Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1951, Blaðsíða 9
LEStíÓK MORGUNBLAÐSINS 541 \ Frá ferðum Kötlu 1. grein PappLrsverksmiðjan í Corner Brook M.s. Katla var íyrir nokkru leigð útgerðarfjelagi á Kúba um eins árs skeið og verður í siglingum meðfram austurströnd Ameríku og kannar ókunna stigu. Höfundur þessarar greinar er loftskeytamaður á skipinu og segir hann svo í brjefi til Lesbókarinnar dags. 2. þ. m.: „Síðan við vorum í Corner Brook höfum við komið víða við á Kúba, en auk þess í Venezuela og Bandarikjunum og munum einnig eiga að sigla á hafn- ir í Mexikóflóa í framtíðinni. En nú lentum við hjer í verkfalli „Villi- kattanna", eins og svo mörg önnur skip, og verður frá því sagt í næstu grein.“ T, Katla á höfninni í Reykjavík Eftir Magnús Jensson Á VESTURSTRÖND Nýfundna- lands er lítill og ósjálegur bær, eða rjettara sagt þorp. Húsin eru all- flest bygð úr timbri. Lítil, gömul og illa viðhaldið. Þau standa afar óreglulega, rjett eins og þeim hafi rignt niður og tilviljun ein ráðið hvar þau lentu, enda snúa þau í allar áttir. Göturnar eru svo auð- vitað eftir þessu. Smá stigir í bugð- um og beygjum, í allar áttir, að undanteknum smá spotta, sem kalla mætti stræti ef viljinn væri með. Þarna lifa um 3000 manns, góðu lífi, er manni sagt, því at- vinna er næg og trygg, þótt ekki sje hún fjölbreytt. Bærinn heitir Corner Brook og munu fáir íslend- ingar kannast við hann, nema ef vera skyldi blaðamenn. í þessum ósjálega bæ er nefnilega ein af heimsins stærstu pappírsverksmiðj var afar mikil fátækt og úrræða- leysi í Nýfundnalandi á árunum rjett fyrir síðustu heimstyrjöld. Framleiðsla einhæf og ótrygg (fisk veiðar) en skógurinn, sem er lág- vaxið greni og birki, ónothæfur til timburframleiðslu og var því aðal- lega notaður til eldsneytis. Hey- fengur svo lítill að flytja varð hey frá Kanada til þess að halda líti í þessum fáu skepnum, sem til voru í landinu, sem orsakaði svo auð- vitað að almenningur gat ekki keypt hið dýra kjöt. Svo alvarlegt var ástandið að landið var að verða gjaldþrota og fólkið svalt heilu hungri. Þetta kannast þeir íslend- ingar við, sem sigldu þangað á þeim árum. Breska stjórnin sendi þangað nefnd manna, sjerfróða í fjármál- um, til þess að gera tillögur um ráðstafanir til að bjarga landinu frá algjöru og yfirvofandi hruni. Ein tillaga nefndarinnar var sú að nýta hinn víðfeðma, en lágvaxna um. Eins og marga rekur minni til, __________________ Katla íMiami á Florida AfJtdL.i’cJLá'ÍS Jt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.