Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1955, Blaðsíða 12
' 56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mundu líta út eins og fingurbjargir við hliðina á henni. Hún er úr kopar, fagurlega skreytt með áletr- unum og flúri. Við gizkuðum á að hún mundi vera tuttugu til þrjátíu tonn. Hvernig hún hefur verið flutt upp á þennan háa fjallstind var okkur ráðgáta. — Þess er vert að geta að Jung Loh keisari, sá hinn sami, sem talið er að hafi staðið fyrir framkvæmd- um á Vúdangshan í fyrstu, hefur um líkt leyti látið steypa aðra klukku, og er hún enn í tölu stærstu klukkna í heimi. Sú klukka hangir í hofi skammt frá Peking. Hæð hennar er tæpir fimm metrar, ummál neðan til nær því tíu metr- ar, en þungi hennar um það bil 54 tonn. — Nokkrum árum eftir að við gengum á Vúdanshan, komum við til Moskvu, á leið okkar heim frá Kína fyrra skiftið. En þar, í Kreml, er stærsta kirkjuklukka í heimi. „Drottning kirkjuklukkna“ hefur hún verið kölluð. Hún var steypt á fyrri hluta nítjándu aldar og vegur 180 tonn. En skarð brotnaði í hana, skömmu eftir að hún var hengd upp og hefur hún því ekki verið í notkun síðan. Sakamannastein í Vúdang- shan fær enginn gleymt, sem hann hefur séð. Honum er tyllt á kletta- brún þannig, að hann teygir sig eins og dreki þrjá metra út yfir mörg hundruð metra hátt hengi- flug. Yzt á enda steinsins stendur reykelsisker. Væru menn bornir sökum án þess að sannanlegar væru, voru þeir títt dæmdir til að leiða í ljós sekt eða sakleysi með því að ganga á sakamannasteininn, sem er þrjátíu sentimetra breiður, og færa guðunum reykelsisfórn. Var ekki álitið að menn gætu unn- ið slíkt afrek nema því aðeins að þeir væru undir sérstakri vernd guðanna. — Loks var á Vúdangshan graut- lega. Kváðust þeir flytja okkur kveðjur æðstaprests með ósk um að við létum svo lítið að koma við hjá honum, og þiggja tesopa. Við þökkuðum virðulegt boð, en við gætum, því miður, ekki þegið það, með því að nú væri orðið áliðið dags og við ættum fyrir höndum langa leið í náttstað. Þjónarnir endurtóku kveðju og boð æðsta- prests, en við afsakanir okkar, nokkrum sinnum. Endir reiptogs okkar varð sá, að við urðum að láta í minni pokann, félagarnir. Þeir bókstaflega þröngvuðu okkur til að koma með sér, þó á hinn elskuleg- asta hátt væri. Tveir þeirra leiddu mig á milli sín og tóku þéttings- fast í handleggina. Hinir tóku fé- laga minn á sama hátt. Við vorum fangar þeirra, — fangar kínverskr- ar gestrisni. Æðstiprestur tók á móti okkur eins og bezt varð á kosið. Hann var maður ljúfmannlegur í viðmóti og virðulegur í framkomu, hámennt- aður í kínverskum fræðum. Við áttum ánægjulegt samtal við hann um kristna trú. Hinar mörgu guða- myndir á Vúdangshan kvað hann vera aðeins tákn andlegra vera og verðmæta, þó að pílagrímar og fá- kunnandi hofprestar litu á þær sem sanna guði. Hann gaf okkur að skilnaði sinn pakkan hvorum af tei, sjaldgæfa og dýra tegund. Okkur varð hlýtt til þessa mæta manns og óskuðum honum betra hlutskiftis í lífinu. Hann hefði til dæmis sómt sér vel við einhvern háskólann sem pró- fessor í kínverskum fræðum. A8 leiðarlokum IÐ hröðuðum okkur nú sem mest við máttum niður fjallið. Framundan áttum við fjórar erfið- ar dagleiðir fótgangandi. Fyrsta og stytzta áfangann vorum við einir. Pílagrímar allir voru farnir á und- an okkur og lögðu engir af stað Æðstipresturinn var Ijúfmannlegur og virðulegur í framkomu arpottur, sem mikið orð fór af. Hann var svo stór, að matreiðslu- menn urðu að standa á hlóðar- steinum, þegar þeir .hrærðu í hon- um. Var okkur sagt að hann kæmi oft í góðar þarfir. Fangar kínverskrar gestrisni YflÐ höfðum verið á fjallinu meiri * hluta dags og vorum orðnir seinir fyrir. Ræningjaflokkur hafði bækistöð í fjallinu, ekki ýkja langt frá veginum. Rán höfðu verið framin á gistingarstöðum píla- gríma þremur nóttum áður. Var því ætlun okkar að vera komnir í öruggan áfangastað undir nóttina, en vorum þegar orðnir full seint fyrir. Er við höfðum gengið um það bil þrjá km, lá leið okkar fram hjá setri æðstaprestsins. Bústaður hans er í stórum hofgarði og er þar margt fornra bygginga. Þaðan komu fjórir menn í veg fyrir okk- ur og heilsuðu okkur afar kurteis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.