Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS logandi vindil eða pípu inn í húsið þar sem skotæfingar fóru fram, eða kveikja þar í vindli eða pípu. Við þessum yfirsjónum lágu 16 sk. sektir. Ef einhver gerði það af ásettu ráði að skjóta utan við mark eða út í bláinn, skyldi hann sekur 32 sk. En fyrir aðrar yfirsjónir ákvað stjórn fjelagsins sektir í hvert skifti. ----o---- Árið 1868 fluttist hingað danskur lögfræðingur, Preben Hoskjær að nafni. Hann var náfrændi stift- amtmanns og mun hafa ætlað að ná sjer í eitthvert embætti hjer, því að árið eftir gekk hann undir íslenskupróf og stóðst það. Þessi maður varð undir eins lífið og sálin í Skotfjelaginu.* Var hann úrræða- góður og sýnt um að halda uppi áhuga fjelagsmanna. Það mun hafa verið fyrir hans tilstilli að fjelagið rjeðist í það 1870 að stækka Skot- húsið. Var sendur út listi meðal fjelagsmanna og þeir beðnir að skrifa sig þar fyrir hlutabrjefum í þessu fyrirtæki. Viðbyggingin átti að vera 12 alna löng og 8 alna breið, en hvert hlutabrjef í henni 5 rdl. Á fáum dögum höfðu 27 fje- lagsmenn skrifað sig fyrir 43 hluta- brjefum (240 rdl. framlagí). Þeir Trampe greifi, Oddur V. Gí lcson síðar prestur og H. Th. A. Thomsen kaupmaður lofuðu að kaupa 4 hlutabrjef hver, en margir lofuðu að kaupa 2 hlutabrjef. Um þessar mundir eru 40 menn í Skotfjelaginu, þar af um helm- ingur aukafjelagar. Þá voru íbúar Reykjavíkur ekki nema um 1800, og ætti Reykjavík nú að eiga hlut- fallslega jafn mannmargt skotfje- lag, þá væri í því 1200, eða her manns. Annars voru fjelagar að * Hann stofnaði einnig Lestrarfjelag Reykjavíkur, mcð þeim HelgaE. Helge- sen barnaskólastjóra og Jónasi Jónas- sen lækni árið 18(19. Það fjelag liíði og starfaði fram til ársins 1915. koma og fara eins og gerist og gengur. Við áramótin 1871 sögðu sig t. d. 8 menn úr fjelaginu í ein- um hóp og virðist það bera vott um að einhver óánægja hafi þá átt sjer stað innan fjelagsins. Þessir menn voru: Skúli Magnússon bæargjald- keri, Jón O. V. Jónsson verslunar- stjóri, Sigfús Eymundsson ljós- myndari, Eggert M. Waage kaup- maður, P. V. Biering verslunarmað- ur, Símon Johnsen kaupmaður, Jónas nokkur Hallgrímsson og M. Smith konsúll. -----o---- Eins og áður er sagt var nokkur glæsibragur á þessum fjelagsskap vegna þess hve margt virðingar- manna var þar. Samkvæmt hsta, sem sendur var meðal fjelags- manna 1. des. 1871, er svo að sjá að aðalfjelagar hafi þá verið 27. Þar á meðal eru þeir Hilmar Fin- sen stiftamtmaður, Árni Thor- steinsson kansellíráð, Jón Hjalta- lín justitsráð, Jónas Jónasson hjer- aðslæknir, H. Clausen sýslumaður, Helgi E. Helgesen skólastjóri, Hall- dór Guðmundsson adjunkt, Snorri Jónsson dýralæknir, Jón Pjeturs- son jdirrjettarassessor og Magnús Stephensen yfirrjettarassessor. — Hinir eru aðallega kaupmenn og verslunarstjórar, sem sagt allir þeir er „settu svip á bæinn“. Fjelagið hugsaði um fleira en skotæfíngar. Það hafði herbergi hjá „Handelsforeningen“ á leigu fyrir 5 rdl. á ári í Skandinavia og hafði þar knattborð til afnota. Á öndverðu árinu 1870 sagði kaup- mannafjelagið upp húsnæðinu, nema því aðeins að Skotfjelagið greiddi 20 rdl. á ári. Þetta þótti of mikið, en Skotfjelagið bauðst til að semja um lægra gjald til 5 ára og greiða 10% af „umsetningu“ spilaborðanna. Varð það svo úr, að leigan var færð niður í 12 rdl. á ári og þessi 10%. Á þessum stað helt Skotfjelagið fundi sína cg 1 535 skemtanir, svo sem dansleika og átveislur. Skal hjer birt boðsbrjef að einni átveislu og einum dans- leik, því að þau sýna hvernig mann fagnaður meðal heldra fólksins var þá undirbúinn, og hvernig fyrir- komulag var nokkuð frábrugðið því sem nú er. Hinn 1. desember 1871 tilkynnir stjórnin að mataryeísLa (Festmaal- tid) verði í samkomusal fjelagsins íimtudaginn 7. des. og hefjist kl. 4 síðdegis. Eiga þar að verða 4 heit- ir rjettir á borðum og kökur. Auk þess fær hver maður % flösku af sherry eða portvíni, 1/7 flösku af kampavíni, kaffi, vindla og enn- fremur hæfilega mikið af toddý. „Drykkjarföng (svo sem rauðvín) er veislugestir vilja fá auk þessa, verða þeir annaðhvort að koma með, eða kaupa á staðnum. Af því, sem menn hafa með sjer af áfengi, verður að greiða hin venjulegu tappagjöld (Proppepenge)“. Það hefur sjálfsagt verið nokkurs konar þjórfje til framreiðslufólks, en ó- víst hve mikið. Gert var ráð fyrir því að aðgöngumiðar mundu ekki kosta meira en 3—4 rdL (6—8 kr.). Hinn 11. des. 1871 auglýsir fje- lagið að það haldi dansleik í hús- næði spítalans, sem góðfúslega hafi verið ljeð fjelaginu. Hver fjelags- maður má bjóða konum með sjer. En „þá búasfmá við að ekki fáist nógir dansmenn innan fjelagsins, verða þeir, sem ætla að taka þátt í dansleiknum, að koma saman á fund og ákveða hvernig leyfa skuli ungum dansmönnum utan fjelags- ins aðgang þar. Stjórnin sjer um mat og drykkjarföng og verður öllum kostnaði,; húsaleigu, músík, ljósi o. s. frv. jafnað niður á menn, máske líka á dansmenn utan fje- lagsins.“ Síðan er skorað á menn að skrifa nöfn sín á listann og hve mörgum stúlkum þeir ætli að bjóða. Ekki eru nema 11 nöfn á listanum, sex segjast koma einir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.