Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 Einn heimur ■ Á HINUM gömlu góðu dögum lifði hver sveit sínu eigin lífi og lét sér á sama standa hvar annars staðar gerðist. En vegna hinna miklu vélrænu framfara sem orðið hafa, er allur heimurinn nú ein sveit, og allt sem skeður kemur oss öllum við. Fyrir hálfri öld kærðu Norður- lönd sig ekki um að leggja fram fé til hjálpar munaðarlausum og sveltandi börnum í Grikklandi. Grikkland var of langt í burtu. í dag er ekki hægt að láta það sem vind um eyrun þjóta, ef hung- ursneyð er í einhverju fjarlægu landi. Hungursneyðin getur auð- veldlega valdið óeirðum, sem hafa áhrif á daglegt líf mitt og þitt. Fyrir 50 árum hefðum. vér látið oss í léttu rúmi liggja þótt stríð væri í Kóreu. Stórblöðin hefði aðeins sent þangað fréttaritara. Kæru- lauslega hefði þeir lýst því hvað þar var að gerast. Og meðan vér sátum að miðdegiskaffinu hefðum vér lesið að nokkrar þúsundir augum er það glæpur að slátra kú, enda þótt hún sé komin að fótum fram og sjúk. Stjórninni er ljóst hver bábylja þetta er, og hve vitlaust það er að láta kýrn- ar eta matinn frá þjóðinni. En trúin er sterk og rótgróin og það er ekki hægt að ganga í berhögg við hana, enn •sem komið er. Þó hefur stjórnin reynt ofurlitið bragð, að breyta kúm i hross. Hvernig fer hún að því? Það er gert með því að breyta ofurlítið nafni á kúnum. Nehil Göe þýðir svört kýr, en nú er því breytt í Nehil Goa, sem þýðir brúnn hestur. Og þegar nafni kúnna hefur verið breytt, er engin synd að slátra þeim, því að það er engin synd að slátra hestum. (Þýtt). eðaengirm. BRIDGE Kóreumanna hefði fallið. En það hefði hvorki truflað matarlyst vora né svefnfrið. En nú stendur allur heimurinn á öndinni út af stríði í Kóreu, olíu- deilu í Persíu, og múgæsingum í Egyptalandi eða Berlín. Svo órjúf- andi böndum er allt mannkyn tengt. Og svo miklar hættur vofa yfir heiminum, að ef vér samein- umst ekki undir einni stjórn upp á líf og dauða — þá er oss dauð- inn vís. Það er gömul hugmynd að stofna Bandaríki alheims. Mann- kynið hefir aldrei sleppt tökum á þeirri hugmynd. Nú er hún meir aðkallandi en nokkuru sinni fyr, vegna þess að ótti og örvænting út af því sem koma mun, er að gera út af við oss. Úrslitakostirnir í dag eru: Einn heimur — eða enginn. Látum það verða einn heim. Það er ekki hægt, mun einhver segja. Allar nýar hugmyndir, allar fagrar hugsjónir hafa upphaflega hlotið hinn sama dóm: Ófram- kvæmanlegt. En sagan hefir hvað eftir annað afsannað þetta með rækilegum rökum. Sagan sýnir oss, að það sem var ómögulegt í gær, er vel framkvæmanlegt í dag. Og trú og starf mun gera fram- kvæmanlegt á morgun það sem var ómögulegt í dag. — „Ómögulegt“ er orð, sem ætti að mást úr málinu. Ekkert er ómögu- legt. Jafnvel hinir djörfustu draumar mannkynsins geta ræst. (Larsen-Ledet í Internat. Good Templar). UNDARLEGAR SAGNIR BEZTA ráðið til þess að láta sér fára fram í að spila bridge, er að taka þátt í bridge-keppni, þar sem sömu spilin eru spiluð á öllum borðum af æfðum monnum. Með því að bera saman hinn mismunandi árangur spilamennskunn- ar, sér maður fljótt hvar maður hefir hlaupið á sig í sögnum eða spili, en þetta fer venjulega fram hjá mönnum þar sem aðeins fjórir spila. Næst bezta ráðið til þess að æfa sig í bridge, er að horfa á spilakeppni, taka eftir því hvernig æfðir spilamenn segja á spilin og hvernig þeir fara með þau. Þetta er þó ekki hægt altaf, því að þótt æfðir spilamenn eigi í hlut, þá'eru sagnir þeirra stundum af handahófi, þeir leita fyrir sér í von um slembi- lukku og sagnirnar verða undarlegar í augum byrjenda og jafnvel þeirra, sem talsverða æfingu hafa. Hér skal tekið dæmi úr einni bridge-keppni. Suður gaf. A—V voru í hættu. Spilin voru þessi: * 10 4 3 V Á 7 4 * K 9 7 4 3 2 * 2 * G 9 6 5 2 V D G 10 8 3 * G 10 * K A Á K 8 V K 9 5 2 ♦ enginn + ÁDG974 A D7 V 6 ♦ A D 8 6 5 * 10 8 6 5 3 Á einu borðinu opnaði A með 1 L. S sagði 1 T, V sagði 1 S, N sagði 3 T og A sagði 3 S. Þar með lauk sögnum, en A—V fengu 12 slagi. Það var rétt af S að passa við 3 S, því að ef hann sagði 4 T þá átti ham\á hættu að hinir segðu 4 S (úttektarsögn). V átti úr vöndu að ráða. Hér var ekki aðallega um það að ræða hvort hann hefði svo góð spil, að hann gæti levft sér að segja úttektarsögn, heldur hitt, hvort ekki væri hætta á að hann lokaði góð- um spilum fyrir samherja sinum með því að segja pass. Þeir voru í hættu, en hinir ekki. Ef hann sagði 4 S átti hann það á hættu að samspilamaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.