Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 355 ■ * ' : n . Asgeir Magnússon; Bókagerð og bokusala DAGBLAÐ hér í bænum gat þess síðast liðinn vetur, að til orða het'ði komið í fullri alvöru, meðal bókaútgefenda, að gera bökabremiur, til þess að grynna á þeim kynstrum bóka, sem útgefendur liggja með og vonlaust er að nokkurn tíma takist að selja. Þar var einnig vikið að því, að meðal þessara bóka væri fjöldi góðra eða ágætra bóka, eftir beztu höfunda þjóðarinnar, og var ekki laust við að ásökunar gætti í garð al- mennings, vegna þess að svo er komið sem raun ber vitni. Síðar kvaddi einn helzti bókaútgefandi þjóðarinnar sér liljóðs og kvað enga bókabrennu verða, og þá voru opnaðar bókaútsölur á ýms- um stöðum hér í bæ og víðar. VARHUGAVERÐ LEIÐ Ekki veit ég um sölu í útsölum þess- um, en augijóst er að mikið þarf að selja, til þess að fá upp í beinan kostn- að: húsrúm, fólkshald, auglýsingar og þessháttar. Til þess að örfa sölu — ef takast mætti — hafa útgefendur gripið það örþrifaráð að setja niður verð óseldra bóka. Dálitinn árangur kann það að bera en miklu minni en ætla mætti, vegna þess að framboð á bókum fer langt fram úr eftirspurn. Og' þessi hátt- ur á sölu bóka hefur i för með sér stóra ókosti: Fólk lítur svo á, að það sem er selt lágu verði sé lítils virði, og það er álitshnekkir fyrir höfunda, að bækur þeirra séu boðnar við gjafvirði. BÓKAGERÐ í BANDARÍKJUNUM • Nýlega sá ég í amerísku tímariti yfirlit um bókasölu í Bandaríkjunum árið sem leið. Meðalsala bókar er 11000 — ellefu þúsund — eintök. Það jafn- gildir einum 10 eintökum á íslandi — tíu eintökum — það er ekki misritun. Engar skýrslur munu vera til um sölu bóka á íslandi, en vitað er að hér voru bækur gefnar út í svo sem 500—5000 eintökum á 5. tug þessarar aldar — þ. e. hér var ætlazt til að bókakaup almenn- ings væri tiltölulega svo sem 50—500 sinnum meiri en í Bandaríkjunum. Allir sjá að slíkt er fjarstæða. BÓKAMERGÐ EN ÓVISS SALA Það væri auðvitað fráleitt að gefa bók út í 10 eintökum hér á landi, því að þau megja ekki til skyldukvaða og gjafa. En það er jafnfráleitt að gefa hér út á ári hverju fjölda bóka í þúsunduni eintaka. Að visu eru dæmi til þess að seldar séu þúsundir eintaka af einni bók á skömmum tíma, en hin dæmin eru vafalaust fleiri, að bók í hundruð- um eða þúsundum eintaka liggi óseld í bókhlöðum útgefenda, ár eftir ár, og þessar óseldu og óseljanlegu bækur fylla þar heilar hæðir og jafnvel heil stórhýsi. Þetta teljast eignir — meira að segja skatthæfar — en þetta eru neikvæðar eignir, því að á ári hverju falla á þær stórútgjöld í húsaleigu, hitun og vörzlu — að ógleymdum sköttunum. Einstöku bækur eru þess eðlis, að þær eru seldar smátt og smátt á mörg- um árum. Undir þann flokk bóka lúta t. d. orðabækur, sumar námsbækur og uppáhalds ljóðabækur, en flestar. aðrar bækur, að undanskildúm félagsbókum, eru gefnar út í fullkominni óvissu um sölu. Og að undanförnu hefur í þeim efnum ríkt svo háskaleg bjartsýni, að öll bókaútgáfa í landinu er í voða nema hér sé gerbreytt um stefnu. Hvað mest hafa að líkindum stóru bækurnar skaðað íslenzkan bókamark- að — og bókaútgefendur. Það er næsta erfitt að vita, hvað fyrir útgefendum hefur vakað, með því að hafa bók svo sem 5—10 sinnum fyrirferðarmeiri og þyngri en þörf er á. Ekki myndi þykja vinsamlegt að geta þess til, að slík bókaútgáfa sé gerð til þess að sýnast — en til hvers ef ekki til þess? — því að ekki er sjáanlegt að þessar stóru bækur hafi neinn annan kost, en þær hafa marga og mikla ókosti: Menn taka sér bók í hönd — eins og það er orðað — þ. e.: þegar menn lesa bækur, sér til dægrastyttingar í heimahúsum, setj- ast menn að jafnaði í þægilegan stól og halda á bókinni, og sama gildir þegar menn lesa sig í svefn. Stóra og þunga bók lesa menn ekki á þennan hátt, og afdrif hennar verða þau, að Ásgeir Magnússon standa ólesin í bókaskápnum. Og þar tekur bókin margra bóka rúm og spillir fyrir því að keyptar séu nýar bækur. Þá hefur stóra bókin í för með sér mikla og alóþarfa gjaldeyriseyðslu. Og þegar á allt er litið eru þessar stóru bækur léleg vara — lítið innihald í feiknamiklum umbúðum. Ef ungt skáld á ekki kvæði nema á eina örk, þá skyldi það gefa kvæði sín út á einni örk en ekki fjórum, því að slík útgáfa er tal- andi vottur um andlega fátækt. Svo sem fyrr var getið, hefur bóka- útgáfa verið að undanförnu langt um- fram bókaþörf og kaupgetu lands- manna. Þetta kemur ekki einungis fram í of stórum upplögum og of mik- illi fyrirferð bóka, heldur í sæg bóka sem ekkert erindi eiga til þjóðarinnar, en bætast þar á yfirfylltan marlcað. Þetta eru þýddar glæpasögur af versta tagi, stundum illa þýddar og oftast nær í herfilegum búnaði,* Heiðarlegir * Snæbirni Jónssyni, rithöfundi, var kunnugt um efni þessarar greinar og sendi höfundinum þessar linur í sam- bandi við hana: Undantekningarlítið munu bækur, og þó einkum skáldsögur, nú véra ill'a þýddar, en að sjálfsögðu misjafnlega illa. Sumar þær þýðingar, sem blöð hafa gumað af, hafa verið beinlínis óskaplegar. Að stóra brotinu á íslenzkum bókum mun síra Friðrik J. Bergmann fyrstur manna hafa fundið og var það þó ekki í hans tíð stórt i samanburði við-það-, er síðar hefur orðið. En hann þrástag-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.