Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 4
48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS postullegu réttlæti rís lögmál nátt- úrunnar, rödd hjartans, réttlæti guðdómsins. Þar sem Davíð Stefánsson hefur hér fundið lífs- og frelsisboðskap sínum stoð í einfaldri þjóðtrú og skapað þetta heillandi skáldverk af lítilli þjóðsögu, er ekki ómerkilegt að minnast þeirra tengsla. Það var langömmubróðir Davíðs, Jón Árna- son, sem birti frumsöguna, Sálina hans Jóns míns, í því höfuðriti sínu — og bókmennta okkar — Islenzk- um þjóðsögum og ævintýrum, og sá, sem söguna hafði skrásett, var, svo að ekki skeikar ári, fæddur jafnlöngu á undan Davíð sem nú er langt liðið frá fæðingu Davíðs — og var fyrirrennari hans sem þjóðskáld og Akureyrarskáld. Matthías Jochumsson, þá presta- skólanemi. Og Sálin hans Jóns míns var eitt hið fyrsta, sem út kom á prent frá hendi Matthíasar. En Davíð Stefánsson hefur, bæði með kvæði sínu þess efnis, þar sem and- ans fjörfákur hans fer á kostum, og Gullna hliðinu hafið þennan vísi frá bókmenntaupphafi Matt- híasar til ævinlegs lífs. En 56 árum eftir að Sálin hans Jóns míns hafði birzt í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og Davíð^var rétt hálfþrítugur, var prentað eitt hið allra síðasta eftir séra Matthías að honum lifanda, rúmum þremur mánuðum fyrir andlát hans. Það var grein í Lögréttu 9. júní 1920 um fyrstu kvæðabók nýs skálds frá fyrra ári, Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Matthías lýkur þar máli sínu með því að biðja menn að taka kvæð- unum vel, því að flest þeirra eigi það skilið. Þeirrar bónar hefði að vísu ekki þurft með, kvæðunum var þegar í upphafi feginsamlega tekið. En okkur hlýnar um hjarta- rætur við að finna, að frá hinni hnígandi skáldaöld fylgja Davíð úr hlaði blessun og fyrirbænir. Og Steingrímur J. Þorsteinsson talar í afmælishófinu séra Mattbías segir þarna m. a.: „....Þótt öfgar séu í hinum nýju (Davíðssálmum) eins og hinum gömlu, þá skín blessuð hreinskiln- in út úr báðum....“. „Og lesi menn niður í kjölinn Davíðs „Svörtu fjaðrir“, munu allir skynsamir menn skilja, að hann fer ekki villur vegar í þeirri einu trú, sem heimsku og vonzku heimsins sigr- ar. Eða hverju spáði Páll gamli frá Tarsus? Segir hann ekki, að kær- leikurinn muni reynast endingar- betri en sjálf trúin og vonin? —“ Þessi ummæli Matthíasar við eitt síðasta handtak sitt — til rísandi skáldarfa — rifjast enn upp fyrir okkur í Gullna hliðinu, þar sem sjálfur Páll frá Tarsus er látinn flytja boðskap sinn: „Kærleikur- inn er langlyndur, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Hans er máttur- inn og dýrðin.“ — En svo sem von var til um jafnnýstárlega bók og Svartar fjaðrir voru hér að ýmsu leyti um efni og búning, þóttust einstaka hvefsnir menn eða lítt læsir varla sjá þar sólarblik. En skáldöldungurinn, hartnær hálf- níræður, sem kveðst ekki geta til- fært dæmi úr bókinni vegna sjón- depru, var svo heilskyggn, að hann segir þarna, að „þótt margt muni þykja kynlegt, er aftur margt gott og hreint og beint, jafnvel fyrir börn.“ Að það sé rétt, þykist ég geta borið um. Ég var 8 ára gamall, þeg- ar Svartar fjaðrir komu út, eign- aðist þær nokkru seinna og síðan hverja bók Davíðs jafnóðum og út kom. Og kvæði hans og Stefáns frá Hvítadal voru fyrstu kvæðin, sem ég las og lærði af sjálfsdáðum, drakk þau í mig og hafði þau yfir á daginn með ekki minni velþókn- un en bænirnar mínar á kvöldin. Þetta voru fyrstu kvæðin, sem snurtu mig til fulls, hrifu mig, vöktu vitund mína og virðingu fyr- ir vegleik skáldskaparins. Og hví- lík hlýtur ekki þakkarskuld manns að vera til þess, er fyrstur lýkur upp fyrir honum hliðunum gullnu að dýrðarheimum listar og ljóða. Svo er Davíð líka fyrsta mikla skáldið, sem ég sá, næst séra Matthíasi, sem mér er í barns- minni og mér fannst svo hlýr og andlegur, að varla væri jarðneskur. En þarna gekk Davíð um á meðal okkar, skáld holdi klætt — og þó af öðrum heimi en allir aðrir menn á Akureyri. Mér fannst hann frem- ur svífa en ganga um götur, hæg- látur, fáskiptinn, virðulegur — horfði oftast til jarðar, þótt hugur svifi með himinskautum — dreym- inn — dularfullur eins og náttúran sjálf. Og einstaka sinnum urðu náttúruhamfarir, jafnvel stórfeng- leg eldgos. Slíkt er skálds aðal. Síð- an var komin fyrri festan, sama leyndardómsfulla tignin, hvað sem inni fyrir ólgaði. Og það voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.