Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Blaðsíða 12
354 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ir lugðu ákaflega mikið kapp á að hafa garða sína sem fegursta og höfðu unun af þeim. Má sjá það á áletrun er stendur við glugga, þar sem horft er út i cinn garðinn: „Garðurinn, sem þú sérð fyrir framan þig, er lifgjafi. Samræmið i fegurð limgerðanna og anganinni, sem af þeim leggur, töfrar sál manns. Og hinn dásamlegi gos- brunnur, sem prýðir garðinn, hon- um má likja við konung skrýddan kórónu. gullfesti og gimstejnum“. Þannig cru húsagarðarnir. En i lystigörðunum er mcsti fjöldi trjá- tegUnda og hafa sum trén verið flutt að langar lciðir. Þar er meðal annars sýnt sedrustré, sem komið cr frá Libanon, og er talið jafn gamalt borginni, eða um 600 ára. Stendur það enn hátt og risulegt, og cr litil ellimörk á því að sjá. X Hvar sem i'arið er um Spán, rek- ur maður sig á minningar og umtal um ísabellu drottningu. Hún er þar enn í miklum metum, og falangista flokkurinn hefur tekið upp skjald- armerki hennar og tileinkað sér. Eru það tvö örvaknippi, bundin saman í kross. Þetta skjaldarmerki er utan á öllum samkomuhúsum flokksins og þau eru í hverri borg og mörg í sumum. Það er því óhjá- kvæmilegt að rekast hvarvetna á þetta skjaldarmerki. Vér komum í dómkirkjuna í Granada. Slíka hásúlna byggingu höfðum vér ekki séð fyr, cn skraut víða miklu meira. Þar í konungs- kapellunni er minnismerki þeirra Ferdinands konungs (d. 1510) og ísabellu drotningar (d. 1504), dótt- ur þeirra og tengdasonar, Filips V. konungs. Minnismerkið er allt úr marmara. Fótstallurinn er stór og með mörgum my ndum alltum kring. Ofan á honum liggjasvo hinar kon- unglegu líkneskjur hlið við hlið, með svæíla undir höfðuni. Minnis- merk: tctta er gert aí ítolakum Alhambra. Horft út i Ljónagardinn listamanni. — Og hann hefur á skemmtilegan hátt sýnt mat sitt, eða samtíðarinnar, á manngildi hinna framliðnu. Höfuð drottning- anna — og þó cinkum höfuö ísa- bellu — bæla svæflana miklu meira, heldur en höfuð konung- anna. Það er til marks um, að þær voru mönnum sínum vitrari, þess vegna voru höfuð þeirra þyngri og hlutu að bæla svæflana meira. — Þannig geymist minningin um mannvit ísabellu. Rétt hjá dómkirkjunni eru gömul Márahús (Bazar) og er þar nú verzlað með alls konar minjagripi. Húsin haía enn sinn forrta svip og eru með útflúri á veggjum. Minnti þetta útflúr mig mjög á útskurð á ýmsum gömlum fjölum í Þjóð- minjasafninu okkar. m Frá Alhambra er fögur og við útijýu yfir bor^ina cJ unilivorfi • - k/J.ur. 0—ctxa xa- tindar Sierra Nevada og ber við bláan himin. Framundan er víð slétta, umkringd blánandi fjöllum og hálsum. Sléttan er græn yfir að lita og er húsum stráð um liana alla. Og allt er þetta Grauada, þótt byggðin sé sundurlaus. Frjóvrsemi er hvergi meiri á hálendinu heldur en í þessum dal. „Hér er útsýn yfir eitthvert fegursta landslag í heimi“, segir í bók um Spán. Víst er það fagurt, enda minnir það í fljótu bragði mjög á íslenzkt landslag'. Á. Ó. Molar Gamall og rikur bóndi i Oklahoma hafði misst heyrnina og þótti það afar leiðinlegt. Að lokum afréð hann að kaupa sér heyrnartaeki, eitt af þessum sem er ósýnilegt. Fáum dögum seinna kom hann í lyfjabúðina til þess að láta gera eitthvað við það. Afgreiðslu- maður spurði hvernig honum líkaði tækið. — Alvcg ágætlega. Nú hcyri ég alll, sem sagt er, jafnvel þótt talað sé i öðru herbcrgi. — Þykir fólkinu þinu ekki vænt um að þá hcfir fengið heyrnina aftur? Þá glotti karlinn: — Ég hefi ckki sagt neinum frá því. Ég sit bara þegj- andi eins og áður, en nú er sá munur- inn, að ég heyri allt sem sagt er. Og ég hefi breytt erfðaskránni minni þrisvar siðan ég fékk tækið. dé — Það er Ijóta skepnan hún Kristín, að tala svona illa um mig. — Ég mundi ekki kippa mér upp við það. Hún er eins og páfagaukur, hún etur aðcins cftir það sem liún heyrir aðra segja. dr Ungur maður hafði bjargað dreng frá druknan. — Bjargaðir þá lionum? spurði íað- ir drengsins. — Já, ég gerði það, svaraði piltur- inn hógværlega. — Viltu þá gjöra svo vel að segja rnér hvað þu heíir gert aí hattirrúrrr haás. •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.