Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 8
r 540 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4—— &nliueró ótaÁar — (Oinhuem tíma Úr nýútkominni bók eftir Pjetur Beinteinsson frá Grafardal: „Kvæði". Inga mín í Flóanum, jegr orti þetta ljóð um okkar fyrstu kynni, því síðan hef jeg lifað í endurskini bjarmans frá ástar þinnar glóð og allar minar vonir á hennar kostnað skrifað. Ef jeg bregð mjer austur í Flóa á jeg vísa gleði nóga, þar sem ástin æskufrjóva elur vonablómin sín. l'nir þar í óskahöllum Ingveldur á Freyjuvöllum, fagra draumadisin min. Fann jeg hana á förnum vegi fyrst á björtum sumardegi þegar yfir láði og legi lá hin milda sólarhönd. Töfrai; lyftu Ijettum svörum, leiftraði undan sjónarskörum, hugurinn eygði undralönd. Eina' stur.d við áttum bæði eina sál í ró og næði, svifum burt í silkiklæði suður um draumahöfin blá; augnablik, sem enginn taldi, undum við bæði sama valdi, sem jeg engum segi frá . Siðan hefur sólin runnið sína leið og stjörnur brunnið. Við höfum sofið, við höfum unnið verkin okkar margan dag. Nú er af okkar ást að gróa austur í þessum blauta Flóa efni í nýjan ástarbrag. Einhvers staðar — einhvern tíma einhver samdi þetta ljóð. Einhver kona, einhvers staðar, einhverjum reyndist svona góð. Nýkomin er ljóðabók eftir Pjetur Georg Beinteinsson frá Graf- ardal. Hann var fæddur að Litla-Botni í Botnsdal 12. apríl 1906. Honum varð ekki aldurinn að meini. 2. ógúst 1942, „meðan mjaðurtin angaði enn við lækinn í Grafardal, lömbin ljeku Sjer við fífusundin á heiðinni og burkninn ugði einkis hausts í skúta sínum“, andaðist hið unga skáld í Vífilstaðahæli. — Aðeins fátt af þvi, er hann orkti, hefir fram til þessa komið fyrir almennings- sjónir. En nú kemur þessi ljóðabók, „og ávalt verður hann merkilegur fulltrúi þeirra íslensku alþýðumanna, sem virðast þau undur ásköpuð að vera sífelt að brjóta hugan um lífið og tilveruna og yrkja um þetta seint og snemma“, eins og Jón Helgason scgir í formála bókarinnar. svíruðustu marxistar þykjast vita. \ Og hann veit ekki aðeins minna, \ heldur viðurkennir hann að hann sje ekki alveg öruggur um það sem hartn veit. Óvissan getur verið slaem en hún er nauðsynleg til þess að framfarir geti orðið. Ef hin vestræna menning á að halda hinni augljósu forustu sem hún hefir nú, þá verða þeir sem vilja bera hana fram til sigurs, að velja fremur rannsókn en bábylj- ur, og þeir verða að vera öruggir um að vera ekki kúgaðir af fá- fróðum yfirmönnum, sem vilja grípa fram fyrir hendurnar á þeim. Þeir verða að vera frjálsir. Það var fyrir þetta frelsi að Giordano Bruno ljet líf sitt á báli, að rann- sóknarrjetturinn pyndaði Galilei og Descartes þótti það hyggilegast að draga sig í hlje. Það sem nú er í veði er ekki aðeins menningin í þrengstu merk- ingu þess orðs. Er hægt að rækta hveiti norður við íshaf? Er hægt að gera eyðimerkurnar í Ástralíu að gróðurlendum? Er hægt að út- rýma fátæktinni í Indlandi og Kína? Ef vísindin fá að starfa í friði, þá verður svarið við þessum spurningum sennilega já — ann- ars nei. Á komandi árum verður ekkert nauðsynlegra fyrir heiminn en efnahagslegt skipulag og andlegt frjálsræði. Förum vjer viturlega að ráði voru, þá er hægt að sam- eina þetta hvort tveggja. Sjeum vjer heimskir sniðgöngum vjer annað hvort og förum svo á mis við hvort tveggja. Jeg vona að vjer förum viturlega að ráði voru. [| ^ Það er sorglegt að vjer skulum hafa þurft þúsund aldir til þess að komast f'á steinöld til kjarnorkualdar, og að vjer þurfum áreiðaniega ekki meira en þúsund klukkustundir til þess að komast frá kjarnorkuöld til steinaldar. (Eisenhower). Mola r Sumir menn eru svo baráttufúsir, að þeir fylgja fremur minni hlutan- um að röngu máli, heldur en meiri hlutanum að rjettu máli. --4---- Hjegómlegur maður hefir yndi af því að tala um sjálfan sig, annað hvort vel eða illa. Hógvær maður talar ekki um sjálfan sig. Það þarf hugrekki til þess að segja sig úr kommúnistaflokknum. Sá, sem yfirgefur flokkinn eignast jafn marga fjandmenn og hann átti vini áður. Það er eins og að fremja sjálfsmorð í fullri óvissu um upprisu. — (Observcr). Öllum þykir ánægja að því að end- urgjalda smá velgerðir, sumir eru þakklátir íyrir stærri velgerðir, en allir vanþakka hinar mestu velgerðir. — (La Rochefoucauld),

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.