Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1952, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 Gálgaklettar. Dysin í sprungunni yzt til vinstri verið að koma fyrir gálgatré. En það eru þó ekki hinir réttu Gálga- klettar. Þessir klettar eru of langt inni í hrauninu. Menn voru ekki að leggja á sig það ómak að drasla dauðadæmdum mönnum til aftöku- staðar, sem illt var að komast að. Það er því ekki fyrr en við erum staddir beint á móti Bessastöðum, að við komum að Gálgaklettum. Og við sjáum þegar að þeir bera svo af öðrum klettum, að þeir hafa hlotið að vera sjálíkjörnir „til síns brúks“. Þeir eru hærri en ílestir aðrir klettarnir, brattir og sprungnir sundur sitt á hvað, sprungurnar djúpar og beinir klettaveggir sitt hvorum megin við þær. Hér fram undan er líka all- víð klettakvos með sléttum og grónum botni, þar sem margt manna hefir getað staðið til að horfa á. Og rétt fram undan er dálítil vík eða vogur, þar sem hægt hefir verið að lenda báti. Er þangað stuttur sjóvegur frá Bessa- stöðum yfir Lambhúsatjörn. Ekki hefir mér auðnast að grafa upp hve margir menn hafa verið hengdir hér. En í annálum er þess getið, að hinn 26. janúar 1664 hafi maður verið hengdur „suður frá Bessastöðum í Garðahrauni“. Hann hét ÞórðurÞs. (líklega Þórðarson) og honum var gefið að sök að hafa stolið „úr búðum danskra í Hólm- inum“. Samkvæmt þessu verður ekki um vilst, að þessi maður hefir lát- ið lífið í Gálgaklettum. Og líklegt er að fleiri hafi verið teknir af þar og að þetta hafi verið opinber af- tökustaður, líkt og Sjávarkvíar á Kjalarnesi. Kjósarannáll segir frá því, að 1634 hafi verið hengdur þjófur á Bessastöðum. Skarðs- árannáll segir að 1635 hafi 2 menn verið hengdir í Gullbringusýslu fyrir stuld, sinn í hvorn tíma. Set- bergsannáll segir að 1702 hafi tveir þjófar verið hengdir í Gull- bringusýslu, en í Mælifellsannál segir að það ár hafi þrír þjófar verið hengdir á Suðurnesjum. Sennilega hafa allir þessir menn verið hengdir í Gálgaklettum, því að þegar þeir voru gripnir, munu þeir hafa verið fluttir í Bramshús- ið á Bessastöðum. Þetta var sér- stakt hús og fyrsta og eina fangelsi hér á landi þangað til hegningar- húsið á Arnarhóli var byggt. Al- þýða kallaði þetta hús „Þjófa- kistu“ og er það kunnast undir því nafni. í klettaskoru austan í Gálga- klettum er grjóthröngl allmikið og var talið að þetta væri dys, þar sem sakamennirnir hefði verið urð- aðir. Hafa gengið sagnir um að þar hafi sézt mannabein. Auðséð er, að einhver hefir ætlað að rann- saka þessa dys, því að nokkuð af grjótinu hefir verið rifið upp, en pkki sjást þar nú nein bein, nema eitt rif úr hrossi, hvernig svo sem á því stendur að það er þangað komið. En þarna hefir verið djúp glufa út undir bergið og má vera að þar sé eitthvað af mannabein- um og þá djúpt á þeim. Við skul- um ekkert forvitnast um það. Ef þetta er dys sakamannanna, eins eða fleiri, þá hafa þeir nú legið þarna í 250—318 ár og það er bezt að lofa þeim að vera þarna í friði. Það er fagurt og friðsælt í Gálga- hrauni í svo fögru veðri sem er í dag, þegar sól skín af heiðum himni, alls staðar er skjól fyrir norðan næðingnum, og alls staðaf er sterk angan af gróðri. En hvern- ig heldurðu að þér þætti að vera hér einn á ferð í skammdegisbyl, þegar stormurinn hvín óyndislega í klettum og dröngum, en þeir verða að svörtum forynjum, með gapandi höfðum og gínandi trjón- um? Hér er óratandi og ekkert hægt að komast áfram fyrir klettaröðlum, gjám og hraunkvos- um. Ætli það hvarflaði þá ekki að þér að þeir dauðu úr Gálgaklettum væri komnir á kreik og ætluðu að villa um fyrir þér, og að það sé vein þarna og dauðastunur, sem þú heyrir í vindinum? Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.