Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 4
LESBÓK MORCUNRLAÐSTNS 34fi « Útskorni veggskápurinn hans Bólu-H.iálmars verðar; voru þær seldar þeim Vidalínshjónum úr Þingeyra- kirkju um síðustu aldamót. Ekki verður neitt sagt með vissu um aldur þeirra eða uppruna, en þær bera með sér, að þær séu allar gerðar af sama manni eða í sama verkstæði. Séu þær bornar saman við þær myndir í þjms. sem örugglega eru taldar vera frá mið- öldum, eða frá því fyrir siðaskipt- in, sést, að búningar og stellingar eru svo svipaðar, að ekki virðist fráleitt að telja þær frá sama tímabili, eða í síðasta lagi frá því um 'T-fvOfL og- gætu þær því verið frá ofanverðu klausturstímabilinu á Þingeyrum, þó um það verði auð- vitað ekkert fullyrt að svo stöddu. Sennilega hafa líkönin öll verið í altarisbrík. Þau eru verklega og vel gerð og bera vott um að æfður listamaður hafi verið að verki, hef- ur hvert um sig sín persónulegu einkenni og svipmót, sést þetta allt greinilega , þó þau nú séu nokkuð skemmd og hafi verið rú- in sínum upprunalega glæsileik í litum. Nú eru þau aðeins svart- brún að lit og gljákvoðuborin. Kaleikar eru hér allmargir og flestir mjög góðir; merkastur þeirra er kaleikur með gotnesku lagi frá 1489, úr Grundarkirkju í Eyjafirði; hann er greyptur perl- um og dýrum steinum og á stétt- ina eru grafnar mvndir úr píslar- sögunni. Er þetta óefað annar feg- ursti og merkilegasti kaleikur, sem hér er til. hinn er „kaleikurinn góði“, úr Skálholtskirkju (til sýnis í Kirkjudeild Þjms>). Sagt or, að kaleikur þessi sé giöf lrá sjálfurn páfanum til Gfundarkirkju. Ekki má ganga fram hjá oblátu- dósum úr Bessastaðakirkju með áletruninni „Tillagt Bessastada- kyrkiu af Amtmanne Olafe Step- henssyne og Fru Sigride Magnus- döttur Fyrer legstad þeirrra For- eldra saluga Amtmanns Magnusar Gislasonar og Frur Þörunnar Gud- mundsdöttur samt þeirra tveggia dætra Ao 1747“. Dósirnar eru smíðaðar af íslenzkum gullsmíða- meistara í Kaupmannahöfn, Sig- urði Þorsteinssyni. Undir loftinu hanga þrír fallegir ljóshjálmar úr kopar, og einnig eru þarna nokkrir ágætir altarisstjak- ar, merkastir þeirra eru tveir stjak- ar úr Bræðratungukirkju, eru þeir sérlega fallegir og sennilega ein- hverjir þeir stærstu, sem sézt hafa í kirkjum hér á landi. — Skírnar- föt eru þarna og allmörg, af dönsk- um og þýzkum uppruna og sum með áletrunum á þýzku, ekki er vitað hvaðan þau eru nema eitt, sem er frá Laugarbrekku á Snæ- fellsnesi, er það með þessari áletr- un: „GIVET LAGEBRECKE KIRCHE: AF SHAL STADTZ- HAUPTEMAND MATTHIAS PEDERSENS ENCKEFRUE, ELSE CHRISTENSDAATTER LUND.“ Af veraldlegum gripum ber að nefna útskorinn veggskáp eftir Bólu-Hjálmar, sem sýnir, að hann hefur alls ekki ýkt um hagleik sinn í vísunum, þar sem hann telur upp íþróttir sínar. Framan á hurð- inni er mynd af Syndafallinu, yfir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.