Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 16
358 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MERKUR STAÐUR — Húsið fremst á myndinni er dælustöð Hitaveitu Reyltjavíkur hjá Reykjum í Mosfellssveit. Næsta hús á bak við er íbúðar- hús fvrir starfsfólk Hitaveitunnar. En stóra húsið lengst til hægri, er vinnu- heimili Sambands íslenzkra berklasju klinga. Lengra til vinstri sézt hinn nýi vinnuskáli, sem SÍBS er að byggja og lengst til vinstri eru hin litlu íbúðarhús SÍBS. Að baki rís fjallið Helgafell og til hægri við það er Skammidalur. — Hér er fagurt og hér eru tvær þær stofnanir, er íslendingum hafa orðið til frægðar, Hitaveitan og Vinnuhæli SÍBS. Þær eiga ekki sína líka neins stað- ar i heiminum. Hér hafa íslendingar hafið brautryðjendastarf á tveimur ólík- unj sviðum. En þó eiga báðar stofnanir sammerkt í þvi, að þær eru til þess að bæta kjör mannanna. (Ljósm. Ól. K. M.) hverri sekúndu. Ef menn byrja nú að telja um leið og þeir sjá eldingu, og telja hægt 1 — 2 — 3 — 4 — 5, þá sámsvara hverjir 5 því að hljóðið fari '4 úr mílu, og á því hvað menn telja hátt milli þess að þeir sjá eldinguna og heyra þrumuhljóðið, geta þeir séð hvað eldingin hefur verið langt í burtu. Eldingin fer með geisihraða, allt að þvi hálft á við ljósið. En sjáldnast er ein elding á ferðinni, þótt mönnum sýnist svo. Með nýustu uppgötvunum í ljósmyndatækni hefur mönnum tekizt að ná myndum af eldingum þannig að alveg er hægt að fylgjast með þeim. Og þá hefur hið undarlega komið í ljós, að blossarnir eru margir saman, allt upp undir 40, en fylgjast svo þétt að, að augað greinir ekki annað en um einn blossa sé að ræða. Kra'ftWinn, sem leysist úr læðingi með eldingunni, er óskaplegur. Það er talið að i einni einustu eldingu geti verið svo mikill kraftur að hann sam- svari því er allar rafstöðvar Banda- ríkjanna framleiða á mánuði. ----- ALÞINGI NEITAÐI AÐ BORGA Um fyrstu Alþingiskosningu í Húna- vatnssýslu segir svo í Brandsstaða- annál 1844: „Vonin um væntanlegt alþing gladdi menn, og sóttu með fögn- uði fyrsta kjörþing, er haldið var á Þingeyrum i. -mar.-Þar rnættu á annoð hundrað manna. Varð Magnús Ólsen á Þingeyrum og Guðmundur Arnljóts- son á Guðlaugsstöðum fyrir kosning- um. Á þeim stóð ei lengur en vana- legan messutíma. Enginn kom þar vestan yfir Miðfjarðará, því hún var ófær. Kaffi og brer.nivín var mönn- um veitt ríflega á Þingeyrum, þó al- þing réði síðar frá að borga þær góð- gerðir.“ HRAKNINGAR Haustið 1727 brotnaði fyrir Strönd- um Höfðaskip, fórust þar menn og góss, komst þó skipherrann og nokkr- ir menn í bátinn áralausan og rak að björgum nokkrum, þar þurt var undir með fjöru/en flæður þá að fell. Sáu þeir nú skola að nokkuð af góss- inu og vildu bjarga, ef gætu, og þar menn voru ókunnugir og þrekaðir mjög, tók þá alla sjór með brimi, 'nema brséður tvo, er klifruðu í bjarg- ið og komust eftir langa mæðu upp, en forráðshríð var á. Viltust þeir lengi hungraðir, sjómæddir og hraktir, á berum fótunum um sex dægur. Komu þá loks að seltóptum nokkrum. Gekk þá annar þeirra að leita að bæum, en hinn treysti sér ekki. Komst þessi til byggða, kalinn mjög, á 7. dægri. Var hins þá leitað er upp stytti, og fannst hann eigi síðan, en sá er af komst, lá veturinn allan og dó síðan. (Mælif. ann.) GRÖNDA) BEZTUR Matthías Jochumsson hefur getið þess í grein í „Sunnanfara", að hann var eitt sinn á yngri árum á ferð uppi í Borgaríjarðarsýslu. Hann fekk þar unglingsdreng til fylgdar og spjallaði margt við hann, og þar á meðal barst talið að skáldskap. ,,Hver þykir þér nú yrkja bezt?“ segist Matthías hafa spurt. „En hann Gröndal“, svaraði drengur- inn, og þegar hann átti að útskýra þetta, segir hann: „Þið hinir eruð eins og bikkjur, sem sitja fastar í hverri keldu, en Gröndal er gæðingur, sem skeiðar yfir fen og flóa“. ÞÚ FERÐ EKKI Á SVEITINA I bréfi til frú Onnu Thoroddsen 6. okt. 1909, segir Matthías skáld Joch- umsson svo: Fjárhagurinn baslara- skapur, en — hvað er að láta. Ég minnist orða Magnúsar sáluga bróður míns: „Þú ferð þó aldrei á sveitina, Matti, úr því að þú hefir aldrei kom- izt af henni," og um leið rétti hann mér víxil upp á 1000 krónur. Það vav nú 1871, og eins getur eitthvað úr raknað 1909. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.