kirkjum þessum og hafði svo löng- um verið almennt. Þó hafa jafnan verið einhver sæti í kórnum, og framan við kórinn að norðanverðu, í hið minnsta 1 stóll fyrir konu prests og heimabónda o.s.frv. Að auki var oft langbekkur lauslegur (fjalir eða trje) út við hliðveggi, fyrir farlama fólk og gamalmenni. Fjöldinn af fólkinu mátti standa allan þáverandi langa messutímann. — Var og svo, í fyrstu kristxxi hjer á landi, að þeim sem byggðu kirkjur var heitið rúmi fyrir jafnmarga menn í himnaríki(!) og staðið gætu í kirkjum þeirra? 8. Höggsperrur voru undir reisi- fjöl, og er líklegt að svo haíi verið víðar en getið er, og fremur en skar- súðir. — Hvergi eru nefndir raftar með hellu undir torfþökunum. Og er furða hafi svo ekki verið þá, í neinni smákirkjunni, eða bænahús- um. Kirkjumunirnir. 1. Messuklæði og altarisbúning- ar eru býsna ljelegir að sumu leyti, og að öllu leyti á sumum stöðunum: slitin og bætt, rifin, fúin og „lasin.“ Þá voru og kaleikar og brauðdiskar (patínur) víða brákaðir og bættir, ekki færri en 11 samtals. Samt úr silfri allsstaðar, nema emaileraður kaieikur og tindiskur á Hvaleyri, og úr trje hvoittveggja í Viðey. — Þá er búið fyrir löngu að ræna klaustr- ið þar og eyðileggja það. En Skúli fógeti fór siðar og betur en svona með kirkju sína. 3. Klukkurnar 7 eru taldar kólf- lausar og 6 rifnar. Þessum kólflausu klukkum hefur mátt „hringja“ með því að slá með hamri eða járni á barma þeirra. Slík aðferð, ógætileg, gat vel rifið klukkur. 4. Engar bækur kirknanna eru nefndar, nema biblía á Kálfatjörn og grallari (sálmabók) á Útskálum, rit- aður á kálfskinn. — Engin bók cftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.