Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 Sjórinn gengur upp í hraunið og af þangi og marhálmi haía myndazt sléttar, grónar flatir því að þeir láta ófriðlega, og renna sér að manni hver af öðrum með hvínandi vsengjadyn. Heldur sljákkar þó í þeim þegar þrjár þrýstilofts flugvélar æða þarna yfir með svo miklum dyn, að þeir heyra ekki sjálfir sinn eigin vængjahvin. Þá er eins og þeir skammist sín. Þeir fljúga letilega lengra út í hraunið og setjast þar a kletta. Hettumar kemur og garg- ar afskræmislega, eins og hans er von og vísa. Ut við voginn heyrist stelkur gjalla hátt og hvínandi, en hrossagaukur hneggjar í lofti. Og allt um kring ómar lóusöngur og tíst í smáfuglum, en spóar standa hingað og þangað á steinum og vella af kappi. Við heiðum ekki trúað því að óreyndu að svona mikið fuglalif væri hér. Við höfð- um haldið að Gálgahraun væri hinn ömurlegasti staðui. En það er nú eitthvað annað. Þetta er allra skemmtilegasti staður, þegar mað- ur fer að skoða hann og kynnist honum. Víða er brunagrjót, ómjúkt und- ir fæti og skófrekt, en yfir það verður að klöngrast til þess að geta skoðað einkennilegustu klettana. Og hér kemur maður svo í grasi gróna klettasprungu og gengur eftir henni. Allt í einu kemur mað- ur að gloppu á þessum gróður- íeldi og sér þá niður í botnlausa gjá undir fótum sér. Gróni botn- inn í klettasprungunni er ekki ann- að en gerfibotn. Þar hafa nokkrir steinar skorðast milli klettanna, svo hefir grámosinn þakið þá og síðan hefir töðugresi numið land i mosanum og kominn er sléttur og grasi gróinn „botn“. Alls staðar eru hellisskútar. Þeir eru litlir en snotrir með hvolfþaki og er hægt að skríða inn í þá flesta. Á einum stað hefir verið hlaðinn grjótveggur fyrir framan helli, svo að þar hefir myndast dálítið byrgi. Það er svo lítið að það hefir naum- ast getað verið fjárbyrgi. Líklegra þykir mér að það hafi verið skot- mannsbyrgi og þarna hafi einhver legið fyrir tófu að vetrarlagi. Hraunið hefir runnið fram í vog- inn og eru þar klettar og gjögur, skvompur og gjótur, en framund- an hafa verið flúðir orpnar lausu hraungrýti. Upp í þetta lausagrjót í fjörunni hefir sjórinn borið kvnstur af þangi og marhálmi öld- um saman, fyllt allar holur og sléttað, svo að þarna hefir mynd- ast þykkt mókennt lag ofan á grjótinu. Svo hefir þetta'gróið og eru þarna sléttir vellir með lág- um en ótrúlega þéttum gróðri. Lit- urinn á honum er einkennilegur, því að sum stráin eru brún, önn- ur gul og hin þriðju dökkgræn. Þetta stafar af því, að sjór gengur þarna yfir hinar grasi grónu grund- ir þegar stórstreymt er. Má jafn- vel sjá gráa salthúð á grasinu sums ;staðar. En svo er sjórinn aftur far- inn að brjóta niður þessar jarða- bætur sínar. Og hann fer að því líkt og sandbyljir á landi, grefur undan grassverðinum þarígað til stórar torfur brotna framan af. Mundi þetta ekki vera enn ein bending um, að land sé að síga þarna? Fremst gengur hrauntangi lág- ur út í sjóinn milli Arnarnessvogs og Lambhúsatjarnar. Er hann yfirleitt sléttur, nema hvað nokkr- ir klettar standa þar upp úr og eru þeir þó miklu lægri en efri' hraunbrúnin. Rétt fyrir ofan þenn- an tanga, á rima í hraunbrúnimji, er gömul tóit, vallgróin að nokkru, en grjóthleðsla í veggjum glögg að innanverðu. Tóftin er að innan- máli 8x11 fet og hafa dyr verið á norðurvegg við vesturgafl. Ekki sést móta fyrir 'fléiri tóftum og getur því ekki v'erið að þetta hafi verið stekkur. Ef til vill hefir þetta verið fjárborg, en hún er þá ólík öðrum fjárborgum hér um slóðir; því að húslag er á henni, en ekki borgarlag. Máske þetta hafi verið sjóbúð? Að vísu hefir hún þá verið nokkuð lítil og gæti maður helzt hugsað sér að menn hefði legið ft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.