Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í aoa kirkjugarða, til merkis um að for- dæmingunni sé af þeim létt og ný öld með nýu réttlæti runnin upp. Ekki þótti rétt að hafa svo mik- ið við alla sakamenn að dysja þá hjá alfaravegi. Minni háttar saka- menn, svo sem umrenningar og þjófar, voru hengdir og dysjaðir þar á staðnum. í þessu trjálausa landi var ekki hægt að hengja menn upp hvar sem var. En hér hafði þó náttúran látið hugvitsöm- um réttvísinnar þjónum annað í té, sem var jafn gagnlegt. Hún hafði gert stóra steindranga með stuttu millibili, eða þá djúpar klettasprungur og gjár, þar sem ekki þurfti annað en leggja ás yfir á milli klettanna og koma þar snörunni fyrir. Eru enn til sagnir um að á sumum stöðum hafi verið svo rúmt á milli klettanna, að marga þjófa mátti festa þar upp í einu. Þegar aftökunni svo var lok- ið og böðullinn hafði fengið sitt, var líkið eða líkin urðuð, annað- hvort í sömu klettasprungunni, eða rétt þar hjá. Slíkir aftökustaðir voru mjög víða, og sumir eru enn kendir við þjófa og gálga. Og það bregst varla að hægt er að benda þar á grjót- hrúgu, sem á að vera dys saka- manna. Einn þessi hengingarstað- ur er hér í nánd við Reykjavík og heitir Gálgaklettar. Þeir eru á Álftanesi, sunnan Lambhústjarnar, gegnt Bessastöðum. Eiga nú fáir þar leið um. En ef þig langar til þess að sjá staðinn, þá skulum við bregða okkur þangað. Það er hvorki dýrt né tímafrekt ferðalag. ★ Við stígum þá á landleiðabílinn stóra, sem heldur uppi samgöngum milli Peykjavíkur og Hafnartiarð- ar, þessara tveggja borga, sem nú eru að renna saman, vegna þess að Silfurtún og Kópavogsbyggðin hafa fyllt bilið á milli þeirra að nokkru, áður en varði. Ókunnugir, sem um veginn fara, munu ætla að Hafn- arfjörður sé eitt af úthverfum Reykjavíkur. En það er nú öðru nær. Hafnarfjörður er sjálfstæð borg, þótt þar sé ekki jafn margir íbúar og í sumum úthverfum Revkjavíkur. Taktu eftir þegar bíllinn rennur fram hjá Kópavogsbænum. Niður undir læknum ofan við veginn, voru fjórar gamlar dysjar og stóðu tvær og tvær saman. Það er langt síðan að vegfarendur hafa kastað grjóti í dvsjar þessar, enda eru þær svo að segja sokknar í jörð. Og áður en varir kemur einhver frumbýlingur með jarðýtu og um- turnar móunum þarna, og sögu dysjanna er lokið. En þær áttu ser nöfn, átakanleg og ógleymanleg nöfn. Þær sem nær eru veginum hétu ,.Hjónadysjar“, hinar hétu „Svstkinaleiði“. í Arnarneshálsinum, fyrir sunn- ^an voginn, eru einnig dysjar, en þar hefir veginum verið breytt svo að nú er hann alllangt frá þeim. Þar er mælt að sé dys manns þess, er gekk aftur og varð nafnkunnur draugur á Álftanesi, og var heit- inn í höfuðið á Þorgarði þeim.n er varð Þorleifi jarlaskáldi að bana á Þingvöllum, af þvi að hann hefir þótt álíka illur andi. Hafa margir gamlir menn heyrt talað um Þor- garðs-dys, en tvennum sögum fer um þetta. Nú blasir við okkur Arnarnes- vogur og handan við hann svart- ur hraunjaðar. Þar er Gálgahraun og í því eru Gálgaklettar. Þessi hraunspilda er nyrst í Garða- hrauni og sker sig úr vegna þess hvað hún er úfin og hnkaJeg. Þarna hefir glóandi hraunið senni- •lega runnið í fvrndinni út á mýr- lendi, suður af Lambhúsatjöm, og vatnsgufurnar hafa sprengt það allt sundur, gert í það gíga og stór- ar gjár, en hrúgað upp röðlum og klettum á öðruín stöðum. Gamli vegurinn fram á Álftanes lá meðfram Arnarnessvogi að sunnan. Það hefði verið skemmti- legast fyrir okkur að fara hann, en nú er það ekki hægt vegna ný- býla og girðinga. Við skulum því yfirgefa bílinn hjá Silfurtúni og ganga þaðan þvert yfir holtið nið- ur að vognum. Þar hittum'við á gamla veginn, þar sem hann ligg- ur inn í hraunið, rudd gata að fornu og hefir sýnilega verið mjög fjöl- farih, vegna þess hvað hún er djúp og glögg enn. Þarna hafa líka margir hófar troðið, því að hér gengu skreiðarlestirnar af Álfta- nesi fyrr. „Gömlum götum á ekki að gleyma“, segja Færeyingar. Þessi gata gleymist ekki, enda þótt hún sé aflögð, því að hún er mörk- uð á landabréf Björns Gunnlaugs- sonar sem þjóðleiðin fram á Álfta- nes. Gatan liggur skáhalt upp í hraunið og eru á vinstri hönd gjár miklar, en til hægri er Gálgahraun- ið. Mönnum hefir tekist að finna þarna mjög sæmilega leið, og hafa hinir nýu akvegir oft verið lagðir eftir hestagötum, sem voru ó- hentugri til þess en þessi gata, og þess vegna er það einkennilegt að Álftanésvpgurinn skuli ekki liggja þarna enn í dag, í stað þess að liggja frá Engidal út háholtið. Úr því hingað er komið er bezt fyrir okkur að skoða allt Gálga- hraunið. Hér eru langir kletta- röðlar sprungnir sundur að end- löngu, hér eru háir klettar með sprungum og hellum, og hér eru djúpar hvosir. Hér kemur manni fyrst á óvart hve mikill gróður er í hrauninu. í hvosum og kletta- skorum er kafgras, og hér er fjöl- skrúðugur gróður eins og oft er í hraunum, sem farin eru að gróa. Annað, sem manni kemur á óvart, er að hér er mikið fuglalíf. Hér flögrar stór hópur svartbaka með gargi og skrækjum. Þeir hafa ef- laust orpið hér í hrauninu í vor,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.